Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 48
„Þetta er mjög skapandi og skemmtilegur hópur. Það er meiri breidd í verkunum en hefur verið áður, það er eins og allir nái að blómstra,“ segir Björn Sigurjóns- son, sem er einn nemandanna. Mikil fjölbreytni er í náminu en á sýningunni má sjá portrett-, frétta-, auglýsinga-, landslags- og tískuljósmyndir. „Það fer drjúgur tími í þetta,“ segir Björn en hann er ánægður með námið. „Ætli það séu ekki einn til tveir úr hverjum árgangi sem fara beint eða óbeint út í atvinnumennsku og nokkrir í framhaldsnám. En ég held að þetta nám henti öllum sem vilja ná grundvallaratriðum í ljós- myndun. Fólk kemur út með góð- an grunn.“ Ljósmyndaskóli Sissu hefur verið starfræktur frá árinu 1997 svo þetta er áttunda starfsár skólans. Árlega stunda um tuttugu manns nám í skólanum, en kennt er tvö kvöld í viku. Nokkrir af reyndustu ljósmyndurum landsins sjá um kennsluna, svo sem Spessi, Einar Falur Ingólfsson myndstjóri Morgunblaðsins, Golli og Kristján Maack. Sýningin verður opin frá 28. maí til 5. júní kl. 14.00-20.00 um helgar og 16.00-20.00 virka daga. Skapandi og skemmtilegur hópur Nemendas‡ning Ljós- myndaskóla Sissu ver›- ur opnu› í dag, laugar- dag, kl. 14 á Hólmasló› 6. fietta ári› stundu›u nítján nemendur nám vi› skólann og s‡na fleir um 200 myndir á s‡ning- unni. BLÓM Sigurborg gerði þessa mynd. BEKKURINN Þessa mynd eftir Hörpu má sjá á sýningunni. SELLÓ Ágústa tók þessa mynd. GATAN Frikki er einn nemendanna sem sýna á sýningunni en hann tók þessa mynd. Fátt þykir kvikmyndarýnum skemmtilegra en að setja saman lista. Skiptir þá litlu máli hvort um er að ræða bestu eða verstu myndirnar. Bandaríska tímaritið birti á dögunum lista yfir hundrað bestu myndirnar. Þær eru þó ekki settar í nein sæti þannig að engin mynd er valin sú besta. Hins vegar eru valdar myndir áratug- anna og þar varð mynd Pedros Almodovar, Talk to her, fyrir val- inu sem besta mynd fyrsta ára- tugar þessarar aldar. Það sem vakti þó mestu athygl- ina er að kvikmyndin Gone With the Wind, eða Á hverfanda hveli, er ekki á þessum lista og svöruðu gagnrýnendurnir því til að þeim gæti ekki staðið meir á sama um þá mynd. Yfir helmingur allra myndanna á list- anum er gerður utan Bandaríkjanna og má þar nefna brasilísku myndina City of God, japönsku myndina Ik- uru eftir Kurosawa og Dekalog eftir Pol- anski. Richard Schickel, annar gagn- rýnendanna sem fengnir voru til þess að setja saman þennan lista, sagði að ef fólk horfði bara á banda- rískar kvikmyndir missti það af miklu. Leikstjórinn Mart- in Scorsese á þrjár myndir á þessum lista, fleiri en nokkur annar leikstjóri, þrátt fyrir að hafa aldrei fengið Óskarinn. Vin- ur Scorsese, leikarinn Robert DeNiro, leikur í fimm myndanna og kemst enginn leikari nálægt þeim árangri. Fimm leikarar voru útnefndir fyr- ir bestu frammistöðuna framan við myndavélina, þeirra á meðal var hin látna goðsögn Marlon Brando fyrir leik sinn í On the Waterfront. MARLON BRANDO Leikur Brandos sem Terry Malloy í On the Waterfront var magn- aður og þótti meðal fimm bestu í úttekt Time-tímaritsins. 100 bestu kvikmyndirnar 28. maí 2005 LAUGARDAGUR MARTIN SCORSESE Er með þrjár myndir á listanum hjá Time þrátt fyrir að hafa aldrei unnið Óskarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.