Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 66
FRÉTTIR AF FÓLKI Daníel er ungur Dani sem líður værukær í gegnum lífið á hraða snigilsins. Hann hefur líkt og ná- frændi sinn, Nói albínói, nánast sagt sig úr lögum við samfélagið. Hann fer hvorki eftir skráðum né óskráð- um reglum en er samt ekki svo mik- ill uppreisnarseggur að hann fari eftir eigin reglum. Hann fer ein- faldlega ekki eftir reglum. Hann bara er og lætur þar við sitja. Daníel vinnur fyrir sér með veggjakroti á milli þess sem hann hangir með kunningja sínum, sem einhverra hluta vegna gengur undir nafninu Afi. Sá er vægast sagt kostuleg persóna og tvímælalaust skemmtilegasti kynlegi kvisturinn sem Dagur Kári töfrar fram í þess- ari einföldu og ljúfsáru kvikmynd. Voksne mennesker kemur í rök- réttu framhaldi af glæsilegu byrj- endaverki Dags Kára, Nói albínói, og rétt eins og þar byggir hann frá- sögnina á persónum og stemmningu frekar en rökréttum og klassískum söguþræði. Þessi frásagnarmáti leikur ákaflega vel í höndum Dags Kára, sem kemst áreynslulaust upp með að segja sögur sínar á lág- stemmdum nótum án nokkurs bægslagangs. Þrátt fyrir hæga- ganginn missir hann ekki athygli áhorfandans og þó það gerist stund- um ekki neitt í myndunum leiðist manni aldrei. Nói albínói er samt sterkari heild en Voksne mennesker, aðallega vegna þess að hér segir Dagur sögu dómara, sem fær mál Daníels til meðferðar, samhliða meginsögunni. Dómarinn er áhugaverð persóna, það vantar ekki, en tenging hans við Daníel er of veik til þess að hremm- ingar hans styrki heildarmyndina. Þetta eru þó hreinir og klárir smámunir og með lygilega skemmtilegu persónugalleríi og þrælfínum dönskum leikurum tekst Degi Kára að segja meinfyndna og lúmskt harmræna sögu fólks sem reynir að skapa sér merkingarbæra tilveru í litlausum samtíma sem steypir alla í sama mót. Hæg og brotakennd frásögn Dags Kára er í hrópandi ósamræmi við hraðar klippingar og athyglisbrest MTV- kynslóðarinnar og það er í raun frá- bært að fólk skuli enn segja sögur á eðlilegum gönguhraða á þessum síð- ustu og verstu tímum. Persónur Dags Kára eru jafn mikið á skjön við hefðbundin gildi og frásagnarmáti hans en þó Daníel reyni til þrautar að vera eyland kemst hann ekki hjá því að fullorðn- ast og axla ábyrgð. Það verður hins vegar hvorki af honum né Nóa tekið að kynlegir kvistir af þeirra sauða- húsi gera tilverunna skemmtilegri um leið og Dagur Kári stimplar sig inn sem einn áhugaverðasti kvik- myndagerðarmaður Íslendinga. Þórarinn Þórarinsson Ljúfsár flroskasaga VOKSNE MENNESKER LEIKSTJÓRI: DAGUR KÁRI PÉTURSSON AÐALHLUTVERK: MIKAEL BERTELSEN, NICOLAS BRO, TILLY SCOTT PEDERSEN, JAKOB CEDERGREN NIÐURSTAÐA: Voksne mennesker kemur í rök- réttu framhaldi af glæsilegu byrjendaverki Dags Kára, Nói albínói, og rétt eins og þar byggir hann frásögnina á persónum og stemningu frekar en rökréttum og klassískum söguþræði. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 - allt á einum stað Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. tali SK DV Sýnd kl. 8 og 11 B.i. 16 ára. HL MBL Sýnd kl. 1, 2, 4, 5, 7, 8, 10, 11 og 00.30 eftir miðnætti B.i. 10 ára Sýnd í Lúxus kl. 1, 4, 7 og 10 Sýnd kl. 1, 3.30, 5.45, 8 og 10.15 ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Yfir 20.000 gestir á aðeins 7 dögum! SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára O.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 3, 6 og 9 Sýnd kl. 1.30, 4.30, 7.30 og 10.30 B.i. 10 ára ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 9 Einstök upplifun! SK DV Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir. Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran. Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch Yfir 20.000 gestir á aðeins 7 dögum! - allt á einum stað ÍSLENSK TÓNLIST Í ÞÚSUND ÁR „Myndin er gargandi snill d“ SGT Talstöð in „Frábær tónlist... lifandi og upplýsandi leiðsögn um landið sem framleiddi hana“ Kenneth Turan LA TIMES ★★★ SK DV ★★★★ HJ MBL Nýtt myndband Eminem við lagiðAss Like That hefur vakið óhug og reiði stjarna eins og Gwen Stefani, Britney Spears og Elton John. Myndbandið samanstendur af brúðum að gera sig að fífli. Eminem viður- kennir þó ekki að myndbandið sé eitthvað slæmt og talsmaður hans sagði: „Þetta eru brúður. Fólk ætti ekki að láta þetta fara í taugarnar á sér.“ Rod Stewart verður bráðumpabbi í sjöunda sinn. Heitkona söngvarans, Penny Lancaster, á von á fyrsta barni þeirra. „Þau eru í skýj- unum. Þau elska hvort annað svo mikið og barn mun fullkomna líf þeirra,“ sagði heimildarmaður en parið hefur í hyggju að giftast næsta vor. Rod á nú þegar sex börn úr fyrri samböndum. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.