Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 28. maí 2005 35 1,26 til starfsmanna og 2,15 til almennings. Hluthöfum í Búnað- arbankanum fækkaði þó í þrjá- tíu þúsund ári síðar. Gengi bréfa í Landsbankan- um hækkaði verulega á skömm- um tíma og var orðið 4,14 í nóv- ember 1999. Hefði verið hægt að selja bank- ana til almennings 1999 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem mynduð var eftir kosningarnar 1999 setti það í stefnuyfirlýsingu sína að hlutabréf í ríkisbönkunum yrðu seld. Þá um haustið voru sam- þykkt lög sem heimiluðu sölu ríkissjóðs á 15 prósentum af hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Frumvarpið var lagt fram af þáverandi við- skiptaráðherra, Finni Ingólfs- syni. Lögin voru samþykkt í des- ember og fór salan fram síðar sama mánuð. Líkt og viðskipta- ráðherra hafði óskað eftir sá framkvæmdanefnd um einka- væðingu um söluna. Lagði hann áherslu á dreifða sölu til almenn- ings. Almenningi var gefinn af- sláttur frá markaðsgengi í bönk- unum og voru bréfin í Lands- bankanum seld á genginu 3,8 og 4,1 í Búnaðarbankanum. Alls skráðu 55 þúsund manns sig fyr- ir hlut í bönkunum tveimur og nam söluandvirðið um 5,5 millj- örðum króna. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hefur bent á það að umframeftirspurn eftir bréfunum í útboðunum hafi verið svo mikil að hægt hefði verið að selja allan hlut ríkisins í báðum bönkunum í þessum áfanga. Að hlutafjárútboðinu loknu átti ríkissjóður 72 prósenta hlut í Landsbankanum og viðlíka í Búnaðarbankanum. Hlutur rík- isins í Landsbankanum minnkaði um fjögur prósentustig ári síðar vegna hlutafjáraukningar í tengslum við kaupa Landsbank- ans á breska bankanum The Heritable and General Invest- ment Bank. Greitt var fyrir bankann með hlutabréfum. Finnur hættir sem ráðherra Í lok desember 1999 tilkynnti Finnur Ingólfsson þá ákvörðun sína að hætta sem viðskiptaráð- herra og sækja um stöðu seðla- bankastjóra. Ákvörðun sína skýrði hann með því að pólitíkin væri orðin óvægnari en áður og gagnrýni beindist í auknum mæli að stjórnmálamönnum per- sónulega. Brotthvarf Finns úr ríkis- stjórninni var Halldóri Ásgríms- syni einna erfiðast því Finnur hafði um langa hríð verið nokk- urs konar sáttasemjari og milli- göngumaður milli Halldórs og Davíðs Oddssonar, en samstarf þeirra var ekki með besta móti á þessum tíma. Eftir að Finnur tók við emb- ætti Seðlabankastjóra í ársbyrj- un 2000 hélt hann samt sem áður áfram að vera eins konar sátta- semjari milli Halldórs og Davíðs. Sérstaklega reyndi á Finn þegar líða tók á einkavæð- ingarferli Landsbankans og Búnaðarbankans, sumarið og haustið 2002, ekki síst í tengslum við átök stjórnarflokkanna um VÍS, eins og nánar verður vikið að síðar. Valgerður Sverrisdóttir tók við embætti viðskiptaráðherra á gamlársdag 1999 og tók um leið við sæti Finns í ráðherranefnd um einkavæðingu. Vilji fyrir sameiningu bankanna tveggja Í október árið 2000 tók ríkis- stjórnin þá ákvörðun að beina tilmælum til bankaráða Lands- bankans og Búnaðarbankans um að hefja viðræður um samein- ingu bankanna. Í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar var þess þó ekki getið hvort ætlunin væri að einkavæða hinn sameinaða banka né hvað gera skyldi við helmingshlut Landsbankans í VÍS, líkt og bent var á í leiðara Morgunblaðsins á þessum tíma. Ráðherrar Famsóknarflokks- ins í ríkisstjórn voru ófáanlegir til þess að ráðast í sameiningu bankanna án þess að leita sam- þykkis Samkeppnisráðs fyrst. Var Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, þar einna ákveðnust, en hún var ný- tekin við ráðherraembætti af Finni Ingólfssyni. Framsóknarmenn óttuðust að lenda í vandræðum varðandi sameininguna ef Samkeppnisráð kæmist að henni lokinni að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið ólögmæt. Sjálfstæðismenn héldu því hins vegar fram að með samningi við Sparisjóðina, um að taka við ákveðnum hluta starfsemi bankanna, mætti koma í veg fyrir synjun Sam- keppnisráðs, sérstaklega ef sótt yrði um heimild fyrir samein- ingu eftir á. Ef Samkeppnisráð kæmi með athugasemdir um sameininguna mætti auðveld- lega bregðast við þeim. Voru við- ræður við Sparisjóðina hafnar og undirbúningur að sameiningu bankanna tveggja var kominn það langt á veg þegar óskað var eftir úrskurði Samkeppnisráðs að þegar var búið að ákveða hver yrði bankastjóri í hinum nýja banka, en það var Eiríkur Jóhannsson í Kaldbaki. Mikið kapp á að ljúka afgreiðslu málsins Ríkisstjórnin lagði mikið upp úr því að málið yrði afgreitt frá Al- þingi eins fljótt og auðið væri. Valgerður sagði í umræðum á Alþingi skömmu áður en niður- staða Samkeppnisráðs var birt að henni þætti mjög mikilvægt ef ekki „algjörlega nauðsynlegt“ að lög sem leyfðu sameininguna yrðu sett fyrir jól. „Það eru geysilegir fjárhags- legir hagsmunir í húfi fyrir ríkið og viðskiptalegir hagsmunir fyr- ir bankana,“ sagði Valgerður. Samkeppnisráð komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu í desem- ber að fyrirhugaður samruni myndi leiða til of mikillar sam- þjöppunar og markaðsráðandi stöðu og myndi raska samkeppni á mörkuðum fyrir innlán og út- lán, á greiðslumiðlunarmörkuð- um og markaði fyrir verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti. Niðurstaðan var mikil von- brigði fyrir ríkisstjórnina. „Ég hafði gert mér vonir um að nið- urstaða samkeppnisráðs yrði önnur,“ sagði viðskiptaráðherra á Alþingi er hún kynnti niður- stöður Samkeppnisráðs. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði við sama tækifæri að úr- skurðurinn kæmi vissulega á óvart en ríkisstjórnin ætti að fara eftir honum. Sjálfstæðismenn reiðir Valgerði Ríkisstjórnin ákvað á fundi sín- um strax og niðurstaða sam- keppnisráðs lá fyrir að seld yrðu hlutabréf ríkisins í bönkunum og lagt yrði fram frumvarp þess eðlis á vorþingi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra benti á í umræðunum á Al- þingi að umræðan um samein- ingu bankanna hefði fyrst og fremst staðið um það hvort sam- eina ætti bankana fyrst og selja svo eða hvort ætti að selja fyrst og sameina svo. „Sá úrskurður sem nú liggur fyrir útilokar hvort tveggja,“ sagði Davíð. „Hann útilokar það líka að eftir að búið er að selja bankana, eins og yfirlýsingar liggja fyrir af hálfu ríkisstjórn- arinar, að þá geti markaðurinn sameinað bankana. Ef einhver aðili ætti að fagna alveg sérstak- lega í dag þá er það hinn stóri banki, Fjárfestingarbankinn og Íslandsbanki sameinaðir, því að búið er að ákveða og úrskurða það að honum skuli ekki verða veitt nægileg samkeppni. Hann mun hafa yfirburðastöðu,“ sagði Davíð. Mikil gremja var meðal sjálf- stæðismanna eftir að úrskurður Samkeppnisstofnunar varð ljós og kenndu þeir Valgerði Sverris- dóttur um að hafa þvertekið fyr- ir það að láta sameininguna fara fram áður en úrskurðurinn lægi fyrir. Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson, þáverandi banka- ráðsmaður í Landsbanka, sem þangað hafði verið skipaður til þess að undirbúa einkavæðingu bankans, voru sérstaklega illir út í Valgerði og voru sannfærðir um að ef úrskurðurinn hefði ver- ið fenginn eftir á hefði verið hægt að bregðast við honum með smávægilegum tilfærslum á ein- ingum milli hins nýja sameinaða banka og sparisjóðanna. Hugað að fjárfestingu erlends fyrirtækis Í mars 2001 lagði viðskiptaráð- herra fram frumvarp á Alþingi sem heimilaði sölu ríkisins á öllu hlutafé sínu í ríkisbönkunum. Salan átti að hefjast á árinu og ljúka fyrir lok kjörtímabilsins árið 2003 og sérstaklega skyldi leitað eftir því að erlent fjár- málafyrirtæki fjárfesti í bönk- unum. „Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um sölu fyrir- tækja í eigu ríkisins verður lögð áhersla á sölu til almennings og tilboðssölu,“ sagði Valgerður við það tækifæri. „Einnig er gert ráð fyrir að kannaður verði áhugi kjölfestu- fjárfesta um kaup á stórum hlut í bönkunum. Í því sambandi verði sérstaklega hugað að fjár- festingu erlends fjármálafyrir- tækis í bönkunum. Við val á slík- um fjárfesti verði tekið mið af verklagsreglum um einkavæð- ingu,“ sagði hún. Seðlabankinn mælti með því í umsögn sinni um frumvarpið að leitað yrði til erlendra aðila varðandi sölu bankanna. Finnur Ingólfsson var orðinn Seðla- bankastjóri á þessum tíma. Um- sögn Seðlabankans um frum- varpið var mjög áþekk þeirri af- stöðu sem framsóknarmenn lýstu þegar útlit var fyrir að sænski SE-bankinn myndi kaupa kjölfestuhlut í Landsbankanum árið 1998. „Hvað áhrærir kaup erlendra fjármálastofnana á hlutum í hin- um einkavæddu bönkum er ljóst að innkoma erlends fjármagns mun stuðla að því að ríkið fái há- marksverð fyrir eign sína. Seðlabankinn telur auk þess að ýmsu leyti æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er lík- leg til þess að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskipta- sambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sér- þekkingu,“ sagði í umsögninni. Landsbankinn seldur fyrst Framkvæmdanefnd um einka- væðingu var falinn undirbúning- ur að sölu bankanna en í nefndinni sátu Hreinn Loftsson lögmaður, Jón Sveinsson lögmaður og Sævar Þór Sigurgeirsson endurskoðandi, ásamt Steingrími Ara Arasyni hagfræðingi. Starfsmaður nefnd- arinnar var Skarphéðinn Berg Steinarsson. Hreinn Loftsson fór með formennsku í nefndinni þangað til hann sagði sig úr henni á fyrri hluta árs 2002 og tók Ólaf- ur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sæti hans í nefndinni og Jón Sveinsson við formennsku. Þá tók Baldur Guð- laugsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, við sæti Stein- gríms Ara haustið 2002 eftir úr- sögn Steingríms Ara. Í mars 2001 óskaði viðskipta- ráðherra eftir tillögum frá fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu um fyrirkomulag á sölu Lands- bankans til almennings og tilboðs- sölu. Í lok maí sama ár kynnti nefndin ráðherranefndinni tillög- ur sínar, sem síðar voru sam- þykktar á ríkisstjórnarfundi. Í ráðherranefndinni áttu sæti Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra. Lagt var til að stór hluti í bank- anum, þriðjungur hið minnsta, yrði seldur til kjölfestufjárfestis með forvali og síðan lokuðu út- boði. Skilyrði var að salan á eign- arhlutnum leiddi til aukinnar samkeppni á íslenskum fjármála- markaði og yki fjármagnshæfi hans. ■ JÚNÍ 1995 » Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir að breyta eigi ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, í hlutafélög. MAÍ 1997 » Fyrsta skref í átt til einkavæðingar tekið með því að Al- þingi samþykkir lög um stofnun hlutafélaga Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Lögin taka gildi 1. janúar 1998. JÚLÍ 1998 » Sænski SE-bankinn sýn- ir áhuga á að kaupa hlut í Lands- bankanum. Farið í óformlegar við- ræður en samningar takast ekki. ÁGÚST 1998 » Davíð Oddsson talar gegn því í fjölmiðlum að einn aðili fari með stóran eignarhlut í banka- stofnun. ÁGÚSTLOK 1998 » Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra kynnir stefnumót- un ríkisstjórnarinnar um sölu ríkis- bankanna þar sem gera á bankana að hlutafélögum. SEPTEMBER 1998 » Sala hefst á hlutabréfum í Landsbankanum til starfsfólks og almennings. DESEMBER 1998 » Sala hefst á hlutabréfum í Búnaðarbankanum til starfsfólks og almennings. JÚNÍ 1999 » Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir að hlutabréf í ríkisbönkunum skuli seld á kjör- tímabilinu. DESEMBER 1999 » Alþingi sam- þykkir lög sem heimila sölu ríkis- sjóðs á 15 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbank- anum. DESEMBERLOK 1999 » Finnur Ing- ólfsson hættir sem viðskiptaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir tekur við. OKTÓBER 2000 » Ríkisstjórnin bein- ir tilmælum til bankaráða Lands- banka og Búnaðarbanka að hefja viðræður um sameiningu bankanna. NÓVEMBER 2000 » Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra óskar eftir því að Samkeppnisráð skili forúr- skurði um sameiningu bankanna. DESEMBER 2000 » Samkeppnisráð úrskurðar gegn sameiningunni. MARS 2001 » Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra leggur fram frum- varp á Alþingi um sölu á eftirstand- andi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. MAÍ 2001 » Alþingi samþykkir lög sem heimila sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í bönkunum. Salan skyldi hefjast á árinu og ljúka fyrir lok kjörtímabilsins, vorið 2003. MARS 2001 » Óskað eftir tillögum framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu um fyrirkomulag við sölu bank- anna. JÚNÍ 2001 » Óskað eftir ráðgjöfum við sölu bankanna. ÁGÚST 2001 » Alþjóðlegi fjárfest- ingabankinn HSBC valinn sem ráð- gjafi. OKTÓBER 2001 » Söluferlið hefst með því að völdum erlendum bönk- um er sent bréf þar sem Landsbank- inn er kynntur sem fjárfestingartæki- færi. DESEMBERLOK 2001 » Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu til- kynnir að sala á kjölfestuhlut í Landsbankanum til erlends fjárfestis muni ekki ganga eftir. JANÚARLOK 2002 » Hreinn Loftsson segir sig úr einkavæðingarnefnd og við tekur Ólafur Davíðsson. JÚNÍ 2002 » 20 prósenta hlutur rík- isins í Landsbankanum seldur í gegnum Verðbréfaþing. JÚNÍ 2002 » Björgólfur Guðmunds- son hringir í Davíð Oddsson og seg- ist vilja kaupa Búnaðarbankann eða Landsbankann. JÚNÍLOK 2002 » Bréf berst frá Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Magnúsi Þor- steinssyni, um að þeir hefðu áhuga á að kaupa Landsbankann eða Bún- aðarbankann. 10. JÚLÍ 2002 » Framkvæmdanefnd um einkavæðingu auglýsir báða bankana til sölu. JÚLÍLOK 2002 » Fimm hópar senda inn tilkynningu um áhuga sinn á bönkunum, Samson, Kaldbakur, S- hópurinn, Íslandsbanki og Þórður Magnússon fyrir hönd fjárfesta. Þeir eru kallaðir á fund framvkæmda- nefndar. ÁGÚST 2002 » Þrír hópar valdir til viðræðna, Samson, Kaldbakur og S- hópurinn. 22. ÁGÚST 2002 » Sex daga stríðið um VÍS hefst. Landsbankinn og S- hópurinn takast á um yfirráðin yfir félaginu, en þeir eiga helmingshlut hvor. Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson blandast í átökin og ríkis- stjórnarsamstarfið er í uppnámi. 28. ÁGÚST 2002 » Sex daga stríðinu um VÍS lýkur með kaupum S-hóps- ins á hlut Landsbankans í VÍS. 10. SEPTEMBER 2002 » Björgólfur Thor Björgólfsson neitar að taka við bréfi frá framkvæmdanefndinni úr hendi Ólafs Davíðssonar þar sem nefndin lýsir því yfir að hún vilji ganga til samningaviðræðna við Samson um kaup á Landsbankan- um. 10. SEPTEMBER 2002 » Steingrímur Ari Arason segir sig úr framkvæmda- nefndinni og segist aldrei hafa upp- lifað önnur eins vinnubrögð. 18. OKTÓBER 2002 » Samson og framkvæmdanefnd undirrita sam- komulag um sölu ríkisins á hlut sín- um í Landsbankanum. 23. OKTÓBER 2002 » Framkvæmda- nefndin sendir Kaldbaki og S-hópi bréf þar sem söluferli Búnaðarbank- ans er skýrt. 4. NÓVEMBER 2002 » Fram- kvæmdanefndin ákveður að ganga til samninga við S-hópinn um söl- una á Búnaðarbankanum. 15. NÓVEMBER 2002 » S-hópurinn og framkvæmdanefnd undirrita samkomulag um sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. 31. DESEMBER 2002 » Samson og framkvæmdanefndin undirrita kaup- samning um hlut ríkisins í Lands- bankanum. 16. JANÚAR 2003 » S-hópurinn og framkvæmdanefndin undirrita kaup- samning um hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum. MAÍ 2003 » Búnaðarbankinn samein- ast Kaupþingi og til verður KB banki. » ATBURÐIR Í TÍMARÖÐ Í fréttaskýringunni á morgun er sagt frá því hvernig Davíð og Halldór tóku völdin af framkvæmdanefndinni eftir að Björgólfsfeðgar sýna bönkunum áhuga. Einnig að Björgólfsfeðgar ætluðu sér upphaflega að kaupa Búnaðarbankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.