Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 61

Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 61
29FIMMTUDAGUR 19. maí 2005 Gildir á meðan birgðir endast. NÝJAR LYFJAPRÓFANIR Íslensk erfða- greining hefur hafið prófanir á astmalyfi. Fyrir eru í prófunum lyf við æðakölkun og hjartaáfalli. Íslensk erfðagreining: Prófar n‡tt astmalyf Eftir nokkurt hlé streyma fréttir frá deCode. Í gær tilkynnti félag- ið um að hafnar væru lyfjaprófan- ir á nýju astmalyfi og að fyrsti sjúklingurinn hefði þegar hafið töku lyfsins. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem rannsóknir Íslenskr- ar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsök- um astma. Lyfið var upprunalega þróað af öðru fyrirtæki við öðrum sjúkdómi. Um 160 íslenskir astmasjúk- lingar með áhættuarfgerð taka þátt í lyfjaprófununum og er markmið rannsóknarinnar að kanna hvort lyfið sé öruggt og sjúklingar þoli það vel. Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segir í tilkynningu fyrir- tækið vera farið að sjá ávöxt erfðarannsókna í þróun á nýjum lyfjum gegn alvarlegustu heil- brigðisvandamálum samtímans. „Á innan við einu ári höfum við hafið klínískar lyfjaprófanir í þremur mikilvægum sjúkdómum: hjartaáfalli, æðakölkun og nú astma,“ segir Kári. - hh Kögun fékk ekki gögnin Gunnlaugur Sigmundsson, for- stjóri Kögunar, undrast að félagið hafi ekki fengið gögn vegna einkavæðingar Símans. Hann segir einkavæðingar- nefnd hafa hafnað ósk um gögn á þeim for- sendum að dótt- urfélag Kögun- ar sé í sam- keppni við Sím- ann en Skýrr, sem Kögun á, býður upp á gagnaflutningsþjónustu en hefur mjög litla markaðshluldeild. Tekið var fram í skilyrðum um söluna að fyrirtæki sem væri í samkeppni við Símann fengi ekki að bjóða í hlut ríkisins ef velta samkeppnisrekstrarins væri meira en hundrað milljónir á ári. Gunnlaugur segir erfitt að úr- skurða um það í fjarskiptamálum hvaða fyrirtæki séu í samkeppni við önnur. Til dæmis geti erlend fyrirtæki staðið fyrir netsíma- þjónustu sem Íslendingar nýti sér en ekki sé víst að það yrði til þess að útiloka þau frá þátttöku. - þk Novator b‡›ur í finnskt símafélag Aflaver›mæti minnkar Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Þetta er aukn- ing um 37,8 prósent. Aflaverð- mætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði, sé miðað við aflaverðmætið í apríl í fyrra. Þetta skýrist af mun meiri kolmunnaafla til bræðslu og minni þorskafla í apríl í ár saman- borið við í fyrra. Verðmæti fisk- aflans það sem af er ári hefur þó aukist um 2,5 prósent sé miðað við árið 2004. Fiskveiðiárið á Íslandi hefst fyrsta september ár hvert. - jsk GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON Björgólfur brýtur sér leið inn á finnska síma- markaðinn. Dótturfélag Novator Inter- national, sem er að meirihluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, hefur gert yfirtökutilboð í finnska símafélagið Saunalahti, sem er skráð í finnsku kauphöll- inni. Novator býður 1,9 evrur í hvern hlut i Saunalahti, sem er 15 prósent yfirverð miðað við loka- verð á þriðjudaginn. Hækkaði gengi félagsins upp í 1,94 evrur. Novator á nú um 27 prósenta hlut í félaginu eftir að hafa fest kaup á 22,6 prósentum í gær. Novator álítur að Saunalahti búi yfir mikilli þekkingu á sviði tækni- og markaðsmála á farsímamark- aði. Viðskiptavinir félagsins eru um 500.000 talsins og hefur það náð sterkri samkeppnisstöðu á einum kraftmesta símamarkaði heimsins. Gangi kaupin upp ætlar Novator að færa starfsemi Saunalahti út fyrir Finnland. Fjárhagslegur styrkur finnska félagsins eykst talsvert við kaupin. Velta Saunalahti var um þrettán milljarðar á síðasta ári og voru starfsmenn 260 að tölu. Novator er kjölfestufjárfestir í nokkrum evrópskum símafélög- um. Þar má nefna BTC í Búlgaríu, CRa í Tékklandi og Netia Mobile í Póllandi. - eþa BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Novator ætlar sér að yfirtaka Saunalahti sem er finnskt símafélag. Saunalahti stendur framarlega í farsímatækni og er með sterka mark- aðsstöðu í Finnlandi. 28-61 (28-29) Viðskipti 18.5.2005 16.50 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.