Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 28. maí 2005
Spurning: HVAR ERU HELSTU
JARÐHITASVÆÐI Í ÚTLÖND-
UM OG ERU ÞAU NÝTT EINS
OG HÉR?
Svar: Kraftmestu jarðhitasvæði
heims eru í löndum þar sem eru
virk eldfjöll. Hér á landi eru
kraftmestu jarðhitasvæðin, sem
við köllum háhitasvæði, á gosbelt-
um landsins þannig að hvert
háhitasvæði tengist ákveðinni
eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjalla-
löndum eins og Indónesíu, Japan,
Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum,
Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Banda-
ríkjunum og Ítalíu eru einnig
mörg háhitasvæði og þau eru oft
nýtt til raforkuvinnslu.
Lághitasvæði
Í flestum löndum heims er að finna
jarðhitasvæði þar sem hitinn á
jarðhitavatninu er undir suðu-
marki. Við köllum þess konar
svæði lághitasvæði og mestur
hluti jarðhitavinnslunnar á Íslandi
er á lághitasvæðum. Lághitasvæði
heimsins eru vissulega í eldfjalla-
löndum en einnig í löndum þar sem
eldfjöll eru ekki virk lengur. Oft er
hægt að finna heitt vatn í þykkum
setlögum í þessum löndum.
Evrópulönd sem nota lághita
til upphitunar eru til dæmis Lit-
háen, Pólland, Þýskaland, Austur-
ríki, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía,
Ungverjaland, Rúmenía, Búlgar-
ía, Makedónía, Serbía, Króatía,
Grikkland, Ítalía og Frakkland.
Utan Evrópu eru það helst Kín-
verjar og Japanar sem hafa verið
duglegir við að nota lághita til
upphitunar og til baða.
Kæliskápar geta hitað eldhúsið
Á síðustu áratugum hafa varma-
dælur orðið nokkuð vinsælar við
upphitun húsa víðs vegar um
heim, en ekki á Íslandi. Varma-
dælur eru til dæmis notaðar í
kæliskápum en þá er varma dælt
út úr kæliskápnum í eldhúsið,
sem hitnar við þetta. Svona dælur
má líka nota til þess að dæla
varma úr jörðinni inn í húsin okk-
ar. Þessi hitunaraðferð er orðin
nokkuð almenn í löndum eins og
Bandaríkjunum, Sviss, Þýska-
landi og Svíþjóð. Með þessu móti
er hægt að nota tiltölulega lágt
hitastig í jörðinni til þess að hita
upp hús og ekki er beinlínis þörf á
að hafa aðgang að eiginlegum
jarðhitasvæðum eins og við eig-
um að venjast.
Á háhitasvæðum heims eru
núna jarðgufustöðvar sem fram-
leiða um 8.000 MW af rafafli.
Mesta raforkuframleiðslan er í
Bandaríkjunum og Filippseyjum,
um 2.000 MW í hvoru landi. Veru-
leg raforkuvinnsla er einnig á
Ítalíu, Mexíkó, Indónesíu, Japan
og Nýja-Sjálandi.
Jarðhitanotkun á Íslandi
Uppsett afl í jarðgufustöðvum á
Íslandi er 170 MW og er Ísland í
áttunda sæti á þessu sviði. Hins
vegar er Ísland í fjórða sæti á
heimslistanum í notkun jarðhita
til upphitunar. Uppsett varmaafl í
jarðhita á Íslandi er um 1.500 MW,
en alls er talið að um 15.000 MW í
jarðvarmaafli hafi verið virkjuð í
heiminum árið 2003. Aðeins Kína,
Japan og Bandaríkin nota meiri
jarðhita til upphitunar en við Ís-
lendingar. En ef jarðhitanotkunin
væri miðuð við höfðatölu værum
við auðvitað margfaldir heims-
meistarar.
Valgarður Stefánsson,
eðlisfræðingur.
Er jarðvarminn endalaus orku-
lind?
Þetta er nokkuð snúin spurning
eins og góðar spurningar eiga að
vera. Ef jarðvarminn stafaði ein-
göngu af því að jörðin var heit í
upphafi lægi svarið nokkuð beint
við: Sá varmi var endanlegur og
væri nú að mestu horfinn.
Geislavirk efni í iðrum jarðar
En undirrót varmans sem streym-
ir frá jörðinni er ekki eingöngu
upprunalegur hiti í iðrum jarðar,
heldur eru þar líka geislavirk efni
sem gefa í sífellu frá sér orku sem
heldur hitanum við. Orkan sem
býr í þessum efnum er svo mikil
að varla sér högg á vatni þó að
hluti hennar berist burt sem jarð-
varmi. Orkuforði jarðvarmans er
þess vegna svo mikill, miðað við
orkustreymið og umsvif okkar, að
okkur er alveg óhætt að líta á
jarðvarmann sem endalausa eða
ótakmarkaða orkulind: Það mun
ýmislegt annað og meira ganga á
hér á jörðinni áður en að því kem-
ur að forði jarðvarmans fari að
láta á sjá.
Jafnvægi þarf í vinnslu á jarð-
varma
Hitt er svo annað mál að jarð-
varmi sem er okkur aðgengilegur
til nýtingar í jarðskorpunni hefur
safnast þar upp með hægri
varmaleiðingu að innan eða
borist þangað með kviku. Þessi
forði er takmarkaður og svo
getur farið að við nýtum hann
hraðar en náttúran hefur undan
að endurnýja. Þess vegna þarf að
gæta jafnvægis í vinnslu og end-
urnýjun eða hvíla svæði ef
vinnslan krefst hraðara varma-
náms en náttúruleg endurnýjun
stendur undir.
Lesa má meira um jarðvarma á
Vísindavefnum, meðal annars í
svari Guðmundar Pálmasonar við
spurningunni Hvað er jarðhiti? og
einnig í Jarðhitabók eftir sama
höfund sem nýlega kom út hjá
Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Sveinbjörn Björnsson jarð-
eðlisfræðingur og Þorsteinn Vil-
hjálmsson, prófessor í vísinda-
sögu og eðlisfræði.
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal
spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvaða stafir eru í
stafalogni, hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu, af hverju ‘kallar mað-
ur ekki allt ömmu sína’, hvert er hlutverk páfans, af hverju taka Ísraelar og Tyrkir þátt
í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hvað merkir ‘nix’ í orðasambandinu
‘núll og nix’? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á
slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Endalaus jar›varmi
KRAFTMIKIL SVÆÐI Kort sem sýnir kraftmestu jarðhitasvæði heims.
www.gisli.is // s. 587 6644
Um helgina verður sýning í nýju og glæsilegu húsnæði Gísla Jónssonar að Kletthálsi 13.
Þar er gott úrval af fortjöldum, tjaldvögnum, hjólhýsum, fellihýsum og pallhýsum frá
heimsþekktum framleiðendum. Komdu í heimsókn í skemmtilegustu og stærstu dótabúð
landsins, því nú er rétti tíminn til að tryggja ógleymanlegt sumarfrí fyrir alla fjölskylduna!
Sumarsýning
í stóru dótabúðinni
Vífilfell
Bæjarháls
Hraunbær
Klettháls
Suðurlandsvegur
Hjólhýsi Dethleffs og Cristall - verð frá 1.875.000,-
ATHUGIÐ! GÍSLI JÓNSSON HEFUR FLUTT STARFSEMI SÍNA AÐ KLETTHÁLSI 13.
Opið laugardag 10-16 og sunnudag 13-16
Fortjöld fyrir flestar gerðir af fellihýsum og hjólhýsum frá Isabella
Starcraft pallhýsi
Camp-let tjaldvagnar - verð frá 559.000,-
Starcraft fellihýsi - verð frá 1.279.000,-