Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 63

Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 63
MIÐVIKUDAGUR 25. maí 2005 Ey›ilegging au›linda Í náttúrufræðahúsinu Öskju í Vatnsmýrinni stendur nú yfir ljósmyndasýningin Margbreyti- leiki lífsins og mannkynið. Þessi ljósmyndasýning er sett upp með ákveðið markmið í huga. Markmiðið er að stuðla að því að fólk verði sér meðvitað um eyði- leggingu auðlinda í heiminum. Á sýningunni má sjá ljósmynd- ir frá öllum heimshornum auk þess sem sýnd er kvikmynd. Sýn- ingin fjallar um allt það helsta sem tengist margbreytileika nátt- úrunnar, svo sem hagsmuni lífrík- isins og varðveislu þess, tengsl þess við samfélagið og ennfremur er fjallað um ýmsar auðlindir jarðarinnar, svo sem ferskt vatn og skóga. ■ Hjá Máli ogmenningu er komin út Íslands- sagan í máli og myndum í ritstjórn Árna Daníels Júlíus- sonar og Jóns Ólafs Ísberg. Bókin er ný og uppfærð útgáfa af Íslenskum Sögu- atlas sem kom út í þrem- ur bindum. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verkinu og allt efni endurskoðað með tilliti til nýrra rannsókna og viðhorfa fræðimanna. NÝJAR BÆKUR ■ ■ FUNDIR  15.00 Stofnun Sigurðar Nordals og Norræna húsið gangast í samvinnu við Bókaútgáfu Leifs Eríkssonar fyrir umræðufundi í Norræna húsinu um þýðingar og útgáfu á íslenskum forn- bókmenntum á skandínavískum málum. Aðalframsögumaður verður Lars Lönnroth. Aðrir framsögumenn verða Annette Lassen, Bergur Þor- geirsson og Viðar Hreinsson. ■ ■ FÉLAGSLÍF  17.00 Norræna félagið í Reykjavík heldur aðalfund í húsnæði félagsins á Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.