Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,63 63,93 116,82 117,38 78,39 78,83 10,53 10,59 9,91 9,97 8,57 8,62 0,60 0,60 94,07 94,63 GENGI GJALDMIÐLA 08.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,97 -0,27% 4 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Norsk-íslenski síldarstofninn kominn inn í lögsöguna: Demantssíld á fornum sló›um SÍLDVEIÐAR Íslensk og færeysk skip eru nú að veiðum skammt út af Austfjörðum en þar hefur norsk- íslenska síldin veiðst vel frá því íslensku skipin héldu til veiða eft- ir sjómannadag. Í síðustu viku voru síldarmiðin um 160 sjómílur út af Austfjörð- um en í gær voru flest skipanna í góðri veiði á svæði sem er 47 til 50 sjómílur út af Norðfjarðarhorni. Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að norsk-íslenska síldin hafi ekki gengið svo langt inn í íslensku lögsöguna síðan veiðar á henni hófust að nýju fyr- ir um áratug og því auknar líkur á að síldin sé að taka upp sitt gamla göngumynstur þegar síldarævin- týrið stóð sem hæst. Gunnþór B. Ingvason, aðstoð- armaður forstjóra Síldarvinnsl- unnar, segir að síldin veiðist bæði í nót og troll en flest skipin séu með troll. „Það er ekki nema fjög- urra tíma sigling á miðin frá Nes- kaupstað og síldin er mjög stór og góð, allt að 400 gramma demants- síld, og fer megnið í flökun og frystingu,“ segir Gunnþór. -kk MEÐ LÍFIÐ Í LÚKUNUM Jón Gunnar Sigurjónsson, verkstjóri í fisk- iðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, með stóra síld sem Geysir landaði í gær. Skerjafjar›arbraut óraunhæf a› mati samgöngurá›herra SKIPULAGSMÁL Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkur- listans um hraðbraut yfir Skerja- fjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgar- fulltrúi varpaði á borgarstjórnar- fundi í fyrradag fram hugmynd- um um lagningu vegar frá Vatns- mýri yfir á Álftanes. Hann taldi að jafnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. „Það á ekki að vera að afvega- leiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára,“ segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. „Þetta er fram- tíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag.“ Sturla segir að meginá- herslan í samgöngu- málum á höfuðborgar- svæðinu næstu árin verði lögð á Sunda- brautina, og enn- fremur á Hring- braut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjar- stjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerja- fjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur ver- ið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoð- uð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegafram- kvæmdir yfir Skerjafjörðinn. „Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli.“ Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bíla- eign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sí- fellt. „Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hag- kvæmt og hvað ekki,“ segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sunda- braut ætti að hafa forgang. „Ég tók það skýrt fram í ræðunni,“ segir Stefán. „Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tím- ann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því.“ grs@frettabladid.is Ernir sækja í sig veðrið: Stofninn vex FUGLALÍF Arnarstofn- inn á Íslandi telur nú yfir 60 varppör og telja starfs- menn Náttúru- fræðistofnunar Íslands að stofn- inn hafi ekki ver- ið stærri í um hálfa öld eða frá því að farið var að fylgjast reglulega með arnarstofn- inum. Nær öll pörin verpa á hefð- bundnum arnarsvæðum vestan- lands en svo virðist sem varpsvæð- ið sé að stækka og vitað er um tvö pör við Húnaflóa og eitt á Suður- landi. Þá hefur óvenjumikið borið á ungum örnum fyrir norðan og aust- an og er það í takt við góða afkomu undanfarin ár. - kk Öfgamenn að verki: Kveiktu í bíl rá›herrans DANMÖRK Kveikt var í bíl danska innflytjendaráðherrans Rikke Hvilshøj í Hróarskeldu í fyrr- inótt. Bíllinn sjálfur er gjörónýtur auk þess sem bruninn olli nokkrum skemmdum á húsi ráð- herrans. Ráðherrann og fjöl- skylda hans slapp þó án þess að verða fyrir meiðslum. Tilræðismennirnir sendu strax um morguninn fréttatilkynningu á flestar helstu fréttastofur Dan- merkur þar sem þeir lýsa því yfir að nú hafi þeir fengið nóg af frið- samlegum baráttuaðferðum gegn „rasískri innflytjendapólitík“ dönsku ríkisstjórnarinnar. Tölvan sem notuð var til að senda póstinn var gerð upptæk á netkaffihúsi í Nørrebro og leitar lögreglan leiða til að rekja hver sendi póstinn. ■ VEÐRIÐ Í DAG Samgöngurá›herra segir Skerjafjar›arveg vera táls‡n og borgaryfirvöld séu a› afvegalei›a fólk me› hugmyndinni. Hann var ekki talinn hagkvæmur fyrir flremur árum og óvíst er hvort Álftnesingar kæri sig um hann. Stefán Jón Hafstein segir margt hafa breyst sí›an sí›asta svæ›isskipulag var samflykkt. LÖGREGLUMENN SKOÐA FLAKIÐ Lögregla leitar nú þeirra sem kveiktu í bíl danska innflytjendaráðherrans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P LÖGREGLUFRÉTT FJÓRIR GISTU Í FANGAGEYMSLU Fjögur fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt og gistu fjórir menn fangageymslu lögreglunnar vegna þeirra. Málin komu upp við hefðbundið eftirlit lögreglu, en bæði fannst hass og am- fetamín í fórum mannanna. Málin tengjast ekki innbyrðis og teljast nú upplýst. VATNSMÝRI, ÁLFTANES OG HAFNARFJARÐAR- GÖNG Samkvæmt hugmyndum Stefáns á að gera veg milli Vatnsmýrar og Álftaness. Það mætti síðan ýmist gera veg yfir í Reykjanes- braut eða jafnvel göng, styttri en Hvalfjarðar- göng, sem kæmu upp nærri Álverinu í Straumsvík. Þetta kallaði hann hraðbraut milli miðborgarinnar og Keflavíkur.GUNNAR VALUR GÍSLASON STURLA BÖÐVARSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.