Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 44
„Árið 1911 var byggt við gistihúsið á Egilsstöðum og hluti hússins varð að gistiheimili. Heimildir segja frá því að bóndi sem átti þessi jörð á undan langafa mínum, hafi kvartað undan gestagangi hérna,“ segir Gunnlaugur Jónasson, hótelstjóri Gistihússins á Egilsstöðum. „Þrátt fyrir að hér hafi alltaf verið rekið gistihús, var aðstaðan orðin nokkuð lasin árið 1993, en þó hófust endurbætur á Gistihúsinu. Árið 1998 keyptum við hjónin, ég og Hulda Elísabet Daníelsdóttir, reksturinn og höfum staðið fyrir miklum endurbótum.“ Gunnlaugur er sonur Margrétar Pétursdóttur, sonardóttur Jóns Bergssonar og Margrétar Pétursdóttur og með kaupum þeirra hjóna var Gistihúsið að nýju komið í hendur Egilsstaða- ættarinnar. Árið 1889 keyptu Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir jörðina Egilsstaði og er það upphaf- ið af sögu ættarinnar á þessum stað. „Gistihúsið á Egilsstöðum var eitt sinn eina húsið á staðnum og segja má að Egilsstaðabær hafi byggst út frá þessu húsi. Við lítum björtum augum til framtíðar, hér er mjög góð nýting yfir sumarmánuðina, á köflum hættulega mikil. Það lítur vel út með pantanir í sumar, en ég tek eftir því að ferðamynstur fólks er að breytast. Fólk pantar gisting- una sína með minni fyrirvara en áður. Við fáum töluverða kynningu í gegnum Ferðaþjónustu bænda. Uppistaðan af okkar gestum eru út- lendingar á bílaleigubílum sem eru að keyra hringinn.“ 10 ■■■ { AUSTURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Hótel Framtíð á Djúpavogi var upphaflega byggt sem verslunarhús og var í eigu dansks verslunar- manns. Búið er að reka húsið sem hótel frá árinu 1967 og hótelið heldur því upp á fimmtíu ára af- mæli sitt eftir tvö ár, en húsið sjálft er 100 ára á þessu ári,“ segir Guð- rún Anna Eðvaldsdóttir, hótelstýra á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Guð- rún Anna og eiginmaður hennar, Þórir Stefánsson, reka hótel Fram- tíð. „Fyrsta hótelið á Djúpavogi var samt Hótel Geysir sem nú er nýtt sem ráðhús staðarins. Sama fjöl- skylda er búin að eiga húsið frá ár- inu 1988. Þá var byggð viðbygging við hótelið sem er rúmir 700 fer- metrar. Hér eru 36 herbergi, níu herbergi í gamla húsinu og þar eru öll herbergi með handlaug en ekki sturtu. Gestir hótelsins vilja flestir gista í nýja húsinu þar sem öll her- bergi eru nýtískuleg með sturtu en sumir vilja fá að vera í gamla hús- inu, finnst sérstök stemning að gista í eldri hluta hússins. Óhætta er að segja að í þessu húsi ríki afskap- lega notalegur andi. Við höfum verið mjög heppin með kokka á hótelinu og fengið viður- kenningar fyrir matinn. Hér var sami kokkurinn í átta ár en hann hætti nýverið. Nú er kominn nýr kokkur á hótelið og hann lofar ein- nig góðu, við erum mjög ánægð með hann. Báðir kokkarnir eru með nýjar matarhefðir á hreinu, enda rétt sloppnir yfir þrítugt. Ferða- málaráð Íslands veitti okkur viður- kenningu nýverið sem eitt af bestu hótelum á landinu og sömuleiðis fengum við viðurkenningu frá Þró- unarstofu. Sumartraffíkin er rétt að hefjast og maímánuður var óvenju góður hjá okkur. Við höfum svo mikið að gera að nauðsynlegt er að fjölga starfsfólki um 12 manns yfir sumarið. Annars er hér opið árið um kring. Íbúafjöldi á Djúpavogi hefur að mestu staðið í stað undanfarin ár, en búast má við töluverðri náttúru- legri fjölgun á þessu ári. Hér búa tæplega 500 manns og allavega 12 Djúpavogsbörn eru væntanleg í heiminn á þessu ári. Hér á Djúpa- vogi er mikið af ungu fólki á aldr- inum 20-40 ára.“ Aldargamalt tilhöggvið hús Hótel Framtíð á Djúpavogi var flutt hingað til Íslands tilhöggvið frá Kaupmannahöfn árið 1905. Húsið sjálft var reist hér árin 1905-06, raðað saman og allir bitar merktir rómverskum tölum og litum til þess að auðvelda alla samsetningu. Fr ét ta bl að ið /Í sa k Eina safnið sinnar tegundar Mikill fjöldi hermanna hafði aðsetur á Reyðarfirði í síðari heimsstyrjöldinni og þeir skildu eftir sig menjar sem hægt er að berja augum á Íslenska stríðsárasafninu. Sonja Björk Jóhannsdóttir er safnstjóri Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði. Á Reyðarfirði er Íslenska stríðsárasafnið við gamla herbragga, en mikill fjöldi hermanna hafði aðsetur á Reyðarfirði í stríðinu og stríðsminjar er víða að finna. Stríðsárasafnið var stofnað 1995 og eru þar varðveittir ýmsir munir og sýndar minjar frá tímum síðari heimsstyrjaldar og hernámi Íslands frá íslensku sjónarhorni. Sonja Björk Jóhannsdóttir er safnstjóri Íslenska stríðsárasafnsins á Reyð- arfirði. Fatahreinsun og þvottahús Þvottabjörn ehf Búðareyri 25 730 Reyðarfjörður ÞAR SEM FAGMENNSKAN ER Í FYRIRRÚMI Einbúablá 29 Opið 9-17, virka daga 700 Egilsstaðir Sími:471-2980 Sænautasel í Jökuldalsheiði Nýbakaðar lummur og kaffisala allan daginn frá 9-22. Matur til sölu eftir pöntun. S: 855-5399 S:4711086. jokulsa@centrum.is Miðvangi 2-4 • Egilsstöðum Kaffihús og verslun Anna Eðvaldsdóttir hótelstýra á Hótel Framtíð. Fr ét ta bl að ið /Í sa k Fyrsta húsið á Egilsstöðum Gistihúsið á Egilsstöðum var byggt árið 1903 og var upphaflega hugsað sem bóndabær. Frá upphafi var þar mikill gestagangur og með tilkomu Lagarfljótsbrúar 1905 varð um- ferðin enn meiri. Gunnlaugur Jónsson er hótelstjóri á Gistihúsinu á Egilsstöðum. Fr ét ta bl að ið /Í sa k „Ætli þetta flokkist ekki undir elliglöp?“ segir Sigurlaug Gissurardóttir hús- freyja hlæjandi þegar orð er haft á framkvæmdagleðinni á bænum. Nýja hús- ið verður tekið í gagnið nú um miðjan mánuðinn og eftir það er gisting í 43 rúmum í boði á Brunnhóli, ásamt eldunaraðstöðu og setustofu. Auk þess ber Sigurlaug fram morgunverð og býður upp á kvöldverðarhlaðborð. Þótt hún tali um elliglöp er hún enn á besta aldri og eftir því spræk. Hún og eiginmaður hennar, Jón Kristinn Jónsson, búa í Árbæ sem er steinsnar frá Brunnhóli. Þar hafa þau rekið kúabú í yfir 20 ár en nú er sonur þeirra, Sæmundur, að taka við því, ásamt sinni fjölskyldu. Nýja húsið er hvoru tveggja í senn bráðabirgðaíbúðar- hús ungu hjónanna og glæsileg viðbót við gistipláss Sigurlaugar og Jóns. Þau voru með þeim fyrstu til að fara út í ferðaþjónustu bænda í héraðinu og nú snúa þau sér að henni alfarið. „Upphaf- lega ætluðum við bara að leigja eyðibýl- ið Brunnhól út sem sumarbústað en fljótlega fundum við fyrir mikilli þörf á gistiplássi fyrir ferðamenn svo við breyttum stefnunni og fljótlega stækkuð- um við Brunnhól. Ég byrjaði á að taka fólk í morgunmat inn í eldhús til mín en það sprengdi utan af sér og stofan varð að matsal. Svo settum við upp sólstofu og borðsettum þar og í fyrra var bætt við hana. Ég er með hlaðborð á kvöldin með að minnsta kosti einum fiskrétti, einum kjötrétti og einhverju vali um grænmeti. Hef heimilislegan mat og nóg af honum.“ Ýmislegt skapast af aðstæðum eins og skonsuhefðin sem Sigurlaug lýsir svo „Mér fannst óþægilegt að vera aðgerðarlaus í eldhúsinu meðan fólk var að borða morgunmatinn svo ég fór að baka skonsur og bera þær heitar á borð. Áður en ég vissi af var farið að rukka mig um þær ef þær vantaði. Þá var það komið í einhverja erlenda bók að á þessum bæ fengi fólk alltaf nýbakaðar skonsur. Því verða ansi margar skonsur til hér yfir sumarið.“ Iðandi fuglalíf og selalátur Papeyjarferðir voru stofnaðar 30. maí 1995 og eru því tíu ára um þessar mundir. Á þeim tíma sem Papeyjarferðir hafa verið starfrækt- ar hafa rúmlega 10.000 manns verið fluttir út í Papey. „Af þeim tíu þúsund farþegum sem við höfum flutt út í Papeyna er um það bil helmingur útlendingar, en þeim hefur farið fjölgandi á undan- förnum árum. Ætli þeir séu ekki orðnir um 60-70% gesta okkar í dag,“ segir Már Karlsson, fram- kvæmdastjóri Papeyjarferða. „Papey er merkileg eyja, um tveir ferkílómetrar að stærð en aðaleyj- unni fylgja margar úteyjar. Allr eyj- arnar eru iðandi af fuglalífi og sel- ur á skerjum allt um kring. Fugla- björgin eru stórfengleg, 20-45 metrar á hæð og þarna er mest um lunda en einnig mikið um ritu, fýl og kríu. Papey á sér merka sögu í fornbókmenntum, en talið er að papar hafi búið þar fyrir komu nor- rænna manna til Íslands. Papar voru kristnir og talið að þeir hafi komið sér á brott þegar Norðmenn fóru að byggja landið, því þeir vildu ekki vera innan um heiðna menn. Eyjarnar eru óbyggðar í dag, en þarna er þó gamalt íbúðarhús sem byggt var upp úr eldra húsi um 1900. Þarna eru einnig tveir litlir sumarbústaðir. Papeyjarferðir eru fjölskyldufyrir- tæki í eigu fjögurra fjölskyldna. Ég hef verið leiðsögumaður frá upp- hafi, en nýlega bættist Svavar Sig- urðsson, kennari á Djúpavogi, í hóp leiðsögumanna. Báturinn tekur mest 22 farþega, en við setjum lág- markið við fjóra farþega til að fara af stað. Nýlega kom hingað rúss- neskt skemmtiferðaskip og við af- greiddum það með hópi gúm- og flotbáta út í eyjarnar og kunnu gestir skipsins það vel að meta.“ Hermann Steinsson, skipstjóri Papeyjarferða, og Már Karlsson framkvæmdastjóri. Skonsubærinn Brunnhóll Á Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði hefur ferðaþjónusta bænda verið frá 1986. Byrjað var rólega en bætt stöðugt í og nú er stórhýsi í byggingu. Sigurlaug bakar skonsur til að bera fram á morgunverðarborðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.