Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 26
Garðyrkjufélag Íslands mun í dag halda upp á það að 120 ár eru síðan Georg Schierbeck, þáverandi landlæknir, stofnaði félagið. „Í upphafi var félagið stofnað til þess að efla garðyrkju sem tengdist heilsueflingu, það er að auka rækt heilnæmra matjurta. Félagið held- ur að hluta til ennþá í þessa stoð, þó félagið hafi vitanlega breyst mikið,“ segir Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands. Félagið styrkti einn félags- mann, Einar Helgason, til náms í Danmörku og þá hófst fyrir al- vöru þróun garðyrkjustarfsemi innan félagsins. „Einar var með tilraunir á því hvaða tegundir gætu þrifist hér á landi og var driffjöður í starfi félagsins um áratugaskeið,“ segir Jóhanna. Vinsælasti viðburður í starfi Garðyrkjufélagins er árleg garðaskoðun. Þá opna félags- menn garðana sína, sem margir hverjir eru farnir að minna á garða erlendis. „Við finnum fyrir því að sumurin eru að verða betri, hér eru farnar að þrífast ýmsar tegundir sem ekki hafa verið hér áður, til dæmis vitum við af því að eplatré eru komin í garða, og með stórum og góðum eplum,“ segir Jóhanna. Starfsemi félagsins hefur ver- ið virkust hér á höfuðborgar- svæðinu, þar sem klúbbarnir þrír innan félagsins, sumarhúsa- klúbbur, rósaklúbbur og mat- jurtaklúbbur, eru mest virkir. Það er þó vilji félagsins að efla starf- semina út á landi. „Það eru fjórar landshlutadeildir innan félagsins, í Árnessýslu, Skagafirði, Egils- stöðum og Húsavík, og það er von okkar að hægt verði að virkja þær enn frekar og fjölga þeim einnig,“ segir Jóhanna. Skemmtunin í dag verður fjölbreytt og ætlar Magga Stína að spila á blómaballi á stéttinni fyrir utan Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn þegar líða tekur á. ■ 26 28. maí 2005 LAUGARDAGUR ALFRED ADLER (1870-1937) lést þennan dag. TÍMAMÓT: GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS 120 ÁRA Eplatré farin að þrífast hér „Það er alltaf auðveldara að berjast fyrir hugsjónum en að lifa eftir þeim.“ Austurríski læknirinn Alfred Adler stofnaði sálfræðiskóla sem miðaður var við þarfir einstaklinga. Hann lærði við háskólann í Vínarborg og lagði mikið af mörkum til sálfræðinnar. Frægastur er hann þó fyrir að setja fram kenningar sem studdust ekki við hugmyndir Freuds. timamot@frettabladid.is JÓHANNA Í GRASAGARÐINUM Grasagarðurinn er stolt garðyrkjuáhugamanna í höfuð- borginni. Þar verður mikil afmælishátíð í dag. Þennan dag árið 1937 var Golden Gate-brúin opnuð fyrir umferð. Hún var á þeim tíma ein stærsta brú veraldar. Brúin var hönnuð af Clifford Paine, sem hafði mikið fyrir því að sann- færa yfirvöld um að mögulegt væri að byggja brúna. Paine hafði lokið við hönnunarhlutann árið 1930 en þurfti að eyða næstu þremur árum í að sannfæra stjórnvöld um ágæti brúarinnar. Útlit hennar er undir miklum áhrif- um af verkum arkitektsins Irvings Morrow. Hann hafði þó ekki fram að þessu unnið við að hanna brýr, en þótti framsækinn og hug- myndaríkur með eindæmum. Hann lagði til að hafa brúna app- elsínugula að lit, til þess að undir- strika framfarakraft Bandaríkjanna, og á það féllst Clifford Paine. Brúin var dýr, kostaði samfélagið um 35 milljónir dollara á þeim tíma. Það þótti gríðarlega hátt verð og varð brúin umdeild fyrir vikið. Í brúna fór mikið af vírum, um 50 þúsund kílómetrar. Turnar brúar- innar eru miklar byggingar, ná í rúmlega 250 metra hæð, en brú- arstoðirnar sem eru undir sjávar- máli eru þó miklu lengri.. Þótt kostnaður vegna brúarsmíð- innar hafi verið íþyngjandi fyrir bandarískt samfélag á sínum tíma hefur brúin færst nær hjörtum Bandaríkjamanna og er í dag eitt helsta tákn landsins. GOLDEN GATE ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1800 Konungsúrskurður er gef- inn út um að gera skuli vandlegar strandmælingar á öllu landinu. Mælingarn- ar voru mikið verk og lauk ekki fyrr en 1826. 1959 Tveir apar verða fyrstu líf- verurnar til þess að lifa af ferð út í geiminn. 1983 Eldgos hefst í Grímsvötn- um í Vatnajökli. Það stóð í fáa daga. 1991 Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, fellur í hendurnar á uppreisnarmönnum. Þar með lýkur formlega sautján ára marxískri stjórn í landinu. 1998 Pakistanar hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur. Vígbúnaðarkapphlaup milli Pakistans og Indlands er í algleymingi. Golden Gate-brúin opnu› Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Jakobína H. Schröder til heimilis að Fannaborg 8, áður Birkihlíð við Nýbýlaveg, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 25. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erna María Jóhannsdóttir, Ásvaldur Andrésson, Baldur Schröder, Naomi Herlita og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Þ. O. Nielsen Seljahlíð, Reykjavík, lést miðvikudaginn 25. maí. Sigríður C. Nielsen, Margrét St. Nielsen, Sveinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón G. Sigurjónsson Birkigrund 71, Kópavogi, andaðist á heimili sínu föstudaginn 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Ásgeirsdóttir Freyja Sigurjónsdóttir Þórir Sigurgeirsson Ásgeir Sigurjónsson Silja Sverrisdóttir Drífa Sigurjónsdóttir Ólafur Baldursson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Aðils Kristjánsson múrarameistari, Bræðratungu 19, Kópavogi, lést á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 25. maí. Lovísa Hannesdóttir, Unnur Sólveig Björnsdóttir, Hannes Björnsson, Hafdís Ólafsdóttir, Kristján Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Brynjar Guðmundsson, Illugi Örn Björnsson, Fanný María Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Magnús Þór Sigurðsson, Tunguseli 6, lést mánudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram. Sigurður Björgvinsson, fyrrverandi bóndi á Neistastöðum, lést föstudaginn 20. maí. Benedikt Már Aðalsteinsson, Holta- gerði 65, Kópavogi, lést þriðjudaginn 24. maí. Guðný Bjarnadóttir, frá Gerðisstekk, Norðfirði, Lóurima 6, Selfossi, lést mið- vikudaginn 25. maí. Björn Aðils Kristjánsson, múrarameist- ari, Bræðaratungu 19, Kópavogi, lést miðvikudaginn 25. maí. Anna Fríða Stefánsdóttir, Grund, Vest- mannaeyjum, lést miðvikudaginn 25. maí. JAR‹ARFARIR 11.00 Guðmundur Guðleifsson frá Langstöðum í Flóa, síðast til heimilis á Lyngheiði 15, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju. 11.00 Sigurlaug Þorkelsdóttir, Bárustíg 7, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Anna Magnúsdóttir, frá Selhóli, Hellissandi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju. 14.00 Guðrún Vilmundardóttir, Steinnesi, Austur-Húnavatnssýslu, verður jarðsungin frá Þingeyrar- kirkju. 14.00 Inga Maria Warén, Selási 13, Egilsstöðum, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju. ANDLÁT Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.