Fréttablaðið - 28.05.2005, Page 20

Fréttablaðið - 28.05.2005, Page 20
Nýlega skipti einn þingmaður á hinu háa Alþingi um lið. Honum hefur fundist hann eiga meiri samleið með öðru liði en því er hann var áður hluti af og því tekið þá ákvörðun að skipta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona lagað hendir og sennilega ekki það síðasta. Allt er það gott og blessað. Menn mega skipta um skoðanir og lífssýn ef því er að skipta. Það sem mér finnst hins- vegar athyglisvert er að þingsæt- ið skuli fylgja þingmanni sem skiptir um flokk. Ísland er lýð- ræðisríki. Í það minnsta viljum við að svo sé og teljum að svo sé. Hinn almenni þegn hefur lögvarinn rétt til að hafa áhrif á stjórn ríkisins, gegnum þingið. Þegnarnir ganga að kjörborði fjórða hvert ár og velja sinn full- trúann hver. Hugmyndin er sú að samsetning þingsins endurspegli vilja þjóðarinnar sem best. Þetta er víst kallað þingræði. Í kosning- um hefur hver þegn, 18 ára og eldri, eitt atkvæði. Hann má velja einhvern þeirra fulltrúa sem boð- ið hafa sig fram til þingsetu. Full- trúarnir eru hópar einstaklinga með skilgreinda sameiginlega stefnu og markmið. Fulltrúarnir eru semsagt flokkar manna, kall- aðir stjórnmálaflokkar. Á Íslandi eru þessir flokkar auðkenndir, á kjörseðlinum, með listabókstöf- um. Ekki má velja einstaklinga eftir eigin höfði úr mismunandi flokkum, þótt breyta megi röð einstaklinga innan þess lista sem kosinn er. Það er því ótvírætt að þegnarnir eru fyrst og fremst að kjósa flokk en ekki menn. Þótt samsetning framboðslista flokk- anna hafi eflaust einhver áhrif á einhverja kjósendur er ekkert haldbært til sem sannar að svo sé. Aftur að þingmanninum sem ég gat um í upphafi. Nú hefur hann skipt um lið og tekið þingsæti sitt með sér. Ég geri ráð fyrir að það sé allt samkvæmt gildandi lögum og reglum, að þingsætið fylgi honum. Því hlýt ég að spyrja: samræmist það lýðræðisfyrir- komulagi að einn maður geti, að eigin geðþótta, svipt kjósendur atkvæði sínu? Atkvæði sem þeir veittu flokknum sem þeir töldu best til þess fallinn að framfylgja stefnu sem samræmdist helst þeirra eigin lífssýn, eða treystu best til að gæta hagsmuna sinna. Hver svo sem ástæðan er hjá hverjum og einum að veita flokki atkvæði sitt, þá er það flokkurinn sem hlýtur atkvæðið. Liðsheildin. Stefnan. Hvort sem það er þessi þingmaður sem á í hlut eða ein- hver annar. Þessi flokkurinn eða hinn. Það skiptir engu. Flokkur- inn hlýtur atkvæðin og þar með þingsætin. Vilji menn breyta því og láta þingsætin fylgja þing- mönnunum ættu menn að breyta kosningafyrirkomulaginu og kjósa menn beinni kosningu. Það er hinsvegar önnur umræða. Höfundur er tölvunarfræðingur. 28. maí 2005 LAUGARDAGUR MAÐUR VIKUNNAR Á gúst Ólafur Ágústsson stal næstum því sen-unni frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á ný-afstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar. Ekki vegna þess að kjör hans í embætti varafor- manns hafi komið á óvart heldur vegna sögusagna á fundinum og eftir hann um að Ágúst Ólafur og nánustu samherjar hans hafi ekki staðið eðlilega að verki við kosninguna. Sagt er að þeir hafi smalað ótæpi- lega á kjörstað, greitt kjörgögn fyrir á þriðja hundrað manns og skilað fjölda kjörseðla í einu, sem er óheimilt. Sennilega eru þessar sögur nokkuð ýktar og flest bendir til þess að þarna hafi að minnsta kosti ekki verið brotið blað hvað kosn- ingar hjá stjórn- málaflokki varð- ar. Það styrkir þessa skoðun að þeir sem þekkja Ágúst Ólaf persónu- lega og eru óháðir S a m f y l k i n g u n n i segja hann einstak- lega heiðarlegan og vandaðan. Ágúst Ólafur er af þekktri fjöl- skyldu. Faðir hans er Ágúst Einars- son, prófessor og fyrrum þingmaður Alþýðuflokksins, sonur Einars ríka í Eyjum. Móðir hans er Kol- brún Ingólfsdóttir meina- tæknir. Ágúst ólst upp í Reykjavík við góð kjör, yngstur þriggja bræðra, var feiminn og hlédrægur í æsku en fór að hafa sig í frammi í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hann var kosinn for- seti skólafélagsins Framtíðar- innar. Eftir stúdentspróf 1997 innritaðist hann í lögfræði og lauk laganámi á síðasta ári. Í Háskólanum starfaði hann með stúdentafélaginu Röskvu. Í Há- skólanum kynntist hann líka konu sinni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem var einn af forystumönnum Vöku. Þótt hún hafi starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins telja menn lítinn mun á stjórnmálaviðhorfum þeirra hjóna. Ágúst Ólafur er alinn upp í hugmyndaheimi hægri arms gamla Alþýðuflokksins og er enginn róttæklingur í skoðunum. Áhugamál hans eru ýmis félagsmál, velferðarmál og réttlætismál og má tala um hann sem hugsjónamann á því sviði. Bar- átta hans fyrir því að afnema fyrning- ar í kynferðisbrotamálum vakti mikla athygli nú í vor. Þá hefur hann látið til sín taka heimilisofbeldi, þunglyndi eldri borgara og málefni ungra fanga, svo nokkuð sé nefnt, og þykir hafa sett sig vel inn í þessa málaflokka. Á Alþingi er hann ekki í hópi and- ríkustu mælsku- og upphlaups- manna heldur er hann alvörugef- inn í framgöngu og sýnir vilja til að taka mál- efnalega á umræðuefn- um. Ágúst Ólafur er virkur í stjórnmálabar- áttunni og held- ur meðal annars úti vefsíðunni agu- stolafur.is þar sem hægt er að kynnast skoðunum hans. Er síð- an reglulega uppfærð með nýjum greinum. Sagt er að Ingibjörg Sólrún hefði frekar kosið að sjá keppinaut Ágústs Ólafs, Lúðvík Bergvins- son, sem varaformann Samfylkingarinnar. Lík- lega þykir henni Ágúst Ólafur of langt til hægri. En vel má vera að það verði Samfylkingunni fremur til framdráttar en hitt eftir næstu þingkosn- ingar að hafa í forystu- sveitinni mann eins og hann sem hugsanlega gæti opnað leiðir þar sem aðrir í forystunni koma að læst- um dyrum. ■ Málefnalegur hugsjónama›ur ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON VARAFORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS Menn mega skipta um sko›an- ir og lífss‡n ef flví er a› skipta. fia› sem mér finnst hinsvegar athyglisvert er a› flingsæti› skuli fylgja flingmanni sem skiptir um flokk. H blaelgar › Sími 58•12345Allar pizzur á 1000 kr. DAGBLAÐIÐ VÍSIR 114. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 Sexí að vera með tattú Síðustu stundir Sæunnar Pálsdóttur Fædd 7. febrúar 1979 – látin 1. nóvember 2004 Einn hryllilegasti atburður síðustu ára er án efa manndráp Magnúsar Einarssonar á eiginkonu sinni Sæunni Pálsdóttur. Þau áttu tvö börn og virtust á yfirborðinuung og efnileg hjón sem ættu framtíðinafyrir sér. Magnús heldur því fram að Sæunnhafi beðið hann um að drepa sig. Tveir ástmenn Sæunnar segja hana hafa veriðánægða með að sjá loks fyrir endann á sambandi sínu við Magnús. Það gengur þvert á framburð hans. Foreldrar hennartóku börnin að sér Eiginmaðurinn sat umSæunni og drap hana Ástmaðurinn beiðeftir að þau skildu Féll fyrir hendi sjúklega afbrýðisams eiginmanns Bls. 14–16 Bls. 31-35 Ætlar ekki að tapa fyrir brjóstakrabbameininuÍ fyrra létust 33 íslenskar konur úr brjóstakrabba l í l DV minnist þeirra sem létust og ræðir við hetjurnarsem neita að gefast upp Bls. 38–39 Hefurflúsé› DV í dag Berglind er þriggja barna móðir í meðferð sem neitar að gefast upp Kjósendur sviptir atkvæ›i sínu BRJÁNN GUÐJÓNSSON SKRIFAR UM FLOKKASKIPTI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.