Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Fimmtudagur JÚNÍ ■ TÓNLEIKAR SÍÐUSTU SÝNINGAR!!! Aðeins 2 sýningarhelgar eftir Missið ekki af einleik Eddu Björgvins í Borgarleikhúsinu • Sími 588 8000 „Þetta var tekið upp lifandi af lif- andi mönnum,“ segir Óskar Guðnason um nýja diskinn sinn, Bossa Nova Hot Spring, sem hann er að senda frá sér. Á disknum flytja nokkrir djass- leikarar í fremstu röð lög eftir Óskar, sem hafa verið færð í ljúf- an latíndjassaðan búning. „Þetta eru snillingar,“ segir Óskar um nafna sinn og frænda, Óskar Guðjónsson saxófónleikara og hljómsveitina Bakland sem er skipuð Ómari Guðjónssyni á gítar, Jóhanni Ásmundssyni á bassa og Helga Svavari Helgasyni á trommur. Diskurinn var tekinn upp í þremur áföngum í hljóðveri Magnúsar Kjartanssonar og áherslan var lögð á að leyfa leik- gleði hljóðfæraleikaranna að njóta sín. „Dagskipunin var bara að gera þetta fallegt, og mér finnst það hafa tekist mjög vel hjá þeim.“ Óskar er gítarleikari og laga- smiður og hefur áður sent frá sér plötur með eigin lögum, þar á meðal Lífsins línudans sem kom úr árið 2001. Á þeirri plötu var meðal annars lagið Gamall draum- ur sem Bubbi Morthens söng og hafði komið út áður á kasettu. Í kvöld verða útgáfutónleikar haldnir í Apótekinu í Austur- stræti, þar sem hljómsveitin Bak- land leikur ásamt Óskari Guðjóns- syni saxófónleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og standa til miðnættis. ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kvennakór Garðabæjar heldur seinni vortónleika sína í Há- sölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Meðleikarar kórsins eru þær Helga Laufey Finnbogadóttir píanó- leikari og Marion Herrera hörpuleik- ari. Kórstjóri er Ingibjörg Guðjóns- dóttir.  20.00 Selkórinn flytur meðal ann- ars óperettutónlist frá Vín á tónleik- um í Seltjarnarneskirkju. Stjórnandi er Jón Karl Einarsson, píanóleikari Arndís Inga Sverrisdóttir, en sér- stakur gestur verður Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari.  20.00 Hljómsveitin Skátar heldur sína fyrstu sumartónleika á Sirkus ásamt vinum sínum í hljómsveitinni Reykjavík!  20.30 Noorus kórinn frá Tallinn í Eistlandi syngur undir stjórn Rauls Talmar á opnunartónleikum Kóra- stefnu í Mývatnssveit, sem haldnir verða í félagsheimilinu Skjólbrekku. Á efnisskrá eru ítalskir og enskir ma- drigalar og eistnesk kórtónlist.  22.00 Sænska surfrokkhljómsveitin Langhorns verður með tónleika á Grand Rokk.  22.00 Óskar Guðjónsson saxófón- leikari spilar ásamt hljómsveitinni Bakland á útgáfutónleikum disksins Bossanova - Hot Spring.  22.30 B3 tríó leikur djass á Pravda.  Á Gauki á Stöng verður underground trúbadorskvöld með Pétri Ben ásamt vel völdum félögum. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Árni Hjartarson jarðfræðing- ur fjallar um hraun, gjár, jarðskorpu- hreyfingar og fleira sem við kemur jarðfræði Þingvallasvæðisins í fyrstu Þingvallagöngu sumarsins, sem hefst við fræðslumiðstöðina við Hak- ið. ■ ■ FUNDIR  20.00 Kynning á tveimur Afríku- ferðum, sem farnar verða í haust, verður haldin í húsi Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6. ■ ■ BJARTIR DAGAR  14.00 Skemmtidagskrá eldri borgara verður í Hraunseli, Flata- hrauni 3. Kvennatríó syngur og jóðl- ar, karlakvartett tekur lagið, lesið verður upp úr óútkominni bók Guð- mundar Steingrímssonar og flutt verða gamanmál. Síðan verður rekstrasjón þar sem Guðmundur Steingrímsson og félagar leika fyrir dansi.  19.30 Funkkvöld í Gamla bóka- safninu við Mjósund. Sammi úr Jagúar flytur fyrirlestur um funktónlist þar sem blandað er inn lifandi tón- list. Spilabandið Runólfur flytur funk. Aðgangur ókeypis.  20.00 Valur Grettisson, Haukur Ingvarsson, Ólafur Kolbeinn Guð- mundsson og fleiri ung ljóðskáld úr Hafnarfirði lesa upp á ljóðakvöldi í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Latíndjass í Apótekinu BAKLANDIÐ Hljómsveitin Bakland flytur latíndjössuð lög Óskars Guðnasonar í Apótek- inu í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.