Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 27
Saddam í tísku FYRRVERANDI EINRÆÐISHERRA HRINDIR TÍSKUBYLGJU AF STAÐ. Aðaltískan í Bagdad í Írak þessa dagana er ekki skærlitaðar mussur eða perlufestar heldur lyklakippur. Og engar venjulegar lyklakippur heldur kippur með myndum af sjálfum Saddam Hussein. Nú er bara spurning hvort eigi ekki að framleiða fleiri tískuhluti eða -fatnað með Saddam í aðalhlutverki sem yrðu seldir á meðan réttarhöldin standa yfir – rétt eins og er gert á fótboltaleikjum. Ríkisstjórnin í Írak tilkynnti í síðustu viku að hún ætlaði aðeins að setja fram tólf ákær- ur á hendur þessa fyrrum einræðisherra þó rúmlega fimm hundruð ákæruliðir hafi verið í frumgögnum málsins. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 9 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 9. júní, 160. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.05 13.27 23.51 AKUREYRI 2.03 13.12 00.24 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Náttbuxur sem ekki er hægt að sofa í Fatahönnuðurinn Karl Lager- feld ætlar að setja nýja fatalínu á markað sem er mun ódýrari en það sem hann er með til sölu fyrir. Línan mun bera nafn hönnuðarins og verður eingöngu seld í Bandaríkjunum en sagan segir að línan verði fimmtíu prósent ódýrari en önnur föt Lager- feld. Karl Lagerfeld lætur þetta ekki duga og hannar líka fatalínur fyrir Chanel og Fendi. Eins og margir muna hannaði Lagerfeld ódýra línu fyrir H&M þannig að hann hefur reynsluna af ódýrri fram- leiðslu. Söngkonan Victoria Beckham hefur gert það gott hjá tísku- merkinu Rock and Republic en hún hannar VB gallabuxur fyrir fyrir- tækið. Gallabuxurnar hafa slegið í gegn beggja vegna Atl- antshafsins en nú ætlar Victoria að færa út kvíarn- ar. Hana langar að hanna barnafatalínu og galla- buxnalínu fyrir karl- menn. Líkur eru á að Victoria fái ósk sína uppfyllta hjá Rock and Republic þar sem VB gallabuxurnar eru vinsælasta varan hjá merkinu. Kínverjar virðast verða æ æstari í að fylgja nýjustu tískunni í heiminum. Fyrir fjörutíu árum þóttu snyrti- vörur ekki sæmandi í Kína en nú er landið áttundi stærsti snyrtivöruneytandi í heiminum. Heildarvirði feg- urðar- og snyrtivörumarkaðsins í Kína er um það bil 5,5 millj- arðar dollara og sækja snyrti- vörurisarnir í heiminum meira og meira til landsins til að fjár- festa. Síðustu fimm ár hefur neysla á snyrtivörum aukist um tuttugu til 25 prósent á hverju ári, sem má rekja til fleira ungs fólks sem eyðir bróðurparti launa sinna í snyrtivörur. Matta var illa við að láta mynda sig í náttbuxunum en lét undan að lokum enda náttbuxurnar ekkert til að skammast sín fyrir. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Börn hlæja oftar en fullorðnir því þau eiga engin börn til að hafa áhyggjur af! Listakona skreytir silki og skó bls. 6 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI LIGGUR Í LOFTINU í tísku tiska@frettabladid.is Matthías Már Magnússon, eða Matti eins og flestir þekkja hann, dagskrár- stjóri útvarpsstöðvarinnar XFM, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. „Það sem er mér algjörlega lífsnauðsynlegt í fataskápnum mínum eru Joe Boxer nátt- buxurnar mínar. Ég skelli mér alltaf í þær þegar ég kem heim úr vinnunni,“ segir Matti en viðurkennir að hann sofi þó aldrei í náttbuxunum. „Ég sef aldrei í þeim því það er svo óþægilegt. Maður á ekki að sofa í buxum. Þetta eru heimabuxurnar mínar.“ „Konan gaf mér buxurnar fyrir um tveimur árum og þær eru bara voðalega venjulegar með ljótu mynstri. Ekkert sem ég geng í annars staðar heldur eingöngu heima þegar ég er að slappa af,“ segir Matti. Matti segist alls ekki pæla of mikið í tískunni en þó kaupi hann sér reglulega nokkuð af fötum. Smekkurinn sé einfaldur. „Ég er reyndar með mjög auðveldan fatasmekk – bara Levi’s-gallabuxur og bol- ur þannig að ég er ekki í neinum vandræð- um að finna mér föt. Það tekur mig heldur aldrei mjög langan tíma að kaupa mér föt. Það þykir mér mikill kostur,“ segir Matti, sem veit augljóslega hvernig er best að snúa sér í fatamálum. lilja@frettabladid.is M YN D /G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.