Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 1
S‡nir Íflrótta-
álfinn í Evrópu
▲
FÓLK 54
DISNEY FELLUR FYRIR LATABÆ
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Fréttablaðið
er leiðandi
Íslendingar 18-49 ára
11%
37%
Lestur á leiðarasíðu
*Meðallestur á leiðarasíðu Fréttablaðsins þriðjud.,
miðvikud., föstud., laugard. og sunnud.
Lestur á leiðarasíðu Morgunblaðsins á fimmtud.
Fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005
*
BJARTVIÐRI með norður- og austur-
ströndinni, annars heldur skýjaðra og hætt
við síðdegisskúrum. Hiti 6-14 stig, hlýjast
sunnan til.
VEÐUR 4
LAUGARDAGUR
28. maí 2005 - 142. tölublað – 5. árgangur
Fékk gó›a
reynslu á Strikinu
HELGI VALUR ÁSGEIRSSON:
▲FÓLK 28
Flýgur með alla vini sína
til Íslands
Rokksveitin heims-
fræga Iron Maiden
heldur tónleika í
Egilshöll 7. júní.
Söngvarinn Bruce
Dickinson á íslensk-
an fisk í frystinum
heima hjá sér.
TÓNLIST 36
Málefnalegur
hugsjónamaður
Sögusagnir um að
ekki hafi allt verið
með felldu í
kosningu í embætti
varaformanns Sam-
fylkingarinnar hafa
varpað kastljósinu á
Ágúst Ólaf Ágústs-
son. Kunnugir segja
hann einstaklega heiðarlegan
og vandaðan.
MAÐUR VIKUNNAR 20
Framarar á flugi
Fram unnu
sannfærandi
sigur á Þrótti í
Reykjavíkurslag í
Landsbankadeild
karla í gærkvöld.
Var þetta annar
sigur Fram í
þremur leikjum.
ÍÞRÓTTIR 40
Roadsterinn er
óstjórnlega flottur
HILDUR DÍS KRISTJÁNSDÓTTIR:
Í MIÐJU BLAÐSINS
▲
VEÐRIÐ Í DAG
SPÁNN, ÍTALÍA OG FRAKKLAND BÆTAST Í HÓPINN DEMISE OF FAITH KEMUR ÚT Á MÁNUDAGINN
Margir hafa komið við sögu lögreglunnar:
200 flúsund manns
á málaskrá lögreglu
LÖGREGLUMÁL Fjöldi íslenskra rík-
isborgara á svokallaðri málaskrá
Ríkislögreglustjóra samsvarar
öllum Íslendingum á aldrinum 17-
80 ára. Á skránni voru um miðjan
þennan mánuð skráð nöfn 201.278
einstaklinga en Íslendingar á aldr-
inum 17-79 ára voru 200.789 um
síðustu áramót samkvæmt tölum
Hagstofunnar.
Að sögn Jónmundar Kjartans-
sonar, yfirlögregluþjóns hjá Rík-
islögreglustjóra, gilda strangar
reglur um aðgang að skránni en
engu að síður hafa allir lögreglu-
menn landsins aðgang að henni
fimm ár aftur í tímann. Ýmis
svæði hennar eru þó einungis að-
gengileg yfirmönnum.
Skráin sem er miðlægur gagna-
grunnur var tekin í notkun árið
1988 og þá voru færð inn í hana
tölvugögn frá Rannsóknarlögregl-
unni og Lögreglunni í Reykjavík,
þannig að hún nær ein tuttugu ár
aftur í tímann. Ástæðan fyrir öll-
um þessum fjölda á skránni er að
allir sem hafa með einhverjum
hætti tengst lögreglumálum á
þessu tímabili, fara sjálfkrafa inn
á skrána. Þetta á við um alla þá
sem kæra mál, komast með ein-
hverjum hætti í kast við lögin,
hafa lent í slysum, eru vitni og þar
fram eftir götunum. Það sem er
skráð er nafn, kennitala, lögheim-
ili og dvalarstaður.
Jónmundur segir alla meðferð
skráðra upplýsinga hafa breyst
verulega til batnaðar með reglu-
gerð um meðferð persónuupplýs-
inga hjá lögreglu sem sett var
2001. „Þannig getur hver sem er
sent okkur línu og farið fram á að
fá vitneskju um þær upplýsingar
sem um hann eru skráðar í kerfi
lögreglunnar og við veitum þær.
Og ef þær eru sannarlega rang-
lega skráðar, leiðréttum við þær
að sjálfsögðu,“ segir Jónmundur
Kjartansson.
- ssal
Fuglafræðingur vill ekki byggð í Akurey:
Varar vi› eyjabygg›inni
SKIPULAGSMÁL Hugmyndir borgar-
stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks-
ins um íbúðabyggð á eyjunum í
kringum Reykjavík eru fáránleg-
ar, segir Jóhann Óli Hilmarsson,
formaður Fuglaverndunarfélags
Íslands.
Jóhann segist byggja þessa
skoðun á tveimur sjónarmiðum. Í
fyrsta lagi séu eyjarnar alltof lág-
ar. Hætt sé við að þær fari í kaf
skelli á flóð og það verði ekkert
einsdæmi: ,,Ég minni fólk á
Básendaflóðið 1799, þar sem hálft
Seltjarnarnesið fór undir vatn.
Þetta gæti orðið hin íslenska Atl-
antis.“
Í öðru lagi sé lífríki eyjanna
einstakt og fuglalíf fjölbreytt. Í
Akurey séu til að mynda 30 þús-
und lundapör:
,,Akurey er ein-
stök. Eins og að
vera á Breiða-
firðinum, með
íbúðablokkir allt
í kring.“
Vi l h j á l m u r
Vi lhjá lmsson ,
oddviti sjálf-
stæðismanna í
borginni, segir
hugmyndir lagðar fram í þeim til-
gangi að ræða þær: ,,Skipulags-
mál eru þess eðlis að menn leggja
fram tillögur og taka svo ákörðun
að vel athuguðu máli. Skoðanir
Jóhanns eru þarft innlegg í þá um-
ræðu.“
- jsk
JÓHANN ÓLI HILM-
ARSSON Segir hug-
myndir sjálfstæðis-
manna fáránlegar.
KASSABÍLARALL Á INGÓLFSTORGI Mikil veðurblíða var á höfuðborgarsvæðinu í gærdag.
Þessar stúlkur tóku þátt í kassabílaralli sem Austurbæjarskóli, Vesturbæjarskóli, Melaskóli
og Grandaskóli stóðu að á Ingólfstorgi í gær, en mikill fjöldi grunnskólabarna tók þátt í
því. Búist er við áframhaldandi veðurblíðu næstu daga.
St‡r›u sölu
bankanna
Daví› Oddsson og Halldór Ásgrímsson st‡r›u flví hver
fengi a› kaupa Landsbankann og Búna›arbankann.
Átök voru undir ni›ri og stjórnarsamstarfi› í hættu.
EINKAVÆÐING Selja átti allan eftir-
standandi hlut ríkisins í Lands-
bankanum og Búnaðarbankanum
til almennings haustið 2002 og
var framkvæmdanefnd um
einkavæðingu langt komin með
undirbúninginn. Samkvæmt vilja
Davíðs Odds-
sonar átti að
tryggja dreifða
e i g n a r a ð i l d
með því að há-
marka kaup
hvers og eins
við þrjú til
fjögur prósent.
Þetta, ásamt
ýmsu öðru,
kom fram í við-
tölum við
fjölda viðmæl-
enda Fréttablaðsins við vinnslu á
greinaflokki, sem hefur göngu
sína í dag, um einkavæðingu rík-
isbankanna.
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson kipptu einkavæðingar-
ferlinu úr höndunum á fram-
kvæmdanefnd eftir að Björgólf-
ur Guðmundsson hringdi í Davíð
og lýsti vilja til að kaupa annan
hvorn bankann. Davíð og Halldór
fyrirskipuðu nefndinni að undir-
búa sölu beggja bankanna, til
eins fjárfestis hvorn banka.
Átök voru milli Davíðs og
Halldórs um sölu bankanna sem
náðu hámarki í baráttunni um
yfirráðin í VÍS, og var stjórnar-
samstarfið í uppnámi um tíma
vegna hennar.
Davíð og Halldór áttu beinan
þátt í að stýra bönkunum í hend-
ur „réttra“ aðila. Samson fékk að
kaupa Landsbankann vegna vilja
Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir
að hafa verið með lægsta tilboðið
í bankann, og S-hópurinn fékk að
kaupa Búnaðar-
bankann og VÍS
fyrir tilstuðlan
F r a m s ó k n a r -
flokksins.
Öllum þeim
sem komu að
einkavæðingar-
ferlinu, hvorum
megin við borðið
sem þeir sátu,
var frá upphafi
ljóst að ætlun
r á ð h e r r a n n a
væri sú að Samson fengi að
kaupa Landsbankann.
Ráðherrar Framsóknarflokks-
ins, þau Halldór Ásgrímsson og
Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ít-
arlegar tilraunir til þess að fá
Kaldbak og S-hópinn til að sam-
einast um kaupin á Búnaðarbank-
anum. Halldór Ásgrímsson skipu-
lagði símafund milli Kaldbaks-
manna og fulltrúa S-hópsins í því
skyni að reyna að koma á sam-
vinnu þeirra á milli. Hann var
sjálfur þátttakandi á fundinum.
Fréttablaðið sendi fjölda
beiðna til framkvæmdanefndar
og viðskiptaráðuneytisins um
upplýsingar um sölu bankanna
og fékk synjun við þeim öllum.
Sjá síðu 34 og 35
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn:
Lífeyrissjó›ir sameinast
LÍFEYRISMÁL Fjórði til fimmti
stærsti lífeyrissjóður landsins
verður til um næstu áramót þegar
Samvinnulífeyrissjóðurinn og Líf-
eyrissjóðurinn Lífiðn sameinast.
Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa
um nokkurra mánaða skeið átt í
könnunarviðræðum um samein-
ingu sjóðanna. Að loknum aðal-
fundum sjóðanna í gærkvöld birtu
stjórnirnar viljayfirlýsingu um
sameiningu sjóðanna sem um síð-
ustu áramót áttu heildareignir
upp á 52 milljarða. - bþg