Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 61
29FIMMTUDAGUR 19. maí 2005 Gildir á meðan birgðir endast. NÝJAR LYFJAPRÓFANIR Íslensk erfða- greining hefur hafið prófanir á astmalyfi. Fyrir eru í prófunum lyf við æðakölkun og hjartaáfalli. Íslensk erfðagreining: Prófar n‡tt astmalyf Eftir nokkurt hlé streyma fréttir frá deCode. Í gær tilkynnti félag- ið um að hafnar væru lyfjaprófan- ir á nýju astmalyfi og að fyrsti sjúklingurinn hefði þegar hafið töku lyfsins. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem rannsóknir Íslenskr- ar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsök- um astma. Lyfið var upprunalega þróað af öðru fyrirtæki við öðrum sjúkdómi. Um 160 íslenskir astmasjúk- lingar með áhættuarfgerð taka þátt í lyfjaprófununum og er markmið rannsóknarinnar að kanna hvort lyfið sé öruggt og sjúklingar þoli það vel. Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segir í tilkynningu fyrir- tækið vera farið að sjá ávöxt erfðarannsókna í þróun á nýjum lyfjum gegn alvarlegustu heil- brigðisvandamálum samtímans. „Á innan við einu ári höfum við hafið klínískar lyfjaprófanir í þremur mikilvægum sjúkdómum: hjartaáfalli, æðakölkun og nú astma,“ segir Kári. - hh Kögun fékk ekki gögnin Gunnlaugur Sigmundsson, for- stjóri Kögunar, undrast að félagið hafi ekki fengið gögn vegna einkavæðingar Símans. Hann segir einkavæðingar- nefnd hafa hafnað ósk um gögn á þeim for- sendum að dótt- urfélag Kögun- ar sé í sam- keppni við Sím- ann en Skýrr, sem Kögun á, býður upp á gagnaflutningsþjónustu en hefur mjög litla markaðshluldeild. Tekið var fram í skilyrðum um söluna að fyrirtæki sem væri í samkeppni við Símann fengi ekki að bjóða í hlut ríkisins ef velta samkeppnisrekstrarins væri meira en hundrað milljónir á ári. Gunnlaugur segir erfitt að úr- skurða um það í fjarskiptamálum hvaða fyrirtæki séu í samkeppni við önnur. Til dæmis geti erlend fyrirtæki staðið fyrir netsíma- þjónustu sem Íslendingar nýti sér en ekki sé víst að það yrði til þess að útiloka þau frá þátttöku. - þk Novator b‡›ur í finnskt símafélag Aflaver›mæti minnkar Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Þetta er aukn- ing um 37,8 prósent. Aflaverð- mætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði, sé miðað við aflaverðmætið í apríl í fyrra. Þetta skýrist af mun meiri kolmunnaafla til bræðslu og minni þorskafla í apríl í ár saman- borið við í fyrra. Verðmæti fisk- aflans það sem af er ári hefur þó aukist um 2,5 prósent sé miðað við árið 2004. Fiskveiðiárið á Íslandi hefst fyrsta september ár hvert. - jsk GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON Björgólfur brýtur sér leið inn á finnska síma- markaðinn. Dótturfélag Novator Inter- national, sem er að meirihluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, hefur gert yfirtökutilboð í finnska símafélagið Saunalahti, sem er skráð í finnsku kauphöll- inni. Novator býður 1,9 evrur í hvern hlut i Saunalahti, sem er 15 prósent yfirverð miðað við loka- verð á þriðjudaginn. Hækkaði gengi félagsins upp í 1,94 evrur. Novator á nú um 27 prósenta hlut í félaginu eftir að hafa fest kaup á 22,6 prósentum í gær. Novator álítur að Saunalahti búi yfir mikilli þekkingu á sviði tækni- og markaðsmála á farsímamark- aði. Viðskiptavinir félagsins eru um 500.000 talsins og hefur það náð sterkri samkeppnisstöðu á einum kraftmesta símamarkaði heimsins. Gangi kaupin upp ætlar Novator að færa starfsemi Saunalahti út fyrir Finnland. Fjárhagslegur styrkur finnska félagsins eykst talsvert við kaupin. Velta Saunalahti var um þrettán milljarðar á síðasta ári og voru starfsmenn 260 að tölu. Novator er kjölfestufjárfestir í nokkrum evrópskum símafélög- um. Þar má nefna BTC í Búlgaríu, CRa í Tékklandi og Netia Mobile í Póllandi. - eþa BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Novator ætlar sér að yfirtaka Saunalahti sem er finnskt símafélag. Saunalahti stendur framarlega í farsímatækni og er með sterka mark- aðsstöðu í Finnlandi. 28-61 (28-29) Viðskipti 18.5.2005 16.50 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.