Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 16
Íbúar í Skorradalshreppi gera upp hug sinn hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum í al- mennum kosningum á laugardaginn kemur. 23. apríl síðastliðinn voru kosningar í fimm sveitarfélögum þar sem íbúarnir tóku afstöðu til sameiningar sveitarfélaganna norð- an Skarðsheiðar. Íbúar fjögurra þeirra samþykktu, það eru íbúar Borgarbyggðar, Borgarfjarðar- sveitar, Hvítársíðuhrepps og Kol- beinsstaðahrepps. Íbúar í Skorra- dalshreppi höfnuðu hinsvegar sam- einingu og því verða þeir lögum samkvæmt að kjósa aftur um næstu helgi. Sex af hverjum tíu íbúum í Skorradalshreppi sem mættu á kjörstað höfnuðu sameiningunni og því velta menn því fyrir sér hvort nokkur von sé á öðru en að samein- ingunni verði hafnað aftur um næstu helgi. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit og formaður sameiningarnefndar, segir hins veg- ar að nú standi Skorrdælingar fyrir allt öðrum kostum en í fyrri kosn- ingum. „Þá var ekkert sem sagði að það yrði af neinni sameiningu. Nú liggur hins vegar fyrir vilji sveitar- félaganna fjögurra og því er ein- faldlega verið að spyrja Skorrdæl- inga hvort þeir vilji vera með eða ekki.“ Okkar sumarbústaðir eru í Reykjavík Davíð Pétursson, oddviti í Skorra- dalshreppi, segir að gjalda beri var- hug við sameiningu. „Við sjáum íbú- um okkar fyrir allri þeirri þjónustu sem okkur ber að veita og við náum að halda fasteignagjöldum og út- svari í lágmarki. Hvað ættum við því að græða á sameiningu?“ spyr hann. Bent hefur verið á að fólk sem búi á höfuðborgarsvæðinu skrái sig sem íbúa í Skorradal og geti þannig greitt atkvæði um sameiningu sveitarfélaga þrátt fyrir að búa ekki á svæðinu. Davíð hefur svar á reið- um höndum. „Margir hérna eiga íbúð í borginni og þaðan kemur þessi misskilningur. Borgarbúar eru með sína sumarbústaði í sveit- inni en okkar sumarbústaðir eru í borginni,“ segir Davíð og hlær. Hann bendir á að margir af lands- byggðinni eigi íbúð á höfuðborgar- svæðinu enda verði þeir að skjóta þaki yfir börn sín um leið og þau hafa lokið grunnskólaprófi. Spurður hvort þriðjungur íbú- anna búi í raun annars staðar segir hann að allir skráðir íbúar í Skorra- dalshreppi hafi löglegt lögheimili þar en margir vinni þó annars stað- ar og það sé ekki óalgengt í nútíma- þjóðfélagi. Það sé líka réttur fólks að hafa búsetu- og atvinnumál sín með þeim hætti og óeðlilegt er að vera grennslast fyrir um hvað fólk eyði miklum tíma á lögheimili sínu. Er slegist um Skorradalsgróðann? Á síðasta ári runnu rúmar 22 millj- ónir í sveitarsjóð Skorradalshrepps. Það eru mun meiri tekjur en hinna sveitarfélaganna sé miðað við íbúa, hver Skorrdælingur gefur af sér rúmar 400 þúsund krónur á ári. Íbú- ar í Borgarfjarðarsveit fylgja þó fast á hæla þeirra. Skorrdælingar hafa jafnframt miklar tekjur af sumarhúsaleigu og ef heildartekjur hreppsins eru reiknaðar kemur í ljós að þær nema rúmri hálfri millj- ón á íbúa. Þar slær þeim enginn við. En snýst þá allt sameiningarmál- ið um það að nágrannarnir vilji fá hlutdeild í Skorradalsgróðanum en Skorrdælingar vilja ekki deila hon- um? Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, seg- ir málið ekki snúast um það því þó að tekjurnar séu háar á hvern íbúa í Skorradal hafi þær ekki svo mikil áhrif á heildarútkomuna. Davíð segir að sá eini sem muni græða peningalega á sameiningunni væri jöfnunarsjóður þar sem tekju- jöfnunarframlag hans verði minna en áður, þetta snúist því ekki um nísku Skorrdælinga gagnvart ná- grönnum sínum. Slæm staða ef þeir hafna sameiningu En hver verður staða hreppsins ef íbúarnir hafna sameiningu? Er hugsanlegt að nýja sameinaða sveit- arfélagið hafni Skorrdælingum um þá þjónustu sem þeir vilja kaupa af því? Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir að þeir séu enn samningsbundnir Skorrdæling- um og þeir samningar haldi þótt Skorrdælingar hafni sameiningu. „Það verður svo bara að meta stöð- una þegar að því kemur að endur- nýja þá,“ segir Páll. Viðmælandi Fréttablaðsins í Borgarfirði sagði blaðamanni hins vegar að ekki yrði mikill áhugi fyr- ir því að selja Skorrdælingum þjón- ustu vilji þeir standa fyrir utan hið nýja sameinaða sveitarfélag. Allt- ént verði ekki tekið á þeim neinum vettlingatökum þegar kæmi að end- urnýjun samninga. Annar viðmæl- andi í Borgarfirði sagðist ekki vera hrifinn af þeim hugsunarhætti Skorrdælinga að öll þjónusta sé góð á meðan aðrir sjái um hana. Páll segir að nú eigi sér stað gríðarleg uppbygging á svæðinu og Skorrdælingar ættu að sjá sér hag í að taka þátt í henni. Helga Halldórs- dóttir, forseti bæjarstjórnar Borg- arbyggðar, tók í sama streng og sagði að þeirra yrði saknað kæmu þeir ekki með inn í þessa nýju tíma. Ágúst Árnason sem sæti á í sam- einingarnefnd fyrir hönd Skorra- dalshrepp sagði blaðamanni að hann hefði upphaflega verið á varðbergi gagnvart sameiningu sveitarfélag- anna en nú horfi öðruvísi við þar sem það liggi ljóst fyrir að sveitarfé- lögin verði sameinuð og aðeins spurt hvort Skorrdælingar verði með. Opinn hreppsnefndarfundur Skorrdælinga verður haldinn á sunnudaginn og þar munu línur væntanlega skýrast. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningar- nefndar, er einn manna á mælenda- skrá og því spurning hvort hann nái að sannfæra granna sína. ■ 16 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Nú er komi› a› örlaga- stundu fyrir Skorrdælinga Íbúar í Skorradalshreppi ákveða um næstu helgi hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum eða ekki. Oddvitinn vísar því á bug að þriðjungur þeirra sem eigi lögheimili í Skorradalshreppi séu sumarbústað- areigendur úr höfuðborginni. Blaðamaður kannaði hvort sameiningarmálið væri í raun aðeins átök um auð. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitar- félaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar hefur starfað síðan í maí 2003 en þá áttu þrjú sveitarfélög í sameiningarvið- ræðum. Þau voru Borgarbyggð, Borgar- fjarðarsveit og Hvítársíðuhreppur. Rúmu ári síðar bættist Skorradalshreppur í við- ræðurnar. Kolbeinsstaðahreppur bættist svo í hópinn í fyrrahaust en áður hafði verið gert ráð fyrir því að hann samein- aðist sveitarfélögum á Snæfellsnesi. Að svo komnu stóð til að efna til kosn- inga um sameiningu þessara fimm sveit- arfélaga um haustið. Síðan var ákveðið að bíða þar til í apríl 2005 þar sem vitað var að þá yrði komið af stað átak um sameiningu sveitarfélaganna á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. Sveinbjörn Eyj- ólfsson, formaður sameiningarnefndar í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar segir að það hafi litið út sem skynsamleg ákvörð- un á þeim tíma en ekki verið svo í reynd því að í apríl þegar að loks var kosið hefði umræðan í þjóðfélaginu um sam- einingu sveitarfélaga verið orðin nei- kvæð og talsmenn sameiningar komnir í vörn. Það fór svo að íbúar Skorradalshrepps höfnuðu sameiningu með 62 prósentum greiddra atkvæða en hin sveitarfélögin fjögur samþykktu hana. Davíð Pétursson, oddviti Skorradals- hrepps, benti á að hvergi hefðimeirihluti þeirra sem voru á kjörskrá samþykkt sameininguna. Þann 4. júní næstkomandi verður haldin önnur kosning í Skorradalshreppi lögum samkvæmt. Á morgun verður haldinn íbúafundur þar sem Skorrdælingar ráða ráðum sínum og þá munu línur líklegast skýrast. Þar mun Sveinbjörn einnig skýra frá sínum sjónarmiðum. Hef›um ekki átt a› bí›a eftir átakinu FBL. GREINING: SAMEINING SVEITARFÉLAGA Í BORGARFIRÐI NORÐAN SKARÐSHEIÐAR Davíð Pétursson, bóndi á Grund í Skorradal, er oddviti í Skorradals- hreppi sem nýlega hafnaði samein- ingu við nágrannasveitarfélögin. Ef hreppurinn hafnar sameiningu verð- ur hann að kaupa mikið af þeirri þjónustu sem hver íbúi á rétt á. Íbú- ar hafa þá ekkert um gæði þjónust- unar að segja. Er ekki ólýðræðislegt að búa við slíkar aðstæður? „Nei, því að þjónustan verður aldrei verri en svo að þeir sem selja hana eru sáttir við hana sjálfir því ekki fara þeir að gera upp á milli og láta okkur hafa verri þjónustu en aðra. Svo tel ég að minna beri á lýðræði í stærri sveitarfélögum en þeim minni einfaldlega vegna þess að íbúarnir skynja síður að þeir hafi einhver raunveruleg áhrif. Þannig að áhugi fólks á því að láta til sín taka dvínar gagnvart þessu. Til dæmis nennti innan við helmingur kosningarbærra manna ekki að kjósa í Borgarbyggð á meðan níu af hverjum tíu í okkar fámenna hreppi sá sér ástæðu til að fara á kjörstað og láta skoðun sína í ljós. Segðu svo að lýðræðið lifi ekki góðu lífi hér í Skorradal.“ DAVÍÐ PÉTURSSON L‡›ræ›i› er minna í stærra sveitarfélagi SAMEINING SVEITARFÉLAGANNA SPURT & SVARAÐ Sk or ra da ls hr . ( 51 0. 09 1) B or ga rf ja rð ar sv . ( 4 2 1 .2 4 3 ) H ví tá rs íð uh r. (3 5 4 .5 2 9 ) Ko lb ei ns st að ah r. (3 86 .2 95 ) B or ga rb . ( 3 81 .1 3 8 ) Skorradalshreppur Borgarfjarðarsveit Hvítársíðuhreppur Kolbeinsstaðahreppur Borgarbyggð Já : 38% Já : 86% Já : 56% Já : 52% Já : 86% 62% : Nei 42% : Nei 48% : Nei 14% : Nei Hlutfall af greiddum atkvæðum. Heildartekjur á íbúa í krónum. Borgarfjörður norðan Skarðheiðar. 12% : Nei2% : Auðir 2% : Auðir DAVÍÐ PÉTURSSON ODDVITI SKORRADALSHREPPS Davíð á veröndinni á bæ sínum að Grund. Eins og sjá má í baksýn er sveitin fögur í Skorradal, að minnsta kosti frá sjónar- hóli oddvitans. Skorrdælingar þurfa hins vegar að gera það upp við sig hvort þeir vilji til- heyra stærra sveitarfélagi eða hvort þeir láti slag standa og sjái um sig sjálfir. PÁLL BRYNJARSSON BÆJARSTJÓRI BORGARBYGGÐAR Páll vill endilega fá Skorrdælinga í lið með sér til að takast á við spennandi verkefni í Borgarfirði en gríðarleg uppbygging á sér stað á svæðinu. Hann segir eins og flestir sem blaðamaður talaði við að Skorrdælinga yrði saknað ef þeir kjósa að fara sinn veg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SKORRDÆLINGAR OG SAMEINING SVEITARFÉLAGA Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.