Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 25
Hátí› í Seltjarnarnesbæ Nú um helgina, dagana 10.-12. júní verður í annað sinn haldin menningarhátíð á Seltjarnarnesi. Dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðu bæjarins, www.sel- tjarnarnes.is, en auk þess hefur dagskráin verið víða auglýst og bæklingum dreift. Hátíðin í ár er að mestu heimatilbúin því að henni koma nær eingöngu Seltirningar og er það umtalsverður fjöldi. Lista- menn, félög, stofnanir og al- mennir íbúar bæjarins allt frá leikskólaaldri upp í eldri borgara leggja sitt af mörkum svo úr verður fjölbreytt og lífleg dag- skrá. Menningarnefnd Seltjarn- arness kann öllu þessu fólki bestu þakkir fyrir samstarfið sem hefur frá fyrstu stundu ein- kennst af jákvæðni, hugmynda- flugi og vilja til að gera menning- arhátíðina sem glæsilegasta. Þessi vinna hefur sannfært mig enn frekar um það, sem ég vissi reyndar áður, að á Seltjarn- arnesi býr kröftugt og frjótt fólk sem er virkilega annt um bæinn sinn. Enn og aftur sýnir það sig að íbúar hér á Nesinu vilja við- halda sérstöðu bæjarfélagsins og styrkja bæjarbraginn. Af dagskráratriðum má nefna alls kyns tónlist; kórsöng, tónlist- armaraþon Auðar Hafsteinsdótt- ur fiðluleikara og bæjarlista- manns 2005, útitónleika ung- lingahljómsveita, jazztríós Sunnu Gunnlaugs og sálartónlist- ar Ingva Þórs Kormákssonar og JJ soul band. Þá verður leiklist- inni gert hátt undir höfði með sýningu Leiklistarfélagsins, upp- lestri Margrétar Helgu Jóhanns- dóttur leikkonu og götuleikhúsi. Myndlistin skipar stóran sess í dagskrá hátíðarinnar en 13 myndlistarmenn ætla að opna vinnustofur sínar fyrir gestum hátíðarinnar, opnuð verður sýn- ing á myndlist leikskólabarna og handgerðum brúðum Rúnu Gísladóttur. Eldri borgurum stendur til boða námskeið í vatnslitamálun og einnig kemur út listaverkabókin Myndlykill sem hefur að geyma umfjöllun og myndir af völdum listaverk- um í eigu bæjarins. Ritstjóri er Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur. Síðast en ekki síst verður á hátíð- inni vígt nýtt útilistaverk eftir Ólöfu Nordal sem hlotið hefur nafnið Kvika. Verkið sem er á mörkum sjávar og lands við Kisuklappir á Norðurströnd er um margt óvenjulegt en það vís- ar m.a. til laugarhefðar okkar Ís- lendinga að fornu og nýju. Á menningarhátíðinni verður líka boðið upp á ballett, samkvæmis- dans og eldri borgarar munu sýna danslistir. Um leið og ég óska Seltirning- um gleðilegrar menningarhátíð- ar vil ég bjóða þig, lesandi góður innilega velkominn í menningar- heimsókn á Seltjarnarnesið og minni um leið aftur á heimasíð- una www.seltjarnarnes.is þar sem finna má nákvæma tíma- og staðsetningu allra viðburða. Höfundur er formaður menn- ingarnefndar Seltjarnarness. 25FIMMTUDAGUR 9. júní 2005 Andri Snær Magnason rithöfundur kynnir til sögunnar gagnlegt hugtak í grein í Frétta- blaðinu 27. apríl sl., nefnilega Kárahnjúkavandann. Vandi þessi magnast nú eins og eldur í sinu. Það er ekki bara fórn náttúruperla á altari mengandi stóriðju, heldur ekki síður efnahagsvandi. Gríðarlegar erlendar fjárfestingar og lán- tökur setja hagkerfið úr skorð- um. Gengið er allt of hátt, erlendar skuldir hrannast upp og flest útflutnings- og ferða- þjónustufyrirtæki að draga saman, flytja starfsemina úr landi eða hreinlega að fara á hausinn. Vinstri grænir og ýmsir hagfræðingar vöruðu við þessu fyrir síðustu kosningar en ríkisstjórnin lifði kosningarnar af og hingað erum við komin. Hin handaflsstýrða stóriðju- stefna ríkisstjórnarinnar er kjarni vandans og vega Kára- hnjúkavirkjun og Fjarðarál þar þyngst með tilheyrandi inn- streymi erlends fjármagns. Einkavinavæddu bankarnir ausa svo olíu á eldinn með útlána- stefnu sinni. Vegna Kárahnjúka- vandans tapast fleiri störf fyrir Íslendinga en skapast á Mið- Austurlandi. Hágengi krónun- nar bitnar meðal annars á fisk- vinnsu og hátæknigreinum sem selja afurðir sínar til útlanda. Varnarviðbrögin eru að flytja starfsemi úr landi, hætta við að fjölga störfum hér heima og hreinlega segja upp fólki. Það er uggur í ferðaþjónustufólki enda samdráttur í bókunum. Kannski ekki skrítið því verðið sem erlendir ferðamenn þurfa að greiða fyrir Íslandsferð hækkar umtalsvert. Kárahnjúkavandinn er þungt strandhögg í íslenska náttúru og íslenskt þjóðlíf. Það tapast fleiri störf fyrir Íslendinga en mynd- ast. Það verða til tímabundin og einhæf störf fjarri heimilum fólks. Störfin sem tapast eru nær heimilum okkar, fjöl- breyttari og hefðu varað lengur og skilað almenningi meiri hagnaði og hamingju. Ríkis- stjórnin stefnir í ranga átt. Það er vandinn – Kárahnjúka- vandinn. Höfundur er líffræðingur, kennari og félagi í Vinstri grænum. SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR UMRÆÐAN MENNINGARHÁTÍÐ Á SELTJARNARNESI Kárahnjúkavandinn er flungt strandhögg í íslenska náttúru og íslenskt fljó›líf. fia› tapast fleiri störf fyrir Íslendinga en myndast. ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON UMRÆÐAN NEIKVÆÐIR FYLGIFISKAR KÁRAHNJÚKA Kárahnjúka- vandinn vex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.