Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 30
Hjólkoppar Útliti bíls er hægt að breyta með því að setja nýja hjólkoppa á dekkin. Til- valið er að skipta út hjólkoppunum á bíl sem kominn er til ára sinna og þá yngist hann upp um nokkur ár.[ ] Súðavogur 6 Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík                        Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Með króníska bíladellu Hondan gerð upp í þriðja sinn. Geiri stefnir að því að ljúka við bílinn fyrir bílasýningu á Akureyri 17. júní. Ásgeir Ingvason, alltaf kallaður Geiri, er viðgerðamaður hjá AB bremsum í Akralind og sérhæfir sig í Honda-bílum. Geiri á að sjálfsögðu sjálfur einn slíkan. „Þetta er þvílíkur eðalbíll, Honda CRX. 1,6 V-tec. Í honum er ventlasystem sem lengir opn- unartíma á ventlum, sem aftur eykur kraftinn. Því lengur sem ventlarnir eru opnir því meiri kraftur.“ Geiri er búinn að skipta þrisvar um vél í bílnum og segist lifa og hrærast í bílaviðgerðum. „Þessi bíll var 60 hestöfl en er núna 90,“ segir hann. „Ég er með króníska bíladellu, þetta er í blóðinu og teygir sig aftur um þrjá eða fjóra ættliði.“ Aðspurður hvort þetta þjóni einhverjum tilgangi þar sem hvergi má aka mjög hratt hér- lendis segist hann fara upp í braut. „Þar er hægt að gefa í og finna kraftinn. Það er ólýsanlegt kikk.“ En hvað er svona merkilegt við Hondur? „Það er bara snilldarsmíð á þeim, mótoruppsetningin er svo brilljant og allt annað í bílnum frábært. Ég er búinn að eiga sex Hondur og er hvergi hættur.“ Þó að Geiri sé heltekinn af bíl- um og sé mikið í bílskúrnum þegar hann er ekki í vinnunni á hann sér annað áhugamál. „Ég spila á gítar og sem lög. Nei, ég hef aldrei komið fram, en núna er allt í bígerð og hljóm- sveit í smíðum svo það er aldrei að vita. Við erum að spila allt frá Zeppelin upp í íslenska sveita- ballatónlist. En aðalatriðið er að koma Hondunni á götuna fyrir 17. júní, þá verður stefnan tekin á bílasýningu á Akureyri.“ Til að sýna bílinn? „Nei, bara til að sýna sjálfan sig og sjá aðra.“ ■ Carlos Ghosn er tekinn við sem forstjóri Renault Group. Ghosn hefur verið forstjóri Nissan frá 1999, allt frá því að Renault eign- aðist ráðandi hlut í Nissan, og mun hann halda því starfi áfram samhliða nýja forstjórastarfinu. Ghosn hefur verið orðaður við forstjórastól Renault undan- farin ár eða allt frá því að honum tókst að snúa taprekstri Nissan við á árinu 2001. Sá viðsnúning- ur þótti undraverður, ekki hvað síst fyrir þá sök að hann tók ekki nema 12 mánuði, en tap Nissan hafði verið tilfinnanlegt á árun- um áður. Renault Group skilaði á síðasta ári 3,5 milljörðum evra í hagnað og hefur forstjórinn ný- ráðni lýst því yfir, að í ljósi góðr- ar afkomu sé mikilla breytinga ekki að vænta hjá Renault á næstunni. Starf stjórnarformanns og forstjóra Renault hefur fram að þessu verið á hendi eins manns, Louis Schweitzer. Fyrir nokkru var ákveðið að skilja þessi tvö æðstu stjórnunarstörf sam- steypunnar að og mun Schweitz- er starfa við hlið Ghosn sem stjórnarformaður. Ghosn er af brasilískum uppruna og er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Þessi óhefðbundni stjórn- unarstíll vakti neikvæð viðbrögð á upphafsárum hans hjá Nissan. Til dæmis varð hann frægur á einni nóttu fyrir að heilsa öllu starfsfólkinu hjá Nissan með handabandi. Það þótti ekki góðs viti í japönsku viðskiptalífi og hann vakti einnig mikla athygli fyrir að taka morgunverð með börnum sínum fjórum fram yfir háttskrifaða morgunverðar- fundi. ■ Óvenjulegur forstjóri hjá Renault Forstjóri Nissan sest í forstjórastól Renault. Carlos Ghosn og Louis Schweitzer. Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.