Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 21
Nám sem nýtist þér!
Skrifstofubraut I
Er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskip-
tagreinar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Kennslutími: 8:20 12:55. Kennsla hefst 24. ágúst
Skrifstofubraut I
Fjarnám
Nú gefst fólki utan höfuðborgarsvæðisins í fyrsta sinn tækifæri til fjarnáms
á skrifstofubraut I - sjá frekari upplýsingar á mk.is
Framhaldsnám - Skrifstofubraut II
Nú stendur einnig yfir innritun í tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut
Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og
samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun.
Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í
Kópavogi ganga fyrir um skólavist.
Kennslutími: 8:20 12:55. Kennsla hefst 24. ágúst.
Upplýsingar veitir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina
í síma 594 4000 milli kl. 9:00 og 12:00. Netfang. ik@mk.is
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
MIÐVIKUDAGUR 25. maí 2005
Gerum eitthvað
skemmtilegt saman
Námskeið í kvikmyndaleik verður haldið á Ísafirði í sumar á vegum
Vest-Norræna æskulýðssamstarfsins.
Hilmar Oddsson hefur með höndum kennslu í kvikmyndadeild Leiklistarháskólans og er
því þrautþjálfaður.
Báru saman daglegt líf
Konur frá ýmsum Evrópulöndum héldu ráðstefnu hérlendis á dögunum
sem var liður í verkefni um að auka sjálfstraust kvenna. Nemendur úr
enskuskóla Erlu Ara tóku þátt.
„Þetta er námskeið fyrir ungt fólk
frá Íslandi, Grænlandi og Færeyj-
um og ég ætla að kenna því grunn-
undirstöðu þess að standa fyrir
framan kvikmyndavélar og túlka
tilfinningar og gjörðir,“ segir Hilm-
ar. „Við gerum eitthvað skemmti-
legt saman og útkoman verður
mynd sem krakkarnir horfa á og
eiga að læra af. Það er bara hálft
gagn af því að leika ef maður sér
aldrei hvað maður gerir.“
Námskeiðið er liður í þriggja ára
leiklistarverkefni sem Vest-Nor-
ræna æskulýðssamstarfið stendur
að. Ungmennafélag Íslands er full-
trúi landsins. Samstarfið hófst í
fyrra er ungmenni frá Íslandi,
Grænlandi og Færeyjum lærðu að
leika trúða í Qaqortoq á Grænlandi.
Þriðja námskeiðið verður haldið að
ári í Færeyjum. ■
Þátttakendur komu frá Tyrklandi,
Þýskalandi, Portúgal, Spáni, Finn-
landi og Danmörku.
Konurnar hafa síðasta
ár hlotið kennslu í
tölvunotkun og þjálfun
í kynningum. Íslensku
konurnar tóku virkan
þátt í að undirbúa ráð-
stefnuna og taka á móti
konunum. Meðal ann-
ars buðu þær þeim í
hefðbundinn íslenskan
hádegismat á einu
heimili og hnallþórur á
öðru og fóru með þær í
heimsókn á vinnustaði
sína.
Á heimleið úr dagsferð að Gullfossi
og Geysi var komið við hjá húsmóð-
ur á Laugarvatni sem fór með hóp-
inn að hver að grafa upp rúgbrauð.
Á heimili hennar var
síðan boðið upp á rúg-
brauð með reyktum sil-
ungi, sem að sjálfsögðu
var veiddur og reyktur á
staðnum, og íslenskar
vöfflur með rabarbara-
sultu og rjóma.
Á ráðstefnunni kynntu
konurnar líf sitt og
heimaland og að sögn
Erlu Ara var sú kynning
mjög athyglisverð. Verk-
efnið var styrkt af
Grundvig, fullorðins-
fræðslu Sókratesar, sem
vinnur að því að efla Evrópuvitund í
símenntun með evrópsku samstarfi.
Gullfoss var meðal við-
komustaða ráðstefnugesta.