Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 70
Á yfirborðinu eru herra og frú Smith bara venjuleg úthverfa- hjón. Lifa átakalausu lífi sem líður áfram eins og straumlaust fljót. Ekki er þó allt sem sýnist því bæði eru þau einhverjir bestu leigumorðingjar sem sögur fara af og hvorugt veit af hinu. Það á þó fljótlega eftir að breytast. Í næsta verkefni eiga þau nefnilega að drepa hvort annað og þá fer gamanið heldur betur að kárna. Þau gera sér þó fljótlega grein fyrir því að það er maðkur í mysunni og ef þau ætla að bjarga hjónabandinu verða þau að standa saman. Kvikmyndin Mr. & Mrs. Smith verður heimsfrumsýnd í kvöld. Myndin hefur verið á milli tannanna á fólki síðan tökur hófust. Ekki þó fyrir þær sakir að málefni myndarinnar sé eldfimt heldur fóru fljótlega sögur á kreik um að aðalleikararnir væru að stinga saman nefjum. Þau Brad Pitt og Angelina Jolie hafa þráfaldlega neitað þeim orðrómi. Það eru miklar væntingar gerðar til Mr. & Mrs. Smith. Hún skartar enda tveimur af skærustu stjörnum Hollywood. Í leikstjórasætinu situr Doug Liman sem gerði kvikmyndina Bourne Identity en Pitt valdi hann til þess að leikstýra myndinni. Nokkrir þekktir leikarar koma við sögu í myndinni sem aukapersónur. Má þar fyrstan nefna gaman- leikarann Vince Vaughn sem leikur hálfgerðan vin John’s, Eddie og þá kemur Adam Brody, stjarnan úr OC þáttunum einnig við sögu. Angelina Jolie er ein vinsælasta leikkona heimsins í dag. Hún vakti fyrst athygli í sjónvarpsmyndinni Gia, þar sem hún lék samnefnda fyrirsætu sem drap sjálfa sig á eiturlyfjaneyslu. Næst á eftir fylgdi myndin Girl, Interrupted þar sem Jolie fór hamförum og vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Síðan þá hefur hún gert Lauru Croft góð skil auk þess sem hún ferðast um heiminn sem sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna. ■ 42 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR MR & MRS. SMITH Internet Movie Database Rottentomatoes.com 65% / fersk Metacritic.com 6,2 / 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Þar til dauðinn aðskilur þau bio@frettabladid.is Brad Pitt er ekki búinn að vera lengi að í kvikmyndum. Hann var orðinn 24 ára þegar hann birtist fyrst sem þjónn í myndinni No Man’s Land. Þá var aðal- stjarnan í myndinni Charlie Sheen og nafn Pitt kom ekki fram á leikaralistan- um. Það var ekki fyrr en 1991 þegar Brad Pitt fékk hlutverk í kvikmyndinni Thelma & Louise sem hann vakti fyrst athygli, þá 28 ára gamall. Hlutverkið var ekki stórt en það var eitthvað við þennan dreng frá Springfield, Oklahoma. Hans næsta stóra hlutverk var í veiðimyndinni A River Runs Through it. Hann lék síðan fjöldamorðingja í Kalifornia og stelpur víða um heim skræktu þegar hann var ber að ofan í gallabuxum að grafa skurð. Kvikmyndaspekúlantar spáðu þessum sykursæta dreng ekki langlífi í kvikmynd- um en þeir þurftu heldur betur að éta allt ofan í sig. Pitt hefur verið duglegur að nýta sér ekki útlitið heldur leyft hæfi- leikum sínum að blómstra. Hann lék blóðsuguna du Lac í Interview with a Wampire. Hann varð loks ein stærsta kvikmyndastjarna Hollywood þegar hann lék lögreglumanninn David Mills í Seven og kynntist þar sinni fyrstu eiginkonu, Gwyneth Paltrow. Hann var tilfnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Terry Gillian myndinni Twelfe Monkeys og gerði Tyler Durden ódauðleg skil í Fight Club. Það væri hreinlega of langt mál að telja upp allar þær myndir sem hafa gert það gott í miðasölunni og Brad Pitt leikið í. Hvort ástæðan sé sú að hann hefur reynt að velja góð handrit og leiki bara í góðum myndum skal ósagt látið. Brad Pitt sjálfur er nefnilega nokkuð góð ástæða fyrir velgengni kvikmyndar. MÆLUM MEÐ Á DVD... ... kvikmyndinni Closer sem kom út í gær. Natalie Portman, Julia Roberts, Clive Owen og Jude Law eru öll stórgóð í þess- ari mynd eftir Mike Nichols. Ekki skemmir tónlistin fyrir en meðal laga í myndinni er The Blower’s Daughter með Damien Rice. Bæði Clive Owen og Natalie Portman voru tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni og þar að auki fengu þau bæði Golden Globe-verð- launin. Þá var Owen tilnefndur til bresku BAFTA-verðlaunanna. Ekki bara sæti strákurinn „Mrs. Robinson, you’re trying to seduce me.“ Hinn saklausi Benjamin veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hin kynþokkafulla móðir kærustu hans, frú Robinson, fer á fjörurnar við hann. Ógleymanlegt atriði sem er klassískt í kvik- myndasögunni. Anne Bancroft heitin og Dustin Hoffman í fantaformi og ekki má gleyma lagi Simon & Garfunkel, Mrs. Robinson. BRAD PITT Er án nokkurs vafa orðinn að gull- kálfi í Hollywood og myndir hans ganga oftast mjög vel í miðasölu. JOLIE OG PITT Það er óhætt að lofa því að myndin sé kynþokkafull því bæði Jolie og Pitt hafa verið ofarlega á listum yfir fallegasta fólk heims. INSIDE DEEP THROAT Internet Movie Database 6,7 / 10 Rottentomatoes.com 79% / fersk Metacritic.com 8,5 / 10 Þeir sem ekki stunda kvikmynda- húsin af neinu viti bera oft fyrir sig að þeir bíði eftir myndunum á myndböndum. Það verður því há- tíð í bæ hjá þeim í júnímánuði því fjöldi gæðamynda mun líta dags- ins ljós hjá myndbandaleigunum. Fyrsta ber að nefna Napoleon Dynamite sem kitlar hláturtaug- arnar svo um munar en hún kom út sjötta júni. Þann sextánda júní er svo komið að stórmyndinni Avi- ator eftir Martin Scorsese sem flestir spáðu að myndi sópa að sér Óskarsverðlaunum. Þrátt fyrir að svo hafi ekki orðið þá er myndin veisla fyrir augu og eyru. Tutt- ugusta júní er komið að franska meistarastykkinu Les Choristes og skömmu eftir það kemur svo Ray þar sem Jamie Foxx fer ham- förum í hlutverki hins blinda Ray Charles en hún kemur út 23. júní. Þann 27. júní kemur svo loks Million Dollar Baby eftir Clint Eastwood, en myndin fékk öll helstu Óskarsverðlaunin í ár. Meðal annarra mynda sem koma út í þessum mánuði má nefna mynd Pedro Almódvar, La mala educacion, House of Flying Dag- gers og Mean Creek en þær voru allar sýndar á IIFF kvikmyndahá- tíðinni. ■ DICAPRIO OG BLANCHETT Það kom mörgum á óvart að mynd Scorsese skyldi ekki fá Óskarinn í ár. Aviatior kemur á leigurnar 20. júní Óskarsver›launamyndir koma út á myndbandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.