Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 22
Vinur minn einn bjó á Filippseyj- um um hríð og hafði þjóna á hverjum fingri eins og tíðkast enn þar austur frá: bílstjóra, garðyrkjumann, húsvörð, kokk o.s.frv. Þau sátu þá að völdum í landinu Ferdinand Marcos og eiginkona hans, Ímelda. Hann var forseti landsins og hafði öll ráð í hendi sér, og hún var fyrr- verandi fegurðardís, hafði verið kjörin Ungfrú Maníla (með svindli). Spillingin var æðisgeng- in: allir vissu það. Ekki þar fyrir að þau hjónin gengju endilega beint í ríkiskassann eins og hann væri þeirra einkaeign, þau not- uðu aðrar aðferðir. Þau tóku toll af erlendu hjálparfé, þágu mútur úr ýmsum áttum og sölsuðu und- ir sig eigur almennings, þar á meðal ríkisfyrirtæki. Þau lifðu hátt, mjög hátt, og þjóðin svaf. Ferdinand Marcos og frú stálu 5- 10 milljörðum Bandaríkjadollara af Filippseyingum, eftir því sem næst verður komizt. Til viðmið- unar er Móbútú forseti Saír, nú Kongó, talinn hafa stolið 5 millj- örðum dollara og Súhartó Indónesíuforseti 15-35 milljörð- um dollara: hann á heimsmetið. Heimildin er Transparency International í Berlín, en sú stofnun fylgist með spillingu víðs vegar um heiminn og birtir tölur um hana. Landsframleiðslan í ár hér heima nemur tæpum 15 milljörðum dollara til saman- burðar. Tilraunir vinar míns til að vekja andúð þjónustufólksins á heimilinu á auðgun forsetahjón- anna á Filippseyjum báru ekki árangur. Skömmu eftir að Marcos hrökklaðist frá völdum í kjölfar kosningasvika 1986 eftir rösklega 20 ára valdasetu og þau hjónin bæði, var forsetahöllin eins og þau skildu við hana opnuð almenningi. Þar gat m.a. að líta skóskápa frúarinnar: þar voru 3000 pör af skóm. Vini mínum fannst, að þetta þyrfti þjónustu- fólkið á heimili hans að fá að sjá, ef það mætti verða til þess að opna augu þeirra. Hann bauð þeim öllum í höllina og leiddi þau sal úr sal. Það er skemmst frá því að segja, að tilraunin fór út um þúfur: þjónustufólkinu fannst það ekki gott, að svo útsjónarsöm hjón hefðu verið flæmd frá völd- um. Það getur ekki hver sem er eignazt 3000 pör af skóm, sagði þvottakonan. Var réttlætiskennd þvottakonunnar ábótavant? Ekki endilega. Hún hafði um ýmislegt annað að hugsa á eigin vettvangi og hafði því e.t.v. ekki mikinn tíma til að gaumgæfa fjármál forsetans. Ekki er heldur hægt að skella skuldinni á veika stjórnar- andstöðu, þar eð Marcos hafði tekið sér einræðisvald og fang- elsað ýmsa andstæðinga sína og trúlega látið myrða helzta leið- toga stjórnarandstöðunnar, þegar hann steig á land 1983 eftir langa útlegð. Við rannsókn morðmáls- ins bárust böndin að mönnum forsetans, en vasadómarar hans sýknuðu handbendin. Og ekki var mikið hald í fjölmiðlunum, því að þeir þögðu um fjármál forseta- hjónanna og margt fleira. Af þessu öllu leiddi, að þvotta- kona vinar míns og þjóðin öll höfðu ekki fengið nógu góð skil- yrði til að velta auðgun forseta- hjónanna fyrir sér og mynda sér skýra skoðun á málinu. Samt svaf þjóðin ekki fastar en svo, að hún hrakti Ferdinand og Ímeldu í út- legð, þegar forsetinn þóttist hafa borið sigurorð af ekkju hins myrta stjórnarandstöðuleiðtoga í forsetakosningunum 1986. Þá reis fólkið upp, nú var komið nóg, ekkjan varð forseti, og Ferdin- and og Ímelda flúðu til Havaíeyja og settust að þar. Ferdinand þurfti að eyða þeim árum, sem hann átti ólifuð (hann dó 1989), í að verjast tilraunum nýrrar rík- isstjórnar Filippseyja til að ná aftur að lögum þeim auði, sem þau hjónin höfðu safnað í stjórn- artíð hans. Bandaríkjastjórn kærði þau fyrir fjárdrátt, og þau fengu dóm bæði tvö. Ímelda var þó sýknuð í Bandaríkjunum eftir hans dag, en hún var síðan dæmd fyrir spillingu í heimalandi sínu. Hún er enn á lífi og stendur í ströngu. Réttarvandinn er oft mikill í málum sem þessum. Þegar ein- ræðisstjórnir verða uppvísar að gripdeildum, geta þær borið fyr- ir sig friðhelgi eignarréttarins, þegar þýfið er komið í höfn. Vandinn getur þá snúizt upp í að sýna fram á ólögmæti stjórnar- innar, sem setti lögin, sem leyfðu gripdeildirnar, eins og reynt var í Sovétríkjunum sálugu. Í Rúss- landi og öðrum lýðræðisríkjum nú er málið enn snúnara, því að þar verður lögmæti stjórnarinn- ar, sem hlóð undir einkavini sína án þess að brjóta lög, ekki dregið í efa. Þá ríður á því, að lög um t.d. einkavæðingu séu vandlega smíðuð með neyðarútgangi og ör- yggisventlum – og þjóðin vaki. Alþingi hefði þurft að byrgja brunninn, áður en bankarnir voru seldir. ■ N okkrir svartir sauðir í röðum lækna hafa oft á undanförn-um árum komið óorði á læknastéttina vegna útgáfu lyf-seðla til fíkniefnaneytenda og misindisfólks. Þegar upp hefur komist tekur umræðan í þjóðfélaginu kipp, rætt er um það hvernig megi koma í veg fyrir þetta, en sagan endurtekur sig. Oft hefur það verið svo að mörg nöfn lækna hafa verið nefnd til sög- unnar varðandi læknadópið og orðrómurinn hefur dæmt saklausa lækna hart. Þeir hafa orðið fórnarlömb hinna svörtu sauða í stétt- inni. Nú hefur verið settur upp lyfjagagnagrunnur og hefur hann að hluta verið tekinn í notkun. Með tilkomu hans á að vera hægt að fylgjast með lyfseðlaútgáfu einstakra lækna og koma í veg fyrir misferli í þessum efnum. Í Fréttablaðinu í gær greinir landlæknir frá því að nokkrir læknar hafi verið átaldir vegna ávísunar á morfín. Það er ótrúlegt að læknar með langt og mikið nám að baki skuli verða uppvísir að því að láta undan eiturlyfjasjúklingum og ávísa á stórhættuleg lyf. Talað er um að nú sé morfínfaraldur hér og að hann hafi haf- ist fyrir um sex árum. Upp undir tíu af hundraði þeirra sem koma á Vog eru ofurseldir lyfjum sem læknar vísa á. Þar er um að ræða örvandi og róandi ávanalyf, sterk verkjalyf, ópíumefni eða mor- fínefni. Ópíumfíklunum fjölgar því stöðugt og hópur þeirra hefur aldrei verið stærri. Margt af þessu fólki leitar sér aðstoðar á Vogi og öðrum sjúkrastofnunum, en það þarf að koma í veg fyrir að þessi hópur stækki og stækki og lækna þá sem þegar hafa ánetj- ast þessu eitri. En hver er skýring landlæknis á því að læknar gefa út lyfseðla á þessi lyf: „Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers kon- ar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíkl- arnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum,“ sagði landlæknir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Lyfjagrunnurinn ætti að verða það tæki sem yfirvöld eiga að geta notað til að koma í veg fyrir að læknar gefi út lyfseðla til fíkla. Grunnurinn ætti ekki síður að gagnast til að hreinsa sak- lausa lækna af því að hafa ekki gætt sín sem skyldi við útgáfu lyf- seðla. Morfín og önnur slík kvalastillandi lyf eru nauðsynleg mörgum sem þjást af erfiðum sjúkdómum, ekki síst krabbameini, og því er af og frá að tala um að taka þessi lyf af markaði og koma þannig í veg fyrir misnotkun. Það verða líklega alltaf til læknar sem eiga það til að falla í þá freistingu að gefa út lyfseðla til fíkni- efnaneytenda, en með öflugu eftirliti yfirvalda og viðeigandi ráð- stöfunum er hægt að koma í veg fyrir eða minnka verulega hætt- una á slíkri misnotkun. ■ 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Landlæknir hefur átalið nokkra lækna vegna ávísunar á morfín. Læknadóp FRÁ DEGI TIL DAGS Tala› er um a› nú sé morfínfaraldur hér og a› hann hafi hafist fyrir um sex árum. Upp undir tíu af hundra›i fleirra sem koma á Vog eru ofurseldir lyfjum sem læknar vísa á. fiar er um a› ræ›a örvandi og róandi ávanalyf, sterk verkjalyf, ópíumefni e›a morfínefni. Í DAG SVEFNÞUNGAR ÞJÓÐIR ÞORVALDUR GYLFASON fiá rí›ur á flví, a› lög um t.d. einkavæ›ingu séu vandlega smí›u› me› ney›arútgangi og öryggisventlum – og fljó›in vaki. Alflingi hef›i flurft a› byrgja brunninn, á›ur en bankarnir voru seldir Sumarsæla á Hótel Örk 7.450,- krónur* - Þriggja rétta kvöldverður hússins - Gisting í tvíbýli - Morgunverður af hlaðborði - Frítt golf á tveimur völlum - Sundlaug, jarðgufubað, heitir pottar *Sælulykill 14.900,- krónur. Gildir fyrir 2. Hveragerði Sími 483 4700, fax 483 4775 info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is Paradís rétt handan hæðar! Komdu maka þínum á óvart í sumar og bjóddu honum í sumarsælu á Hótel Örk. Njó tið su ma rsi ns Og fljó›in svaf Frjálslyndir með borgarstjóraefni Í allri umræðunni um borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík má ekki gleyma F-lista Frjálslyndra og óháðra. Ólafur F. Magnússon gekk í raðir Frjáls- lynda flokksins í vor og mun því F-list- inn að öllum líkindum bjóða fram und- ir merkjum Frjálslynda flokksins. Mar- grét Sverrisdóttir skip- ar að öllu óbreyttu annað sæti listans og mun flokkur- inn vera sá eini sem þegar hefur valið borgarstjóra- efni flokksins sem mun án efa blanda sér verulega í um- ræðuna. R-listi fundar Viðræðunefnd R-listaflokkanna fundar enn í dag. Ekki verður séð að sam- komulag milli flokkanna sé í nánd en á fundum er rætt til skiptis um menn og málefni. Ekki liggur heldur formlega fyrir að Vinstri grænir ætli sér að taka þátt í R-listasam- starfinu. Sjálfstæðis- menn í borginni hafa því tekið nokkra for- ystu með því að til- kynna um prófkjör og vera með kynningu á skipulagsáherslum flokksins áður en sumarleyfin hefjast og fólk fer í frí. Orsök og afleiðing Allir kenna öllum um lítið fylgi Fram- sóknarflokksins. Flokkurinn mælist nú í sögulegu lágmarki og er á brattann að sækja fyrir flokkinn sem leiðir ríkisstjórnarsamstarfið. Í RÚVAK fann Dagný Jónsdóttir alþingismaður það út að einn þingmaður flokksins hafi hag- að sér svo furðulega að ekki sé hægt annað en að kenna honum um fylg- ishrun flokksins. Enginn innan hinna flokkanna hefur lýst yfir opin- berlega hverjum sé að þakka þeirra góða gengi en slíkt mun ekki tíðkast meðal stjórnmálamanna nema í þrengri hópum og almennt er farið mjög varlega með slíkar yfirlýsingar nema í aðdraganda kosninga. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA hjalmar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.