Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 29
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Góðan dag! Í dag er laugardagur 28. maí, 148. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.33 13.25 23.20 AKUREYRI 2.48 13.10 23.34 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Smart Roadsterinn hennar Hildar Dís- ar er svo óstjórnlega flottur að liggur við umferðaröngþveiti, en hann er líka léttur, lipur og kraftmikill. „Þetta er smábíll af gerðinni Smart Road- ster 2004, framleiddur af Benz,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir nemi, sem í agnablikinu ekur um á afar óvenjulegum en flottum sportbíl. „Benz byrjaði að fram- leiða þessa bíla árið 2003 og þeir hafa sleg- ið í gegn í Evrópu og eru að koma sterkir inn í Bandaríkjunum. Pabbi keypti bílinn af því að hann er bæði kraftmikill og spar- neytinn, eyðir ekki nema fjórum á hundraði. Þessi er 81 hestafl en þeir eru ýmist framleiddir 61 eða 81 hestafl. Það er ótrúlega gaman að keyra þennan bíl, hann er svo lítill og léttur og rosalega fljótur upp. Svo eyðileggur ekki að fólk snýr sig næstum úr hálsliðnum þegar maður er á ferðinni, ekki síst strákarnir. Er þetta þá „pick-up“ bíll? „Ég og vinkona mín vorum á honum í gær og vöktum óskipta athygli. Ef maður gengur ekki út á svona bíl gerir maður það aldrei,“ segir Hildur og skellihlær. „Pabbi ætlar samt að selja bílinn svo það er kannski jafn gott fyrir mig að nota tímann,“ segir hún og hlær enn meira. Smartinn er jafn flottur að innan og utan og er sjálfskiptur með beinskiptivali. „Svo er hann að sjálfsögðu leðurklæddur með góðum græjum. Þetta er bara skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt,“ segir Hildur. edda@frettabladid.is Strákarnir snúa sig úr hálsliðnum bilar@frettabladid.is Bílaumboðið B&L heldur sýn- ingarhelgi nú um helgina á Vesturlandi. Sýningin er haldin í samstarfi við bílasöluna Bílás á Akranesi, sem er umboðsaðili B&L í landsfjórð- ungnum. Sýndir verða allir nýjustu bíl- arnir frá BMW, Land Rover, Renault og Hyundai. Opið verður hjá Bílási frá klukkan 10 til 16 á laugar- deginum og 12 til 16 á sunnu- deginum. Vörubílaframleiðandinn International Truck and Engine Corporation í Bandaríkjunum hefur fyrstur alla vörubílafram- leiðenda sett á markað búnað sem hrekur þjófa í burtu og nemur nákvæma staðsetningu vörubílsins. Hægt er að setja bílinn í gang en slá þarf inn að- gangskóða innan sjö sekúndna, annars drepur vélin á sér. Ef rangur kóði er sleginn inn of oft getur tækið sent aðvörun í farsíma eiganda bílsins eða yf- irvalda. Hægt verður að fá bún- aðinn bæði í miðlungsstóra og stóra vörubíla. Bílaframleiðandinn Toyota í Bandaríkjunum hefur þurft að innkalla um það bil 4.900 Avalon-fólksbif- reiðar árgerð 2005 vegna galla í stýrinu. Galli þessi gæti leitt til þess að ökumaður missti stjórn á bílnum. Þetta kemur sér afar illa fyrir Toyota, annan stærsta bílaframleiðanda í heimi, því í síðustu viku þurfti fyrirtækið að innkalla 880.000 bifreiðar og pallbíla vegna galla í hjólaupphengjum. Norska Shell-olíu- félagið hefur uppgötvað mjög stóran gasbrunn und- ir hafsbotni utan við Kristians- and, eins og kemur fram á heimasíðu FÍB, fib.is. Nýja gas- brunninum hefur verið gefið nafnið Onyx en þetta er talinn mesti gasfundur í 24 ár. Onyx er talinn geyma sextíu milljarða rúmmetra af gasi. Hildur Dís vekur alls staðar athygli á þessum æðislega bíl. LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Nýr Suzuki Swift BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Þau tímamót urðu í sögu þýsku Volkswagen-verksmiðjanna á þriðjudaginn að 100 milljónasti bíllinn rann út af færibandinu í aðalverksmiðju fyrirtækisins í Wolfsburg. Það var silfurgrár VW Touran 1,9 TDI sem var við hátíð- lega athöfn í Berlín gefinn forseta- frúnni Evu Köhler, fyrir hönd góð- gerðarsamtaka sem helga sig að- stoð við fólk haldið sjaldgæfum ólæknandi sjúkdómum. Að því er fréttavefur Der Spiegel hefur eftir forsvarsmönn- um VW reiknuðu þeir fjölda fram- leiddra VW frá þeim degi sem rað- framleiðsla hófst eftir stríð, í árslok 1945. Á stríðsárunum smíðaði verksmiðjan aðeins bíla fyrir þýska herinn. Sú tegund Volkswagen sem mest hefur verið framleitt af í gegnum árin er Golf, en á þeim þremur áratugum sem bílar undir því nafni hafa verið í framleiðslu hafa selst rúmlega 23 milljónir stykkja af honum. Næstflest eintök smíð- aði Volkswagen af Bjöllunni gömlu sem allir þekkja, en hún seldist í alls 21,5 milljónum ein- taka. - aa SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is 100 milljónasti bíllinn af færibandinu En þú sagðir að þetta væru inni- blómafræ, svo ég tróð þeim auðvitað niður í mottuna! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.