Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 28
28 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Íbúaþing í Mosfellsbæ laugardaginn 28. maí 2005 Gerum gott samfélag betra Kl. 9:30 Morgunkaffi, skráning í hópa Kl. 9:50 Karlakórinn Stefnir syngur Kl. 10:00 Setningarávarp, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar Kl. 10:15 Jóhann Ingi Gunnarsson, íbúaþingsstjóri flytur inngangsorð Kl. 10:30 Skipt í hópa – framsöguerindi sérfræðinga Kl. 11:00 Hópavinna hefst Kl. 12:00 Hádegisverður í boði Mosfellsbæjar – Mosfellskórinn syngur Kl. 13:00 Hópavinna heldur áfram Kl. 14:45 Kaffihlé Kl. 15:00 Greint frá niðurstöðum hópavinnu í Íþróttamiðstöðinni Kl. 15:55 Samantekt – lokaorð og þingi slitið Kl. 16:00 Sveitaball fyrir utan Íþróttamiðstöðina Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur og félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar bregða á leik Dagskrá: Þingstaðir: Dagskrá íbúaþings: FJÖLSKYLDAN Fyrirlesarar: Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ Umræðuefni í hópum: Lýðræði unga fólksins – Barnafjölskyldur – Heldri borgarar FRÆÐSLA, MENNING, TÓMSTUNDIR OG FRÍTÍMI Fyrirlesarar: Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Umræðuefni í hópum: Fræðslumál – Menningarmál – Íþróttir, tómstundir og frítími SKIPULAGS- OG UMHVERFISMÁL Fyrirlesarar: Gylfi Guðjónsson, arkitekt og skipulagsráðgjafi Bjarni Reynarsson, land- og skipulagsfræðingur Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt Umræðuefni í hópum: Skipulagsmál – Umhverfismál og náttúra ATVINNU- OG FERÐAMÁL Fyrirlesari: Sævar Kristinsson ráðgjafi Umræðuefni í hópum: Atvinnu- og ferðamál Sjá einnig á www.mos.is • Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar við Varmá: setning og morgunkaffi • Varmárskóli, yngri deild, gagnfræðadeild og Íþróttamiðstöð: fyrirlestrar • Varmárskóli gagnfræðadeild: hópavinna, hádegisverður og kaffi • Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar: niðurstöður kynntar • Utan við Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar: sveitaball MOSFELLSBÆR Sérstök dagskrá fyrir börn og unglinga meðan á íbúaþinginu stendur Helgi Valur Ásgeirsson er búinn að stússast í tónlist síðan hann var fjórtán ára. Núna á mánudag- inn kemur út hans fyrsta plata, „Demise of Faith“, og er hún gefin út af Dennis Records, sem er undirfyrirtæki Senu. „Ég er búinn að vera í tónlist síðan ég var fjórtán ára. Ég var í tónlistarskóla í eitt eða tvö ár og fór svo að spila með hinum og þessum hljómsveitum áður en ég gerðist svo trúbador. Í fyrrasum- ar fór ég til Danmerkur og spil- aði á Strikinu og ýmsum börum í Kaupmannahöfn. Það var góð reynsla fyrir mig og eftir það tók ég þátt í trúbadorakeppni á Rás 2 og var svo heppinn að vinna.“ Diskurinn var saminn á þriggja ára tímabili en meiri- hlutann segir Helgi vera frekar nýtt efni. Helgi Valur semur bæði lög og texta sjálfur og eru allir textarnir á ensku. „Já, mér finnst betra að syngja á ensku, ég er bara búinn að venja mig á það.“ Áhrifavaldar Helga eru tónlistarmenn eins og Elliott Smith, Sufjan Stevens, Jeff Buckley og Nick Drake og segir hann að tónlistin sé að vissu leyti svipuð tónlist þessara manna. „Þetta er róleg trúbadoratónlist. Við tókum allt upp í einni töku og vildum hafa frekar hráan brag á plötunni,“ segir Helgi en Jón Ólafsson stjórnaði upptökum á plötunni. „Ég er rosalega ánægð- ur með útkomuna. Við vildum halda tónlistinni frekar tíma- lausri og höfðum engan bassa og engar trommur, vildum ekki vera fastir í sérstökum takti. Heiti plötunnar vekur athygli fyrir frekar drungalegan brag og myndi útleggjast á íslensku sem „endalok trúarinnar“. „Nafnið á plötunni á að endur- spegla tíðarandann. Það eru allir svo uppteknir af efnislegum hlut- um í dag, peningum og bílum, og lítið pláss virðist vera fyrir and- leg málefni. Textarnir fjalla líka um þess konar mál, ást, dauða og hnignun samfélagsins.“ HELGI VALUR Hann gefur nú út sína fyrstu plötu, „Demise of Faith“, og semur bæði lög og texta. Fékk gó›a reynslu á Strikinu Nýr geisladiskur er væntanlegur í haust með Bjarna Arasyni, en sýnis- horn af því sem koma skal er nú í spilun á útvarpsstöðvum. Lagið Allur lurkum laminn er útgáfa Bjarna á lagi Hilmars Oddssonar sem heyrðist í kvikmynd Hilmars, Eins og skepnan deyr, árið 1986 og var þá sungið af Bubba Morthens. Nýi geisladiskurinn er í stórsveitarstíl, en Bjarni segir að „bigband“- sveifla höfði vel til sín. „Mig hefur lengi langað til að gera þetta. Ég er náttúrulega alæta á tónlist, þetta er bara ein stefnan sem mig langar að fara út í. Þó að ég búist ekki við að vera eitthvað í rappi þá er aldrei að vita hvað gerist seinna,“ segir Bjarni. „Þetta tengist náttúrlega því sem ég hef verið að gera, syngja ballöður með sveiflu í brúðkaupum og svona.“ Bjarni mun fá til liðs við sig nokkra blásara á plöt- unni en sjálfur spilar hann á trompet. „Já, ég spila á trompet. Ekki í þessu lagi en ég mun koma til með að spila á disknum. Ég byrjaði minn feril náttúrulega sem trompetleikari, níu ára gamall í tónlistarskóla. Söngurinn kom síðar. Ég var í bigbandi Lúðrasveitar verkalýðsins og spilaði með lúðrasveitinni í tónlistar- skólanum. Svo trompetið hefur fylgt mér síðan þá,“ segir Bjarni. Sena, sem áður hét Skíf- an, mun gefa út diskinn en upptökustjóri og útsetjari er Þórir Úlfarsson sem einnig útsetti síðasta disk Bjarna, Er ástin þig kyssir 2002. „Hann er algjör snill- ingur,“ segir Bjarni og er ánægður með útkomuna á Allur lurkum laminn sem nú er lag vikunnar á Tón- list.is. Bjarni Ara allur lurkum laminn BJARNI ARASON Söngvarinn er alæta á tónlist en platan sem er væntanleg í haust verður í stórsveitarstíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.