Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 36
2 ■■■ { AUSTURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Skortur á gistirými farinn að há veitingastaðnum Hugmyndin að húsahóteli á Seyðisfirði hefur verið lengi að gerjast. Fyrir um fimm árum var ákveðið að byggja nýtt hótel á Seyðisfirði en nokkrar konur, í samráði við Sigurjón Sighvatsson, öfluðu þeirri hugmynd brautargengis að koma hótelinu fyrir í gömlum glæsibyggingum. Með tilkomu Sig- urjóns að verkinu varð langþráð hugmynd að veruleika. Þau kölluðu hugmyndina „húsahótel“. „Konurnar sem ýttu húsahótels- hugmyndinni á flot á Seyðisfirði eru þær Aðalheiður Borgþórsdóttir upplýsingafulltrúi ferða- og menn- ingarmála á staðnum, Jóhanna Gísladóttir aðstoðarskólastýra og Þóra Bergný Guðmundsdóttir móðir mín og arkitekt sem hefur rekið hér farfuglaheimili í tæpa þrjá áratugi. Verkefnið hefði sennilega ekki komist langt án stuðnings Sigurjóns Sighvatssonar en auk hans komu að málum Seyðisfjarðarkaupstaður og Byggðastofnun,“ segir Dýri Jóns- son, hótelstjóri Öldunnar, á Seyð- isfirði. „Meginhugmynd húsahótelsins er sú að móttökuhúsið og gistihúsið eru aðskilin. Hjarta starfseminnar, móttökuhúsið, er að Norðurgötu 2 í gömlu verslunarhúsnæði sem byggt var árið 1920 en gistihúsið með níu herbergjum er í gamla Landsbankahúsinu sem var byggt árið1898 og þá sem hótel. Alltaf hefur staðið til að bæta fleiri hús- um inn í hugmyndina og auka þar með gistirýmið. Við lok 19. aldar stóð Seyðisfjörð- ur í blóma vegna umsvifa norskra síldveiðimanna. Mörg ríkmannleg norsk timburhús höfðu verið flutt inn og reist í kaupstaðnum. Eitt þeirra var Hótel Seydisfjord, sem var byggt sem hótel og talið eitt hið besta á öllu landinu. Þar er nú aftur hægt að búa um sig í góð- um og fallegum herbergjum. Mót- taka gesta, veitingastaður, bar og minjagripaverslun er aftur á móti til húsa í glæsilegu gömlu verslun- arhúsi sem stendur örskammt frá í miðbæ kaupstaðarins. Húsnæðið hefur enn að geyma upprunalegar innréttingar frá 1920 og við reyndum að halda í þær við endur- gerð hússins.“ „Auglýst var eftir rekstrarstjóra þegar uppbyggingin fór af stað og ég sótti um starfið eftir að hafa stundað nám í Danmörku í við- skiptafræði og nýsköpun. Sigurjón Sighvatsson var einn þeirra sem stóð að þessari hugmynd og hrinti henni í framkvæmd, enda óhemju áhugasamur um þessi mál. Þess má geta að Sigurjón fjárfesti fyrir nokkrum dögum í öðru húsi, gamla hótel Snæfelli, þar verða níu herbergi til viðbótar. Það má því segja að hlutirnir gangi hratt fyrir sig hérna á Seyðisfirði. Veit- ingastaður hótel Öldunnar var orð- inn svo þekktur að skortur á gisti- rými var farinn að há okkur.“ Dýri Jónsson vill hvergi annars staðar búa en á Seyðisfirði. „Hér er yndislegt að vera, ég á tvo stráka og hvergi betra að ala þá upp en hér. Ég bjó áður í Reykjavík og seinna í Kaupmannahöfn og leið vel á báðum stöðum, en hér er best að vera.“ Ferðir út í Skálanes njóta vinsælda Hlynur Oddsson, heimamaður á Seyðisfirði, hóf kajakaleigu fyrir þremur árum sem nýt- ur töluverðra vinsælda. Stystu ferðir taka aðeins nokkra klukkutíma en þær lengri allt að því tvo daga. „Hingað kemur mikið af ferðafólki, bæði með Norrönu og með bílum og ég, sem mikill kajakáhugamað- ur, taldi forsendur fyrir kajakleigu hérna. Ég byrjaði með þrjá báta fyrir fimm árum en nú eru þeir orðnir átta talsins,“ segir Hlynur Oddsson, framkvæmdastjóri Kajakleigunnar á Seyðisfirði. „Menn þurfa ekki að hafa neina reynslu þegar þeir prófa kajakana hjá mér, þeir geta fengið kennslu í grunnatriðunum hérna. Ég útvega allt sem til þarf, björgunarvesti, blautbuxur, tjöld og hvaðeina sem þarf í siglinguna. Þeir sem eru vanari taka oft tveggja daga ferðir út í næstu firði þar sem fylgir með gisting í tjaldi. Það finnst mörgum gaman að skreppa út í Skálanes, en það er ysta bújörðin í Seyðis- firði. Skálanes er nú eingöngu rek- ið sem sumarstaður, frá maí og fram í september, um sautján kíló- metra utan við Seyðisfjarðarkaup- stað. Þar er mikið fuglalíf sem gaman er að skoða.“ Hlynur Oddsson rekur kajakaleigu á Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ÍSAK Gistirými fyrir gesti á Hótel Öldunni á Seyðisfirði er í gamla Landsbankahúsinu sem upphaflega var byggt sem hótel. Dýri Jónsson, hótelstjóri á Hótel Öldunni á Seyðisfirði blandar kaffi í forláta kaffivél í móttökuhúsi hótelsins. Víkurnar sem ganga inn í golfvöllinn á Höfn í Hornafirði gera hann einstakan í sinni röð. Útsýnið þaðan er líka óviðjafnanlegt yfir fjörðinn, fjöllin og jöklana. Silfurnesvöllur á Höfn er níu holu golfvöllur. Nú er unnið að stækkun hans og áformað er að taka viðbót- ina í notkun næsta vor en í sumar verður hann með óbreyttu sniði. Kylfingar sem taka hring þar kynnast áhugaverðum brautum þar sem meðal annars þarf að slá kúlurnar yfir víkur og voga enda er völlurinn eitt af því sem ferðamenn heillast af á Höfn, að sögn for- manns golfklúbbsins á staðnum, Guðnýjar Helgadótt- ur. „Völlurinn er ein af perlunum okkar og enn betri verður hann í framtíðinni,“ segir hún stolt. Ein af perlum HORNAFJARÐAR Silfurnesvöllur er vel staðsettur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.