Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvað er þyngsti dómur í Dettifossmál-inu þungur? 2Hvaða lið efstu deildar karla hefurfengið fæst mörk á sig? 3Hvað heitir söngleikurinn sem varfrumsýndur í Loftkastalanum í gær- kvöld? SVÖRIN ERU Á BLS. 54 VEISTU SVARIÐ? 8 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Mótmæli brjótast víða út í hinum íslamska heimi: Bandaríkjamenn vi›urkenna vanhelgun BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher greindi frá því í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að í fimm tilvikum hefði Kóraninn, helgirit múslima, verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Eng- ar sannanir fundust hins vegar fyr- ir því að honum hefði verið sturtað niður um klósettið. Yfirmaður fangelsins segir að atvikin hafi ekki brotið í bága við reglur sem giltu þegar þau áttu sér stað, og hann segir tvö þeirra hafa stafað af mistökum en ekki ásetn- ingi. Eitt þeirra átti sér stað í yfir- heyrslu. Tugþúsundir múslima hófu mót- mæli í kjölfar fréttanna í Egypta- landi, Pakistan, Jórdaníu, Líbanon og Malasíu. Mótmælendur kröfð- ust þess að Bandaríkin bæðust af- sökunar og refsuðu þeim sem ábyrgð bæru á vanhelguninni. Í Pakistan voru víða brenndar eftirlíkingar af Bush Bandaríkja- forseta og í Líbanon kyrjuðu mót- mælendur að Bandaríkin væru „hinn stærsti Satan“. Bandaríkjaher segist engar sannanir hafa fundið fyrir því að Kóraninum hafi verið sturtað niður um klósett líkt og greint var frá í Newsweek á dögunum en síðar dregið til baka. -GRS Endursko›a lög um kynfer›isbrotamál Semja á drög a› n‡ju frumvarpi um breytingar á kynfer›isbrotamálum í sumar og ver›ur frumvarpi› lagt fram á Alflingi í vetur. Einnig er í sko›un a› setja sérstakt ákvæ›i um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. FUNDUR Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagapró- fessor að semja drög að frum- varpi um breytingar á kyn- ferðisbrotakafla al- mennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börn- um og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Al- þingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverð- arfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, ís- lenskri lagahefð og þeim grunni sem al- mennu hegningarlögin hvíla á. „Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans,“ sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, f r a m k v æ m d a - stýra Samtaka um kvennaat- hvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. „Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinn- ar.“ Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætl- un aðgerðahóps gegn kyn- bundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfs- ins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðar- móttaka verði styrkt, að fórn- arlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, sak- sóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hefði óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisof- beldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álit- inu á næstu vikum. - grs Teknir með hnífa: Dæmdir fyrir vopnabur› DÓMSMÁL Þrír menn á þrítugsaldri voru dæmdir til að greiða 30 þús- und krónur hver, fyrir að bera ólögleg bitvopn á almannafæri í miðborg Reykjavíkur þann 12. apríl síðastliðinn. Mennirnir játuðu allir brot sitt og var horft til þess í dómnum. Brotamenn þurfa að greiða sekt- ina innan fjögurra vikna frá upp- kvaðningu en sæta ella fangelsi í fjóra daga. Tekið var tillit þess í dómnum að mennirnir hafa aldrei komið við sögu lögreglu áður fyrir við- líka brot. - mh UMFERÐ HLEYPT Á Fyrsti hluti Hringbraut- ar hinnar nýju verður opnaður fyrir umferð á hádegi á morgun. Framkvæmdir við Hringbraut: Opna› fyrir um- fer› til austurs SAMGÖNGUR Syðri akrein hinnar nýju Hringbrautar til austurs verður opnuð fyrir umferð um há- degisbil á morgun en verið er að leggja lokahönd á tengingar og prófun umferðarljósa. Ætti opnunin að greiða eitthvað úr þeim hnút sem verið hefur á þessari leið meðan á framkvæmd- um hefur staðið en umferð í hina áttina til vesturs verður þó áfram með sama hætti og verið hefur næstu dagana. - aöe Icelandair-mótið er fyrsta mótið í Toyota-mótaröðinni og fer fram á Strandarvelli á Hellu 28. og 29. maí. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 28 52 3 0 5/ 20 05 Golfsumarið 2005 er hafið! Florida - Paradís golfarans Icelandair flýgur allt að fjórum sinnum í viku til Florida Gríðarlegur fjöldi framúrskarandi golfvalla og aðstaða er á allan hátt fyrsta flokks. Veðrið er alltaf frábært, baðstrendurnar stórkostlegar og ótal skemmtilegir möguleikar til innkaupa eru í boði. RÚSSLAND LEIKSKÓLAR Nær allir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík telja að barninu sínu líði mjög vel eða frekar vel í leikskólanum sam- kvæmt nýrri könnun sem mennta- ráð Reykjavíkurborgar kynnti í gær. Í niðurstöðunum kemur fram að 99% foreldra telja að barni sínu líði mjög eða frekar vel í leik- skólanum. Leikskólar Reykjavíkur hafa reglulega kannað viðhorf foreldra til þjónustunnar og niðurstöður kannananna eru notaðar bæði við innra og ytra mat á starfinu sem er unnið inni á leikskólunum. Fyrir liggja skipulagsbreyting- ar á stjórnkerfi Reykjavíkurborg- ar sem hafa í för með sér samein- ingu Fræðslumiðstöðvar og Leik- skóla Reykjavíkur á nýju mennta- sviði. Menntasviðið lýtur svo stefnumörkun menntaráðs sem er pólitískt skipað. Þessar breyting- ar ganga í gegn núna um mánaða- mótin og mun Bergur Felixson, sem hefur verið í forsvari fyrir leikskóla í Reykjavík í samfleytt þrjátíu ár, þá láta af störfum. -oá Leikskólar Reykjavíkur: Mikil ánægja foreldra BERGUR FELIXSON OG ÞORLÁKUR BJÖRNSSON Bergur lætur af störfum hjá leikskólunum nú um mánaðamótin eftir þrjátíu ára samfellt starf. Þorlákur er varaformaður menntaráðs en hann kynnti niðurstöður viðhorfskönnunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SEGIST HAFA VALDIÐ RAFMAGNS- LEYSI Tsjetsjenski uppreisnar- leiðtoginn Shamil Basajev lýsti því yfir í gær á vefsíðu á netinu að hann hefði valdið rafmagns- leysinu í Moskvu í vikunni sem olli miklu uppnámi og öngþveiti. Stjórnvöld standa hins vegar fast á því að rafmagnsleysið hafi orð- ið vegna skammhlaups í úr sér genginni spennistöð. FÁNABRENNA Í ISLAMABAD Múslimar brenndu víða fána til að mótmæla vanvirð- ingu Bandaríkjamanna við Kóraninn. DRÍFA SNÆDAL Fagnar yfirlýsingu dómsmála- ráðherra. BJÖRN BJARNA- SON Segir ráðu- neytið leggja áherslu á að- gerðaáætlun gegn kynbundnu of- beldi um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.