Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 24
„Áður en hægt er að taka afstöðu til
álvers í Helguvík þarf fyrst að kanna
arðsemi jafnt álversins og þeirra
jarðvarmavirkjana sem því tengjast.
Jafnframt finnst mér ljóst að fara
þarf yfir umhverfisþætti málsins,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, vegna
þeirrar umræðu sem verið hefur um
fyrirhugað álver í Helguvík og að-
komu Orkuveitu Reykjavíkur að
orkusölu til þess.
Ingibjörg telur ljóst að mikill
kaupendamarkaður sé á raforku um
þessar mundir. „Orkuveitan ætti að
hugsa sig vel um þar sem ýmsir kost-
ir eru í boði og margir virðast hafa
áhuga. Þeir sem eru á orkuveitu-
svæði Orkuveitu Reykjavíkur ættu
að njóta góðs af því,“ segir Ingibjörg
Sólrún. Hún segir einnig að varhuga-
vert geti verið að einblína of mikið á
stóriðju í atvinnuuppbyggingu. Hún
megi ekki yfirskyggja allar aðrar at-
vinnugreinar.
Af fréttum síðustu daga má ljóst
vera að flokkarnir sem standa að
Reykjavíkurlistanum hafa mismun-
andi sýn á álversuppbyggingu, svo
sem í Helguvík. Framsókn er henni
hlynnt, Vinstri-grænir andvígir en
Samfylkingin vill fara sér hægt.
- hb
24 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
Hveitibrauðsdögum nýrr-
ar forystu Samfylkingar-
innar lauk á fyrsta degi
eftir tímamótalandsfund
um síðustu helgi. Trú-
verðugleikinn er á vogar-
skálum þar sem Ágúst
Ólafur Ágústsson verst
ásökunum um að hafa
beitt sviksamlegum
vinnubrögðum í kjöri um
embætti varaformanns.
Nýr formaður Samfylkingarinnar
hlaut glæsta kosningu á nýafstöðn-
um landsfundi. Flokksmönnum hef-
ur fjölgað um sjö þúsund frá ára-
mótum. Skriður er á málefnavinnu
hjá jafnaðarmannaflokki sem gerir
tilkall til valda í næstu þingkosning-
um. Þetta er flokkur sem mælist
varla lengur undir þrjátíu prósenta
fylgi í skoðanakönnunum. Styrkur
íslenskra jafnaðarmanna er meiri
nú en nokkru sinni fyrr í 90 ára sögu
íslenska flokkakerfisins. Sérfræð-
ingar í almannatengslum og ímynd-
arfræðum eru sjálfsagt sammála
um að sú mynd sem dregin var upp
af Samfylkingunni í tengslum við
landsfundinn hafi verið glæst og vel
heppnuð. Og þannig fái aukið vægi
orð Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur flokksformanns um að breyt-
ingar þoli enga bið og flokkurinn
ætli alla leið.
Maðkur í mysu?
En ekki var búið að taka niður
fánaborgirnar við Egilshöll þegar
vandræðin hófust. Maðkur í mysu
við kjör á varaformanni Samfylk-
ingarinnar. Úrsagnir úr flokknum.
Óánægja og brigslyrði. Varafor-
maðurinn ungi tekinn á beinið í DV
fyrir meint kosningasvik. Keypti
hann sér sigur með því að smala
ungliðum á landsfundarstað í Egils-
höll rétt á meðan kosningin fór
fram? Greiddi hann fyrir með kóki
og pítsum, spyr blaðið.
Kjörstjórn landsfundar Samfylk-
ingarinnar sá sig knúna til þess að
lýsa yfir sakleysi varaformannsins í
yfirlýsingu sem hún sendi frá sér
fyrir helgina. Allt hefði verið lög-
legt og rétt að kosningum staðið.
Ágúst Ólafur varaformaður birtist í
viðtölum þar sem hann sór af sér
sviksemi og taldi ásakanirnar fá-
ránlegar.
Aðferðir ungliða skipta ekki sköp-
um
Hefur ekki verið sagt satt um
varaformannskjör Samfylkingar-
innar? Skyldi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hafa fagnað nýkjörnum
varaformanni á sviðinu í Egilshöll,
faðmað hann að sér en klipið létt í
handlegginn á honum svo enginn sá
og sagt: Svona gerir maður ekki.
Orðrétt sagði Ingibjörg Sólrún við
Fréttablaðið 23. maí síðastliðinn:
„Ágúst Ólafur Ágústsson stimplar
sig mjög sterkt inn í pólítíkina með
framboði sínu til varaformanns-
embættisins. Hann fékk afgerandi
stuðning og það skiptir máli. Mér
sýnist munurinn hafa verið það
mikill á honum og Lúðvík Bergvins-
syni að aðferðir stuðningsmanna
Ágústs hafi ekki skipt sköpum.“
Tveimur dögum áður sagði
Ágúst Ólafur þegar Fréttablaðið
spurði hann um sérstakan stuðning
ungliða við framboð hans: „Ég hef
ekki hugmynd um hvort svo sé. Ég
færi að sjálfsögðu ekki í þennan
slag ef ég hefði aðeins stuðning frá
ungliðunum.“
Hvaðan kemur óánægjan?
Því hefur ekki verið mótmælt að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hallaði
sér í aðdraganda landsfundar Sam-
fylkingarinnar fremur að Lúðvík
Bergvinssyni sem varaformanns-
efni en Ágústi Ólafi Ágústssyni,
sem lengstum hafði verið talinn
stuðningsmaður Össurar Skarphéð-
inssonar. Hún kaus hins vegar að
hafa þann stuðning ekki opinberan
né afgerandi á landsfundinum eða í
aðdraganda hans. Það þarf ekki að
koma á óvart og mætti líta á sem
stjórnkænsku. Á það er einnig að
líta að Ágúst Ólafur lýsti yfir hlut-
leysi sínu gagnvart formannskjör-
inu. Það gerði Lúðvík Bergvinsson
einnig. Hann kvaðst hafa unnið náið
með Össuri fráfarandi formanni
undanfarin fimm ár og sæi ekkert
því til fyrirstöðu að vinna einnig
með Ingibjörgu Sólrúnu næði hún
kjöri.
Með gildum rökum mætti halda
fram að eftirmál vegna varafor-
mannskjörs Samfylkingarinnar séu
ekki runnin undan rifjum stuðn-
ingsmanna Össurar Skarphéðins-
sonar. Áttu þeir ekki þvert á móti að
gleðjast yfir yfir kjöri Ágústs sem
hafði verið dreginn í dilk með þeim?
Varla kemur óánægjan frá hörð-
um stuðningsmönnum nýkjörins
formanns. Yfirlýsingar Ingibjargar
Sólrúnar um varaformannskjörið
benda fremur til þess að hún ætli
sér að vinna að friði um varafor-
manninn, en hefur þó sagst ætla að
fara yfir málið. Leiði frekari skoðun
eitthvað nýtt í ljós má búast við að
málið vandist og kjörstjórn lands-
fundarins þurfi að draga í land.
Ólíklegt er að slíkt gerist.
Lögmætar en óvandaðar aðferðir?
Varaformannskjör fór fram í
mesta lagi tveimur klukkustundum
eftir að úrslit voru tilkynnt í lang-
vinnum formannslag Samfylkingar-
innar. Þátttakan í varaformanns-
kjörinu var yfir 90 próent og getur
varla talist óeðlileg í ljósi þess að
landsfundarsalurinn var enn þétt-
skipaður eftir að úrslit í formanns-
slagnum voru kunngerð.
Því verður einnig að halda til
haga að einstökum aðildarfélögum
er heimilt að greiða landsfundar-
gjald fyrir fulltrúa sína og styrkja
þá með þeim hætti til fundarsetu.
Jafnvel þótt sannaðist að ungir jafn-
aðarmenn hefðu greitt gjöld full-
trúa sinna í ríkum mæli að þessu
sinni telst það engu að síður lög-
mætt.
Fyrir hverja tíu í einstökum að-
ildarfélögum Samfylkingarinnar
hefur einn rétt til setu á landsfundi.
Hafi félögum í Samfylkingunni
fjölgað um sex til sjö þúsund frá
áramótum var við því að búast að
fullgildum fulltrúum á landsfundi
fjölgaði um mörg hundruð. Vel má
vera að þar hafi ungliðar verið
áberandi og einhvern tíma hefði það
þótt góðs viti í stjórnmálahreyfingu
að fá ungt fólk til liðs við mál-
staðinn.
Áfallahjálp
Í fræðum um almannatengsl og
ímyndarsköpun eru ævinlega ítar-
legir kaflar um kerfisbundin við-
brögð gegn áföllum. Einskonar
áfallastjórnun. Þessi fræði ganga út
á það að draga sem mest úr afleið-
ingum af óhöppum, hneykslum og
ýmsum vanda sem skaðað getur
ímynd og þar með markaðshags-
muni fyrirtækja eða félaga. Þetta
getur sannarlega átt við um stjórn-
málaflokka og hagsmunasamtök.
Ein þumalfingursreglan í þess-
um fræðum er að segja allt af létta.
Segja satt um ástand mála og bæta
trúverðugleikann með þeim hætti
jafnvel þó svo að tímabundinn skaði
sé óumflýjanlegur. Eiga beinlínis
frumkvæði að því að vinda ofan af
málinu og með vissum hætti að slá
vopnin úr höndum fjölmiðla sem
heimta breiðfyrirsagnir. Spurningin
er hvort Samfylkingin og ráðgjafar
hennar viti af þessari þumalfing-
ursreglu.
stjornmal@frettabladid.is
Formaður Samfylkingar um Helguvík:
Kanna flarf ar›semi og umhverfisáhrif
Fallvölt ímynd í stjórnmálum
nánar á visir.is
!
"#$%&'' ()(*+,-
. !
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Kannski er þessi framtíðarsýn til vitnis um það að sjálf-
stæðismenn telji að næstu borgarstjórnarkosningar séu
fyrirfram tapaðar.“
Alfreð Þorsteinsson, R-listanum og formaður borgarráðs,
um hugmyndir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
um 30 þúsund manna byggð út með ströndum og í eyjum
á sundunum við Reykjavík.
Mörgum virðist sem umræðan um Vatnsmýrina og Reykja-
víkurflugvöll sé í hörðum hnút. Rétt eins og enginn vilji taka
af skarið og hrófli helst ekki við málinu nema með spýtu.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti fyrir
helgina nýstárlegar hugmyndir um allt að 30 þúsund
manna byggð með norðanverðri strandlengju borgarinnar
og í eyjunum við sundin. Töldu þetta síst dýrari kost fyrir
húsbyggjendur en að brjóta land uppi við Úlfarsfell undir
lóðir. Eða annars staðar til fjalla eins og borgarstjórnar-
minnihlutinn orðar það. Sjalfstæðismenn höfðu á orði að
hver fermetri uppfyllingar þyrfti ekki að kosta meira en sex
þúsund krónur. Gróflega. Þá kostar 300 fermetra lóð átján
hundruð þúsund krónur á uppfyllingu út í Álfsey. Steinunn
Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir þetta hins vegar
óraunhæft og allt of dýrt.
Stokkhólmur, hin fagra höfuðborg Svía, er reist á hólmum. Brýr og göng
tengja eyjarnar og hólmana rétt eins og gert er ráð fyrir í hugmyndum sjálf-
stæðismanna. Þetta er allt saman hægt og mikilsvert að setja fram hugmynd-
ir. Meira að segja Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, sagði hugmynd-
irnar forvitnilegar og athyglisverðar. En bætti við að óbætt hjá garði stæði
Vatnsmýrin með rými fyrir 25 þúsund íbúa.
Á upplýsandi korti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins gefur að líta
Sundabraut og byggð á eyjunum, brýr og göng. En í Vatnsmýrinni er ekkert.
Ekki merktur inn flugvöllur og ekki byggð. Bara eitthvað sem líkist túnum eða
kornökrum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði við Fréttablaðið á föstudag, að í
fyllingu tímans yrði að bera framtíð Reykjavíkurflugvallar undir kjósendur
með bindandi atkvæðagreiðslu. En fyrst yrði að gaumgæfa alla kosti.
Allir vita að flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni. Af hverju vilja stjórnmála-
flokkarnir ekki láta reyna á fylgið við þá hugmynd í borgarstjórnarkosningun-
um að ári liðnu?
Vatnsm‡rin afskipt
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
INGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
Stóriðja má ekki yfirskyggja
aðrar atvinnugreinar.
FORMAÐUR OG VARAFORMAÐUR FAGNA KJÖRI Á LANDSFUNDI Viku eftir tíma-
mótalandsfund og glæst fyrirheit í farteskinu glímir nýkjörin forysta Samfylkingarinnar við
tortryggni fjölmiðla og jafnvel eigin flokksmanna um kjör varaformanns.
JÓHANN HAUKSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
SAMFYLKINGIN EFTIR
LANDSFUND
VATNSMÝRIN FYRIR FRAMKVÆMDIR VIÐ HRINGBRAUT Stjórnmálaöflin virðast
hikandi við að taka af skarið um hver skuli vera framtíð Vatnsmýrarinnar og hvað verði
um flugvöllinn sem þar er.