Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 28. maí 2005
A› hætta a›
reykja
Ég var staddur á ráðstefnunni
Loft 2004 síðasta haust. Í erind-
um þar kom fram að meiri árang-
ur næðist í reykleysismeðferðum
sem blönduðu saman fleiri en
einni aðferð. Rannsóknir sýna að
sambland hugafars- og nikótín-
meðferðar sé sú leið sem gagnast
einna best. Með það í huga hef ég
gert áhrifaríkar breytingar á
eigin námskeiðahaldi. Allir sem
hafa hætt að
reykja leng-
ur en í þrjár
vikur og
byrjað aftur
vita að
fyrsti smók-
urinn hefur
ekkert með
nikótínþörf-
ina að gera.
Hugarfarið
ræður ríkj-
um. Ég hef nýverið lært áhrifa-
ríkar kennsluleiðir og mun nota
þær til að kenna fólki að breyta
hugarfarinu með afgerandi hætti.
Í gegnum tíðina hef ég verið
andsnúinn notkun nikótínlyfja en
hef snúið við blaðinu í þeim
efnum. Mér þykir mikilvægara
að hjálpa fólki að hætta reyking-
um en að hafa rétt fyrir mér. Þeir
sem vilja munu héðan í frá fá ráð-
leggingar varðandi notkun
nikótínlyfja á námskeiðum mín-
um. Einnig mun ég fylgja nám-
skeiðunum eftir með símtölum til
þeirra sem þess óska. Rannsóknir
sýna að eftirfylgni eykur árangur
reykleysismeðferða töluvert. Ég
mun því hringja í fólk eftir eina
viku, einn mánuð, tvo mánuði,
þrjá mánuði og sex mánuði. Alls
fimm símtöl. Allir sem taka þátt í
námskeiði mínu fá bókina Þú
getur hætt að reykja, sem hefur
selst í þúsundum eintaka, og geta
notað hana sem stuðningstæki
þegar á reynir. Samkvæmt öllum
rannsóknum ætti árangur nám-
skeiðsins að aukast margfalt á
við það sem hann var áður.
Höfundur er ráðgjafi.
AF NETINU
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
GUÐJÓN BERGMANN
Landvernd óskar Bláa Lóninu – heilsulind
til hamingju með Bláfánann
þriðja árið í röð
Baðströndum er veittur Bláfáninn ef þar hefur verið kappkostað
að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu á baðströndinni
og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla
að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir
einir sem leggja sig fram um að auka hreinlæti, gæði og þjónustu
stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfisins.
Alþjóðlegt merki
Bláfánans.
Blaðið og Samfylkingin
Ég hef varla náð að koma mér upp skoð-
un á Blaðinu, hinu nýja dagblaði lands-
manna ennþá, en mér sýnist nú vanta
nokkuð upp á að blaðið verði raunveru-
legur valkostur við önnur dagblöð. En ég
fagna auðvitað aukinni fjölbreytni og
vonandi tekst forsvarsmönnum Blaðsins
ætlunarverk sitt. En ég hrökk við þegar
ég sá að Blaðið, sem hefur ekki tekist af-
gerandi afstöðu í málum hingað til,
sendi nýkjörnum varaformanni Samfylk-
ingarinnar tóninn í ritstjórnargrein nýver-
ið og vandaði honum ekki kveðjurnar.
Virðist sem fari mjög fyrir brjóstið á
mörgum innan Samfylkingarinnar
hversu Ágúst Ólafur virðist hafa mikið
fylgi meðal ungs Samfylkingarfólks og
það hafi flykkst á fundinn rétt fyrir kosn-
ingu og greitt sínum manni atkvæði. Ég
veit ekkert um þetta, en mér sýnist nú
að Lúðvík Bergvinsson og hans menn
séu nú fyrst og fremst súrir og tapsárir
yfir lyktum mála. Lúðvík hefur stundað
það á þingi og í fjölmiðlum að kasta
svokölluðum „skítabombum“ og Ágúst
Ólafur verður fyrir þeim núna, en ekki
við sem tengjumst ríkisstjórninni. En
aftur að Blaðinu og hinni harkalegu
gagnrýni þess á Ágúst Ólaf. ... Ég heyrði
því ... fleygt að næsti ritstjóri þess verði
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Karl er
mikill stuðningsmaður og vinur Lúðvíks
Bergvinssonar og hefur oft tekið málstað
hans opinberlega, m.a. í frægum pistlum
gegn Össuri Skarphéðinssyni, sem ég
hef áður gert að umtalsefni í þessum
pistlum mínum. Ég sel það þó ekki dýr-
ara en ég keypti það...
Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is