Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 1
S‡nir Íflrótta- álfinn í Evrópu ▲ FÓLK 54 DISNEY FELLUR FYRIR LATABÆ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Fréttablaðið er leiðandi Íslendingar 18-49 ára 11% 37% Lestur á leiðarasíðu *Meðallestur á leiðarasíðu Fréttablaðsins þriðjud., miðvikud., föstud., laugard. og sunnud. Lestur á leiðarasíðu Morgunblaðsins á fimmtud. Fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 * BJARTVIÐRI með norður- og austur- ströndinni, annars heldur skýjaðra og hætt við síðdegisskúrum. Hiti 6-14 stig, hlýjast sunnan til. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 28. maí 2005 - 142. tölublað – 5. árgangur Fékk gó›a reynslu á Strikinu HELGI VALUR ÁSGEIRSSON: ▲FÓLK 28 Flýgur með alla vini sína til Íslands Rokksveitin heims- fræga Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll 7. júní. Söngvarinn Bruce Dickinson á íslensk- an fisk í frystinum heima hjá sér. TÓNLIST 36 Málefnalegur hugsjónamaður Sögusagnir um að ekki hafi allt verið með felldu í kosningu í embætti varaformanns Sam- fylkingarinnar hafa varpað kastljósinu á Ágúst Ólaf Ágústs- son. Kunnugir segja hann einstaklega heiðarlegan og vandaðan. MAÐUR VIKUNNAR 20 Framarar á flugi Fram unnu sannfærandi sigur á Þrótti í Reykjavíkurslag í Landsbankadeild karla í gærkvöld. Var þetta annar sigur Fram í þremur leikjum. ÍÞRÓTTIR 40 Roadsterinn er óstjórnlega flottur HILDUR DÍS KRISTJÁNSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ▲ VEÐRIÐ Í DAG SPÁNN, ÍTALÍA OG FRAKKLAND BÆTAST Í HÓPINN DEMISE OF FAITH KEMUR ÚT Á MÁNUDAGINN Margir hafa komið við sögu lögreglunnar: 200 flúsund manns á málaskrá lögreglu LÖGREGLUMÁL Fjöldi íslenskra rík- isborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17- 80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldr- inum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Að sögn Jónmundar Kjartans- sonar, yfirlögregluþjóns hjá Rík- islögreglustjóra, gilda strangar reglur um aðgang að skránni en engu að síður hafa allir lögreglu- menn landsins aðgang að henni fimm ár aftur í tímann. Ýmis svæði hennar eru þó einungis að- gengileg yfirmönnum. Skráin sem er miðlægur gagna- grunnur var tekin í notkun árið 1988 og þá voru færð inn í hana tölvugögn frá Rannsóknarlögregl- unni og Lögreglunni í Reykjavík, þannig að hún nær ein tuttugu ár aftur í tímann. Ástæðan fyrir öll- um þessum fjölda á skránni er að allir sem hafa með einhverjum hætti tengst lögreglumálum á þessu tímabili, fara sjálfkrafa inn á skrána. Þetta á við um alla þá sem kæra mál, komast með ein- hverjum hætti í kast við lögin, hafa lent í slysum, eru vitni og þar fram eftir götunum. Það sem er skráð er nafn, kennitala, lögheim- ili og dvalarstaður. Jónmundur segir alla meðferð skráðra upplýsinga hafa breyst verulega til batnaðar með reglu- gerð um meðferð persónuupplýs- inga hjá lögreglu sem sett var 2001. „Þannig getur hver sem er sent okkur línu og farið fram á að fá vitneskju um þær upplýsingar sem um hann eru skráðar í kerfi lögreglunnar og við veitum þær. Og ef þær eru sannarlega rang- lega skráðar, leiðréttum við þær að sjálfsögðu,“ segir Jónmundur Kjartansson. - ssal Fuglafræðingur vill ekki byggð í Akurey: Varar vi› eyjabygg›inni SKIPULAGSMÁL Hugmyndir borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins um íbúðabyggð á eyjunum í kringum Reykjavík eru fáránleg- ar, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndunarfélags Íslands. Jóhann segist byggja þessa skoðun á tveimur sjónarmiðum. Í fyrsta lagi séu eyjarnar alltof lág- ar. Hætt sé við að þær fari í kaf skelli á flóð og það verði ekkert einsdæmi: ,,Ég minni fólk á Básendaflóðið 1799, þar sem hálft Seltjarnarnesið fór undir vatn. Þetta gæti orðið hin íslenska Atl- antis.“ Í öðru lagi sé lífríki eyjanna einstakt og fuglalíf fjölbreytt. Í Akurey séu til að mynda 30 þús- und lundapör: ,,Akurey er ein- stök. Eins og að vera á Breiða- firðinum, með íbúðablokkir allt í kring.“ Vi l h j á l m u r Vi lhjá lmsson , oddviti sjálf- stæðismanna í borginni, segir hugmyndir lagðar fram í þeim til- gangi að ræða þær: ,,Skipulags- mál eru þess eðlis að menn leggja fram tillögur og taka svo ákörðun að vel athuguðu máli. Skoðanir Jóhanns eru þarft innlegg í þá um- ræðu.“ - jsk JÓHANN ÓLI HILM- ARSSON Segir hug- myndir sjálfstæðis- manna fáránlegar. KASSABÍLARALL Á INGÓLFSTORGI Mikil veðurblíða var á höfuðborgarsvæðinu í gærdag. Þessar stúlkur tóku þátt í kassabílaralli sem Austurbæjarskóli, Vesturbæjarskóli, Melaskóli og Grandaskóli stóðu að á Ingólfstorgi í gær, en mikill fjöldi grunnskólabarna tók þátt í því. Búist er við áframhaldandi veðurblíðu næstu daga. St‡r›u sölu bankanna Daví› Oddsson og Halldór Ásgrímsson st‡r›u flví hver fengi a› kaupa Landsbankann og Búna›arbankann. Átök voru undir ni›ri og stjórnarsamstarfi› í hættu. EINKAVÆÐING Selja átti allan eftir- standandi hlut ríkisins í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Odds- sonar átti að tryggja dreifða e i g n a r a ð i l d með því að há- marka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í við- tölum við fjölda viðmæl- enda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki, sem hefur göngu sína í dag, um einkavæðingu rík- isbankanna. Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson kipptu einkavæðingar- ferlinu úr höndunum á fram- kvæmdanefnd eftir að Björgólf- ur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undir- búa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náðu hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnar- samstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hend- ur „réttra“ aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðar- bankann og VÍS fyrir tilstuðlan F r a m s ó k n a r - flokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingar- ferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun r á ð h e r r a n n a væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokks- ins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ít- arlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sam- einast um kaupin á Búnaðarbank- anum. Halldór Ásgrímsson skipu- lagði símafund milli Kaldbaks- manna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á sam- vinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytisins um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum. Sjá síðu 34 og 35 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn: Lífeyrissjó›ir sameinast LÍFEYRISMÁL Fjórði til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins verður til um næstu áramót þegar Samvinnulífeyrissjóðurinn og Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn sameinast. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa um nokkurra mánaða skeið átt í könnunarviðræðum um samein- ingu sjóðanna. Að loknum aðal- fundum sjóðanna í gærkvöld birtu stjórnirnar viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna sem um síð- ustu áramót áttu heildareignir upp á 52 milljarða. - bþg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.