Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 67

Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 67
FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Fimmtudagur JÚNÍ ■ TÓNLEIKAR SÍÐUSTU SÝNINGAR!!! Aðeins 2 sýningarhelgar eftir Missið ekki af einleik Eddu Björgvins í Borgarleikhúsinu • Sími 588 8000 „Þetta var tekið upp lifandi af lif- andi mönnum,“ segir Óskar Guðnason um nýja diskinn sinn, Bossa Nova Hot Spring, sem hann er að senda frá sér. Á disknum flytja nokkrir djass- leikarar í fremstu röð lög eftir Óskar, sem hafa verið færð í ljúf- an latíndjassaðan búning. „Þetta eru snillingar,“ segir Óskar um nafna sinn og frænda, Óskar Guðjónsson saxófónleikara og hljómsveitina Bakland sem er skipuð Ómari Guðjónssyni á gítar, Jóhanni Ásmundssyni á bassa og Helga Svavari Helgasyni á trommur. Diskurinn var tekinn upp í þremur áföngum í hljóðveri Magnúsar Kjartanssonar og áherslan var lögð á að leyfa leik- gleði hljóðfæraleikaranna að njóta sín. „Dagskipunin var bara að gera þetta fallegt, og mér finnst það hafa tekist mjög vel hjá þeim.“ Óskar er gítarleikari og laga- smiður og hefur áður sent frá sér plötur með eigin lögum, þar á meðal Lífsins línudans sem kom úr árið 2001. Á þeirri plötu var meðal annars lagið Gamall draum- ur sem Bubbi Morthens söng og hafði komið út áður á kasettu. Í kvöld verða útgáfutónleikar haldnir í Apótekinu í Austur- stræti, þar sem hljómsveitin Bak- land leikur ásamt Óskari Guðjóns- syni saxófónleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og standa til miðnættis. ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kvennakór Garðabæjar heldur seinni vortónleika sína í Há- sölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Meðleikarar kórsins eru þær Helga Laufey Finnbogadóttir píanó- leikari og Marion Herrera hörpuleik- ari. Kórstjóri er Ingibjörg Guðjóns- dóttir.  20.00 Selkórinn flytur meðal ann- ars óperettutónlist frá Vín á tónleik- um í Seltjarnarneskirkju. Stjórnandi er Jón Karl Einarsson, píanóleikari Arndís Inga Sverrisdóttir, en sér- stakur gestur verður Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari.  20.00 Hljómsveitin Skátar heldur sína fyrstu sumartónleika á Sirkus ásamt vinum sínum í hljómsveitinni Reykjavík!  20.30 Noorus kórinn frá Tallinn í Eistlandi syngur undir stjórn Rauls Talmar á opnunartónleikum Kóra- stefnu í Mývatnssveit, sem haldnir verða í félagsheimilinu Skjólbrekku. Á efnisskrá eru ítalskir og enskir ma- drigalar og eistnesk kórtónlist.  22.00 Sænska surfrokkhljómsveitin Langhorns verður með tónleika á Grand Rokk.  22.00 Óskar Guðjónsson saxófón- leikari spilar ásamt hljómsveitinni Bakland á útgáfutónleikum disksins Bossanova - Hot Spring.  22.30 B3 tríó leikur djass á Pravda.  Á Gauki á Stöng verður underground trúbadorskvöld með Pétri Ben ásamt vel völdum félögum. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Árni Hjartarson jarðfræðing- ur fjallar um hraun, gjár, jarðskorpu- hreyfingar og fleira sem við kemur jarðfræði Þingvallasvæðisins í fyrstu Þingvallagöngu sumarsins, sem hefst við fræðslumiðstöðina við Hak- ið. ■ ■ FUNDIR  20.00 Kynning á tveimur Afríku- ferðum, sem farnar verða í haust, verður haldin í húsi Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6. ■ ■ BJARTIR DAGAR  14.00 Skemmtidagskrá eldri borgara verður í Hraunseli, Flata- hrauni 3. Kvennatríó syngur og jóðl- ar, karlakvartett tekur lagið, lesið verður upp úr óútkominni bók Guð- mundar Steingrímssonar og flutt verða gamanmál. Síðan verður rekstrasjón þar sem Guðmundur Steingrímsson og félagar leika fyrir dansi.  19.30 Funkkvöld í Gamla bóka- safninu við Mjósund. Sammi úr Jagúar flytur fyrirlestur um funktónlist þar sem blandað er inn lifandi tón- list. Spilabandið Runólfur flytur funk. Aðgangur ókeypis.  20.00 Valur Grettisson, Haukur Ingvarsson, Ólafur Kolbeinn Guð- mundsson og fleiri ung ljóðskáld úr Hafnarfirði lesa upp á ljóðakvöldi í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Latíndjass í Apótekinu BAKLANDIÐ Hljómsveitin Bakland flytur latíndjössuð lög Óskars Guðnasonar í Apótek- inu í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.