Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 42

Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 42
„Þjóðvegur eitt liggur beint í gegnum Austurland. Við viljum beina þeim ferðamönnum sem hingað koma út af þjóðvegi eitt, vísa þeim á rúntinn á firðina til að kynnast öllu því sem þeira hafa upp á að bjóða. Einnig reynum við að beina þeim upp á hálendið, upp að Snæfelli eða upp í Kverkfjöll eða að Öskju ef menn eru á góðum bílum,“ segir Arngrímur Viðar Ás- geirsson, forstöðumaður Ferða- skrifstofu Austurlands. „Hálendið fyrir norðan Vatnajökul er vel þess virði að skoða það. Í rauninni er hægt að áætla dagsferð til þess, taka Vopnafjörðinn, koma við í sundlauginni í Selárdalnum og spjalla við álfana í Borgarfirði eystri en þar er að finna mikið fuglalíf. Ef menn koma á tjald- vagni, sem mikið er orðið af, er sniðugt að eiga bækistöð inni á héraði, eins og til dæmis í Atlavík. Ef menn hitta á sólardagana okkar, sem að jafnaði eru heitir og góðir, er mjög sniðugt að taka dagsferðir frá Atlavík. Búið er að stækka og bæta tjaldsvæðið þar og í Hall- ormsstaðarskóginum sjálfum. Lag- arfljótsormurinn sjálfur siglir frá Atlavík á sumrin á hverju kvöldi og Hallormsstaðarskógurinn sjálf- ur er náttúrlega sérstök upplifun. Þetta er eina svæðið á Íslandi þar sem ferðalangurinn fær það á til- finninguna að hann sé í Evrópu- loftslagi eða Evrópuumhverfi. Fyrir þá sem hafa áhuga á göngu- ferðum er Austurlandið alger para- dís. Fyrsta göngusvæðið sem varð vinsælt hér fyrir austan er Lónsör- æfin, þar sem gengið er um Snæ- fellið niður í lón. Gerpissvæðið milli Breiðafjarðar og Norðfjarðar náði einnig vinsældum fljótlega meðal göngufólks. Víknaslóðirnar á milli Seyðisfjarðar og Borgar- fjarðar njóta mikilla vinsælda í dag. Oft eru þessar leiðir skipu- lagðar sem 4-5 daga ferðir og þá er gist í fjallakofum. Hér fyrir austan eru einir níu mjög góðir fjallakof- ar sem taka allt upp í 80 manns. Við hjá Ferðaskrifstofu Austur- lands tökum á móti fjölda ferða- manna og það er í okkar hlutverki að vísa þeim út í náttúruna. Það er svo margt annað í spilunum en að keyra hringinn og gista á hótelum á leiðinni. Við höfum orð- ið vör við fjölgun ferðamanna með Norrönu undanfarin ár og því á ég von á annasömu sumri í ár. Síðan er alltaf að aukast ásókn í veiði hérna fyrir austan á haustin, gæs- ina, rjúpuna og hreindýrin. Það verður því nóg um að vera hérna, svo ekki sé minnst á allar bæjarhá- tíðirnar. Það er mikið af fólki á aldrinum 20-40 ára sem hefur oftar komið til Kaupmannahafnar eða ákveðinnar sólarstrandar en hingað austur til okkar. Mér finnst vera vakning hjá þessari kynslóð um að nú sé kom- inn tími til þess að skoða Ísland.“ 8 ■■■ { AUSTURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ALLT í fótboltann í gönguna í íþróttirnar í útivistina FULL BÚÐ AF FLOTTUM FÖTUM OPIÐ ALLA DAGA • SÍMI 471 1230 SÉRSMÍÐI SÉRSMÍÐUM OG HÖNNUM INNRÉTTINGAR AF ÖLLU TAGI. Sérsmíðum og hönnum innrétt- ingar af öllu tagi, með séráherslu á vandaðar innihurðir fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. YFIR 20 ÁRA REYNSLA. BIRKITRÉ sf Lyngási 12 / 700 Egilsstaðir / sími 471-1619 Austfirðingar SETJUM SVIP Á BÆINN Í SUMAR Tökum að okkur málningarvinnu á flestum sviðum, heimili, hús, fyrirtæki og fleira. Víðtæk reynsla – vönduð vinnubrögð. FAXATRÖÐ 2, 700 EGILSSTAÐIR sími: 899-4312 og 864-0347 „Hér á Egilsstöðum rekum við upp- lýsingamiðstöð Austurlands, sem er landshlutamiðstöð. Að sjálfsögðu leiðbeinum við lengra áfram suður fyrir Djúpavog eða norður fyrir Bakkafjörð ef fram á það er farið. Hér starfa á sumrin sex starfsmenn sem skipt er á vaktir. Nú í byrjun júní virðist svo sem sumarið fari mjög vel af stað. Það komu hingað fyrstu ferðalangarnir í kringum 20. apríl sem tjölduðu hér hjá okkur í tíu stiga gaddi,“ segir Sigurbjörg Inga Flosadóttir, forstöðumaður upplýs- ingamiðstöðvar Austurlands. „Sumarið leggst þannig í mig að stefni í aukningu á ferðamanna- strauminum frá síðasta ári, þrátt fyr- ir að það hafi verið gott. Ferða- mannatíminn hefur verið að lengjast á báðar áttir. Ferjan Smyrill, sem leggst upp að Seyðisfirði einu sinni í viku, veldur álagspunktum hjá okk- ur og þá skipta farþegarnir oft leið- um. Sumir fara norður og aðrir fara suður fyrir. Koma Smyrils hleypir alltaf miklu lífi í bæjarlífið hjá okk- ur og það er óneitanlega gaman þeg- ar svo er. Það hefur vakið athygli okkar hérna í upplýsingamiðstöðinni að ferðamynstur fólks er að breytast. Við erum farin að fá húsbíla eða tjaldvagna á vorin til okkar en fólk kýs í auknum mæli að nota slíkar græjur. Húsbílar og tjaldvagnar hafa ýmsa kosti, eru ekki eins háðir veðr- inu. Við finnum einnig mikið fyrir því að allir þeir sem vinna uppi í Kárahnjúkum koma hingað þegar þeir eiga frí á sunnudögum. Þá fyl- list Egilsstaðabær af fólki og sömu- leiðis af fólki frá Reyðarfirði vegna framkvæmdanna við álver þar.“ Breytt ferðamynstur Á Egilsstöðum er rekin upplýsingamiðstöð Austurlands. Umráðasvæði hennar er frá Bakkafirði í norðri allt suður til Djúpavogs. Sigurbjörg Inga Flosadóttir er forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar Austurlands. „Við erum með dagsferðir að Kára- hnjúkum á miðvikudögum og laug- ardögum. Dagsferðir frá Eskifirði upp að Kárahnjúkum taka um 8-9 tíma með leiðsögn. Þetta er þriðja árið sem Tanni Travel býður upp á þessar ferðir. Í þeim gefst fólki tæki- færi til að berja virkjunarsvæðið augum auk alls svæðisins í heild, sem er mjög áhugavert,“ segir Sveinn Sigurbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Tanna Travel. „Í ferðunum upp að virkjunarsvæð- inu við Kárahnjúka er farið í hring, út Jökuldalinn og komið að Klaust- urseli þar sem hægt er að skoða dýragarð með refum og hreindýrum. Það eru dýr sem menn berja ekki augum á hverjum degi. Alltaf slæð- ist með eitthvað af göngufólki sem við keyrum í Snæfell eða jafnvel sækjum þangað. Á vorin er algengt að fá vinnuhópa, félagasamtök eða fyrirtæki í þessar ferðir. Síðari hluta sumars ber meira á einstaklingum sem vilja skoða virkjunarsvæðið. Tanni Travel dregur nafn sitt af snó- moksturstækinu Tanna sem var hér í notkun við snómokstur í Oddsskarði á árunum 1974-1984 , en ég var bíl- stjóri á þessu tæki. Tanni var fyrsti snjóbíll á Íslandi sem var með tönn sem hægt var að skekkja með glussatöngum. Hann þurfti því ekki að vera með jarðýtur á undan sér við moksturinn til að laga hliðar- hallann.“ Dregur nafn sitt af snjómoksturstæki Fyrirtækið Tanni Travel skipuleggur dagsferðir upp að Kárahnjúkum á miðviku- og laugardögum. Sveinn Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Tanna Travel, við eina af rútunum sem notaðar eru í ferðirnar upp að Kárahnjúkum. Vinstra megin er hinn frægi snjóbíll, Tanni. Fr ét ta bl að ið /Í sa k Fr ét ta bl að ið /Í sa k Miðpunktur til allra átta Austfirðirnir eru mjög fjölbreytilegir og hafa upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn. Egilsstaðir eru ágætis miðpunktur í allar áttir fyrir þá sem gefa sér tíma til að kanna svæðið. Arngrímur Viðar Ásgeirsson veitir Ferðaskrifstofu Austurlands forstöðu, en hún er á Egilsstöðum. Fr ét ta bl að ið /Í sa k

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.