Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 62
HEITT SUMAR-
TREND Í sumartísk-
unni eru hálsmen í
mörgum lögum
áberandi. Fæst
þeirra eru þó úr
eðalmálmum eins
og þessi dýrgripur.
GEISLANDI Arm-
böndin eru úr
skíragulli með
0.46 karata dem-
anti.
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Gar›húsgögn og sandalar
Ég get stundum ekki annað en brosað yfir okkur Íslendingum. Um
leið og sólin fer að glenna sig á vorin tökum við fram sumarfötin og
gleymum því algerlega að það sé bara 8 gráðu hiti eða minna. Við
fyrsta sólargeislann erum við komnar í opna sandala, ermalausa
toppa og förum út á morgnana jakkalausar. Sumar ganga svo langt
að klæðast pilsum og opnum skóm og spóka sig um berleggjaðar í
vorhretinu. Á kaffihúsum borgarinnar fær maður þetta beint í æð.
Þar kjósa sem flestir að sitja úti við í sumarfötunum og skilja svo
ekkert í því af hverju þeir kvefast og veikjast á vorin. Mitt ráð er
að allir kaupi sér hitamæli og komi honum fyrir í skugga heima hjá
sér. Reglan er sú að fara ekki berleggjaður út úr húsi nema það sé
14 stiga hiti og allt undir því telst vera jakka- eða úlpuveður. Það er
alveg hægt að vera sumarlegur og smart án þess að
vera nánast ber. Í raun er það mun klæðilegra og fal-
legra að hafa einhverjar spjarir utan á sér. Það
versta sem ég sé er þó þegar stelpur mæta sokka-
buxnalausar á djammið jafnvel án jakka og halda að
þær séu smart. Svo hýrast þær í biðröðum fyrir
utan skemmtistaðina með frosið bros og glamr-
andi tennur. Það er smekklegt, eða ekki? Vor-
vitleysan kemur þó í ljós á fleiri vígstöðv-
um en í fatatískunni. Núna eru allir að
kaupa sér garðhúsgögn, gasgrill og allt sem
til þarf til að hafa það náðugt úti við. Enginn
getur setið úti nema hafa gashitara sem kostar
álíka mikið og þrenn vegleg skópör. Ég myndi
taka skóna fram yfir hitarann en það er önnur
saga. Ég datt í þennan pytt og linnti ekki látum
fyrr en ég var komin með legugarðbekk í
skottið á bílnum. Þegar ég kom með bekkinn
heim var hinsvegar allt of kalt til að liggja
úti. En þá datt mér snjallræði í hug. Ég opnaði
svaladyrnar og kom bekknum fyrir í dyraopinu.
Þannig að efri partur líkamans er inni og bara
tásurnar úti á svölum. Nú get ég aldeilis sólað
mig á mínu eigin heimili án þess að fá flensu og
kvef. Hitamælirinn er ekki langt undan svo ég
held ég sé í nokkuð góðum málum.
46 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
Skartgripatískan hefur sjald-an verið fyrirferðarmeiri ogveglegri. Gullið er komið í
fyrst sæti eftir mikla silfurtíð og
ekki er verra að hafa gullið alsett
demöntum og öðru fíneríi. Flestar
konur dreymir um að eiga skar-
gripi í tonnavís en vegna verð-
lagningarinnar þurfa flestar að
stilla því í hóf, nema náttúrlega
milljarðakvendi. Í dag eiga skart-
gripirnir að vera stórir og miklir
um sig. Nýjasta skartgripalínan
frá Chanel er dæmi um fylgihluti
sem erfitt er að standast. Hún er
einungis seld í Chanel-sérverslun-
um víða um heim. Stjörnur á borð
við Nicole Kidman og Söruh
Jessicu Parker hafa haft mikið
dálæti á öllu sem kemur frá Chan-
el í gegnum tíðina. Skartgripirnir
eru engin undantekning. Einnig
hefur kóngafólkið í Evrópu verið
duglegt að fjárfesta í Chanel-
skarti, svo duglegt að oft hefur
fyrirtækið þurft að hætta að
framleiða ákveðna hluti því þeir
hafa verið svo vinsælir. Það þykir
sumsé ekki smart að mæta með
eins hálsmen og önnur prinsessa í
konunglegum teitum eða öðrum
veislum. Markaðurinn er því
fljótur að mettast. Skartgripalín-
an „Les Médailles de Chanel“ er
bæði úr gulli og hvítagulli og eru
skartgripirnir í línunni alsettir
demöntum. Tölustafurinn 5 kem-
ur oft við sögu en hann er happa-
tákn að mati hönnuðanna. Grip-
irnir eru því ekki bara fallegir
heldur er eiga þeir að boða gæfu.
Halastjarnan sem var táknmynd
fyrstu skartgripalínunnar
„Bijoux de Diamants“ sem kom á
markað 1932 lifir ennþá góðu lífi
og hefur sjaldan vakið eins mikla
athygli og núna.
martamaria@frettabladid.is
Ung a› eilífu
Það er ekki nóg að nota bara réttu
snyrtivörurnar og vera vel inni í því
hvaða litir eru heitastir í sumartísk-
unni. Huga verður að undirlaginu og
dekra við húðina svo við glóum eins
og demantar. Profutura Primary Act-
ion-kremin frá Marbert hjálpa húð-
inni að vinna gegn öldrun sinni. Þetta
á þó ekki bara við fyrir þær sem eru
að eldast heldur snertir líka utanað-
komandi áhrifavalda eins og sól og
mengun. Streita
og þreyta geta
líka hraðað öldrun húðarinnar og vinna
Profutura-kremin gegn henni. Kremin hafa
mýkjandi áhrif á húðina og vernda hana gegn
skaðlegum efnum í umhverfinu. Kremið örvar
einnig húðina til að endurnýja sig og viðhalda
ljómanum. Með daglegri notkun má koma í veg
fyrir ótímabærar hrukkur. Er hægt að biðja um
eitthvað meira?
Nýji ilmurinn I love love frá Moschino er æði
ferskur og sumarlegur. Appelsínulykt með keim
af sítrónu, grape og rifsberjailmi og rósum.
Hann er sætur með pínulitlum keimi af kanil.
Hann er það góður að mann langar helst að
drekka ilmavatnið í sig og ætti því að laða að
fullt af skemmtilegu fólki. Glasið er frumlegt
og listrænt þar sem túrkísliturinn fær að njóta
sín með appelsínugulum hatti. Þetta er ilmur
sem enginn má láta fram hjá sér fara. Einnig er
hægt að fá húðmjólk og sturtusápu með sama
ferska ilminum. Hann fæst í næstu snyrtivöru-
verslun.
Happatölur og halastjörnur
NICOLE KIDMAN er andlit Chanel.
Útskriftargjafir
Myndir - skartgripir
- styttur - vasar
stjakar og margt fleira
Smáralind / s: 544-2140
PROFUTURA PRIMARY ACTION
Kremin koma í veg fyrir ótímabæra
öldrun húðarinnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
GLASIÐ er glimrandi ferskt og fallegt.
HIMNESKT Gullhálsmenið er veglegt og á
því eru öll táknin, halastjarnan og
happafimman.
GAMALDAGS Hringurinn ber halastjörn-
una sem sló í gegn 1932 þegar fyrsta
skartgripalína Chanel kom á markað.
HVÍTAGULLIÐ er alltaf jafn fallegt.
EYRNALOKKAR sem
margar konur
dreymir um að
eignast.
SARAH JESSICA PARKER hefur verið
æði hrifin af skartgripunum frá Chanel í
gegnum tíðina. Hún á án efa eftir að fjár-
festa í einhverju fíneríi úr nýju línunni.