Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 56
28. maí 2005 LAUGARDAGUR > Við hrósum ... ... stuðningsmönnum FH sem virðast vera líklegir til þess að halda uppi stuðinu á leikjum Landsbankadeildarinnar í sumar en þeir settu frábæran svip á mótið í fyrra. Nýja lagið er eins og flest annað sem frá þeim kemur - afbragð. Heyrst hefur ... ... að Valsmenn séu að leita að miðjumanni til að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök. Liðið er nú með fullt hús stiga en ljóst þykir að menn þar á bæ vilji bæta enn um betur. Þeir róa því á erlend mið eftir öflugum miðjumanni. Valsmenn ætla greinilega að leggja allt undir í sumar. sport@frettabladid.is 40 > Við samgleðjumst ... .... með Frömurum sem hafa heldur betur bætt árangur sinn í upphafi móts frá síðustu leiktíð með tveimur sigrum í þremur leikjum. Þegar tímabilið var hálfnað í fyrra voru Framarar með sama stigafjölda og nú, sex stig. Framarar eru komnir í flri›ja sæti Landsbankadeildar karla eftir 3–0 sigur á firótti í nágrannaslagnum í Laugardalnum í gær. Andri Fannar Ottósson skora›i tvö mörk og var óheppinn a› ná ekki flrennunni. Allt annar bragur á Framliðinu FÓTBOLTI Framarar byrja vel í Landsbankadeild karla og þá sér- staklega á heimavelli en liðið vann Þrótt 3-0 í gær í lokaleik þriðju umferðar Landsbanka- deildar karla á heimavelli beggja liða á Laugardalsvellinum í gær- kvöld. Fram komst með sigrinum upp í þriðja sætið með 6 stig en liðið vann ÍBV einnig 3-0 í fyrsta heimaleik sínum. Þróttur er hins vegar í kjölfarið stigalaust á botn- inum ásamt ÍBV og Grindavík. Andri Fannar Ottósson skoraði tvö fyrstu mörk Framara sem hefðu vel getað skorað fleiri mörk ef ekki hefði komið til Fjalars Þor- geirssonar í marki Þróttar. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þrótt- ar, breytti leikaðferð liðsins frá því í fyrstu tveimur leikjunum, fækkaði um einn í vörninni og Framarar nýttu sé hvað eftir ann- að óöryggið í Þróttaraliðinu á upp- hafsmínútum leiksins. Það reyndi því mikið á Fjalar Þorgeirsson í Þróttaramarkinu sem hélt liðinu á floti í upphafi leiks. Fjalar kom þó engum vörnum við þegar Andri Fannar Ottósson kom Fram í 1-0 um miðjan hálfleikinn. Það var sjöunda skot Framliðsins en Þróttarar höfðu þá ekki náð skoti og varla komist fram yfir miðju. Þróttarar tóku smá kipp í lok hálfleiksins en færin voru af skornum skammti. Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn en náðu ekki að jafna og fengu síðan annað mark á sig og eftir það spil- aðist leikurinn fyrir Framara. Framliðið datt aftur á völlinn, spilaði skynsamlega og fékk í kjölfarið nokkrar góðar skyndi- sóknin sem hefðu getað skilað fleiri mörkum. Andri Fannar fékk svo tækifæri á lokamínútum leiksins til að fullkomna þrennuna en Fjalar varði skot hans meist- aralega vel. Framliðið hefur tekið stakka- skiptum undir stjórn Ólafs H. Kristjánssonar sem er að móta sterka liðsheild í Safamýrinni sem hefur alla burði til þess að vera langt frá fallbaráttunni í sumar. Upp úr stendur samt Andri Fannar Ottósson, einn skemmtilegasti leikmaður deild- arinnar til þessa, en eins voru þeir Hans Mathiesen og Gunnar Þór Gunnarsson mjög traustir. Það sitja því þrjú lið stigalaus á botninum eftir fyrstu þrjár um- ferðirnar en Grindvíkingar, Eyja- menn og Þróttarar geta þó huggað sig við það að þótt að staðan sé slæm þá eru önnur tvö lið í sömu vandræðum. ooj@frettabladid.is GOLF. Úrval íslenskra kylfinga verður saman komið á Toyota- mótaröðinni í sumar, en hún sam- anstendur af sex mótum. Það fyrsta verður nú um helgina á Strandarvelli á Hellu, þar sem aðstæður munu vera hinar ákjós- anlegustu, en ástand valla hefur víða verið ansi bágborið í vor vegna kulda og þurrka. Þar eru skráðir til leiks yfir 130 kepp- endur, því aðeins eru leiknar 36 holur á mótinu. Leiknar verða 18 holur hvorn daginn og ræst út frá klukkan átta um morguninn til hálf fjögur seinni partinn. Gert er ráð fyrir að flestir bestu kylfingar lands- ins taki þátt í Toyota-mótaröðinni í sumar, en þó gætu einhverjir þeirra misst af mótum vegna keppni á erlendri grundu. Áhugi Íslendinga á golfíþrótt- inni hefur aldrei verið meiri en nú og á dagskrá eru yfir eitt þús- und mót á völlum landsins í sum- ar. Flestir vellir landsins eru mjög þétt setnir og aðstaða til æfinga, sem og öflugt unglinga- starf, aukist til muna. Yngri kylfingarnir munu etja kappi á KB banka mótaröðinni í sumar. Þar koma saman efnilegustu kylfingarnir, og munu sumir þeirra einnig munu taka þátt í keppnum hinna eldri og reynd- ari. Meistaramót klúbba verður haldið í júlí í sumar og stendur yfir í fjóra daga á öllum völlum. Leiknar verða 72 holur og mun gríðarlegur fjöldi kylfinga taka þátt sem og í ágúst þegar sveita- keppnir verða haldnar. - bb Toyota-mótaröðin í golfi hefst um helgina með Icelandair-mótinu: Fjöri› byrjar á Strandarvelli á Hellu Risinn er vaknaður nefnist nýtt lag frá Hafnarfjarðarmafíunni, hljómsveit stuðningsmanna FH. Hljómsveitina skipa þeir Heiðar og Halli úr Botnleðju ásamt Viðari. Þeir hafa slegið allræki- lega í gegn með öðrum þekktum stuðningsmannalögum en nýjasta við- bótin þykir gefa hinum ekkert eftir. Lag- ið er alvörurokk eins og von er og vísa hjá Mafíunni. „Já, það þýðir ekkert ann- að – þetta er það sem mun færa titilinn heim ... annað árið í röð,“ sagði Heiðar galvaskur við Fréttablaðið. „Strákarnir í liðinu eiga ekkert í þessum titli, þetta eru bara við stuðningsmennirnir,“ sagði Heiðar og hló. „En það er mikið undir hjá okkur stuðningsmönnum og þess vegna gefum við allt í botn. Þá dugar ekkert annað en rokkslagari. Það virðist nefnilega enginn átta sig á því að það er rokkið sem er málið ef það á að verja titilinn. Öll önnur félög eru með eitthvert popp. Bubbalagið í KR er reyndar orðið klassík.“ Þegar Heimir Guðjónsson, fyr- irliði FH, tók við deildarbik- arnum fyrr í mánuðinum lýsti hann því yfir að risinn væri vaknaður. „Já, þetta er ein- hver húmor sem byrjaði hjá Heimi og strákun- um. FH-ingar eru nefnilega svo hóg- værir,“ segir Heiðar kaldhæðnislega. „Og svo er þetta einnig vísun í nýja knattspyrnuhúsið í Kaplakrika, sem heitir einmitt Risinn.“ Í textanum segir einmitt að „Risinn sé upprisinn“. „Ég er búinn að sjá alla leikina þrjá,“ segir Heiðar um FH-liðið í sumar. „Ég reyni að fara á alla leiki sem ég kemst á. Ætli það eru ekki fjög- ur eða fimm ár síð- an ég byrjaði að fylgjast með þessu af einhverju viti og nú er maður algerlega háður þessu. Maður hefur þó alltaf verið FH-ingur og ég spilaði með þeim sem gutti.“ Aðspurð- um líst Heiðari vel á framhaldið. „Nú reynir á gegn KR á sunnudag, það þýðir engin ræfilsháttur gegn þeim.“ HAFNARFJARÐARMAFÍAN MEÐ NÝTT LAG: RISINN ER VAKNAÐUR Menn vinna ekki titla me› popplögum HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Laugardagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  14.00 Víkingur R. og Víkingur Ó. mætast á Víkingsvelli í fyrstu deild karla í fótbolta.  14.00 KA og Þór mætast á Akureyrarvelli í fyrstu deild karla í fótbolta.  16.00 HK og KS mætast á Kópavogsvelli í fyrstu deild karla í fótbolta.  16.00 Haukar og Völsungur mætast á Ásvöllum í fyrstu deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á Rúv. Tímatökur fyrir Evrópukappaksturinn.  11.30 Úrslitakeppni NBA á Sýn. Útsending frá leik í úrslitakeppninni  13.30 Landsbankadeildin á Sýn. Útsending frá leik Fram og Þróttar.  15.00 Snjóbrettagleði á Rúv.  15.10 Fitness á Sýn. Grunnskólamót UMSK í fitness.  15.30 Íslandsmótið í snóker á Rúv. Úrslitaleikur í meistaraflokki karla.  15.45 Meistaradeildin á Sýn. Útsending frá leik AC Milan og Liverpool.  18.25 Inside the PGA á Sýn. Bandaríska mótaröðin í golfi.  19.00 US PGA Monthly á Sýn. Golfþáttur.  19.50 Spænski boltinn á Sýn.  21.55 Hnefaleikar á Sýn. Hopkins-Eastmann.  22.55 Hnefaleikar á Sýn. Vargas – Joval. TOYOTA-MÓTARÖÐIN: 28.-29. maí: Icelandair-mótið á Strandavelli á Hellu. 36 holur. 11.júní: Carlsberg-mótið á Vest- mannaeyjavelli. 56 holur. 25.-26. júní: Ostamótið á Garðavelli. 56 holur. 21.-24. júlí: Íslandsmótið í höggleik á Hólmsvelli. 72 holur. 5.-7. ágúst: Íslandsmótið í holu- keppni á Hvaleyrarvelli. 3.-4. september: Flugfélagsmótið á Korpúlfsstaðavelli. 36 holur. VERÐUR MEÐ Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í mótum sumarsins. 1. deildarlið Víkings styrkist: Jóhann í lán til Víkings FÓTBOLTI Valsarinn Jóhann Hreið- arsson hefur verið lánaður til ná- grannaliðsins Víkings í mánuð, hið minnsta. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, sagði að hann fagnaði komu Jóhanns, enda reyndur leikmaður þar á ferð og góður. Jóhann er bróðir Sigurbjörns Hreiðarssonar, fyrirliða Vals, en þeir bræður hafa borið uppi miðjuspil Vals síðustu árin. „Hann á eftir að koma til með að auka breiddina í leikmanna- hópi okkar sem og samkeppni, sem er aðeins af hinu góða.“ Sig- urður vildi ekki staðfesta hvort Jóhann færi strax í byrjunarlið Víkings á morgun þegar liðið tek- ur á móti nafna sínum frá Ólafs- vík. Hann verður þó í leikmanna- hópnum. Sigurður segir enn frem- ur að ekki sé loku fyrir það skotið að Jóhann framlengi dvöl sína hjá félaginu, það yrði að koma í ljós er fram líða stundir. - esá 3-0 Laugardalsv., áhorf: 804 Kristinn Jakobsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–6 (14–2) Varin skot Gunnar 2 – Fjalar 11 Horn 7–6 Aukaspyrnur fengnar 14–13 Rangstöður 1–3 1–0 Andri Fannar Ottósson (24.) 2–0 Andri Fannar Ottósson (60.) 3–0 Heiðar Geir Júlíusson (78.) Fram Þróttur *MAÐUR LEIKSINS FRAM 4–3–3 Gunnar S. 6 Kristófer Skúli 5 (72. Ívar –) Þórhallur 5 Kristján 6 Gunnar Þór 7 Mathiesen 7 Nörholt 5 (61. Viðar 5) Ingvar Þór 5 *Andri Fannar 7 Ríkharður 4 Andri Steinn 5 (56. Heiðar Geir 6) ÞRÓTTUR 4–4–2 Fjalar 7 Freyr 6 Jens 5 Jaic 6 Eysteinn 4 Halldór 6 Páll 5 Haukur Páll 4 (68. Erlingur Þór 5) Daníel 6 Þórarinn 3 Sævar 5 TVÖ MÖRK ANDRA Framarinn Andri Fannar Ottósson, sem skoraði tvö mörk í gær, reynir hér að komast fram hjá Jens Sævarssyni (13) og Halldóri Hilmissyni, Þrótturum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.