Fréttablaðið - 28.05.2005, Side 30

Fréttablaðið - 28.05.2005, Side 30
Hjólkoppar Útliti bíls er hægt að breyta með því að setja nýja hjólkoppa á dekkin. Til- valið er að skipta út hjólkoppunum á bíl sem kominn er til ára sinna og þá yngist hann upp um nokkur ár.[ ] Súðavogur 6 Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík                        Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Með króníska bíladellu Hondan gerð upp í þriðja sinn. Geiri stefnir að því að ljúka við bílinn fyrir bílasýningu á Akureyri 17. júní. Ásgeir Ingvason, alltaf kallaður Geiri, er viðgerðamaður hjá AB bremsum í Akralind og sérhæfir sig í Honda-bílum. Geiri á að sjálfsögðu sjálfur einn slíkan. „Þetta er þvílíkur eðalbíll, Honda CRX. 1,6 V-tec. Í honum er ventlasystem sem lengir opn- unartíma á ventlum, sem aftur eykur kraftinn. Því lengur sem ventlarnir eru opnir því meiri kraftur.“ Geiri er búinn að skipta þrisvar um vél í bílnum og segist lifa og hrærast í bílaviðgerðum. „Þessi bíll var 60 hestöfl en er núna 90,“ segir hann. „Ég er með króníska bíladellu, þetta er í blóðinu og teygir sig aftur um þrjá eða fjóra ættliði.“ Aðspurður hvort þetta þjóni einhverjum tilgangi þar sem hvergi má aka mjög hratt hér- lendis segist hann fara upp í braut. „Þar er hægt að gefa í og finna kraftinn. Það er ólýsanlegt kikk.“ En hvað er svona merkilegt við Hondur? „Það er bara snilldarsmíð á þeim, mótoruppsetningin er svo brilljant og allt annað í bílnum frábært. Ég er búinn að eiga sex Hondur og er hvergi hættur.“ Þó að Geiri sé heltekinn af bíl- um og sé mikið í bílskúrnum þegar hann er ekki í vinnunni á hann sér annað áhugamál. „Ég spila á gítar og sem lög. Nei, ég hef aldrei komið fram, en núna er allt í bígerð og hljóm- sveit í smíðum svo það er aldrei að vita. Við erum að spila allt frá Zeppelin upp í íslenska sveita- ballatónlist. En aðalatriðið er að koma Hondunni á götuna fyrir 17. júní, þá verður stefnan tekin á bílasýningu á Akureyri.“ Til að sýna bílinn? „Nei, bara til að sýna sjálfan sig og sjá aðra.“ ■ Carlos Ghosn er tekinn við sem forstjóri Renault Group. Ghosn hefur verið forstjóri Nissan frá 1999, allt frá því að Renault eign- aðist ráðandi hlut í Nissan, og mun hann halda því starfi áfram samhliða nýja forstjórastarfinu. Ghosn hefur verið orðaður við forstjórastól Renault undan- farin ár eða allt frá því að honum tókst að snúa taprekstri Nissan við á árinu 2001. Sá viðsnúning- ur þótti undraverður, ekki hvað síst fyrir þá sök að hann tók ekki nema 12 mánuði, en tap Nissan hafði verið tilfinnanlegt á árun- um áður. Renault Group skilaði á síðasta ári 3,5 milljörðum evra í hagnað og hefur forstjórinn ný- ráðni lýst því yfir, að í ljósi góðr- ar afkomu sé mikilla breytinga ekki að vænta hjá Renault á næstunni. Starf stjórnarformanns og forstjóra Renault hefur fram að þessu verið á hendi eins manns, Louis Schweitzer. Fyrir nokkru var ákveðið að skilja þessi tvö æðstu stjórnunarstörf sam- steypunnar að og mun Schweitz- er starfa við hlið Ghosn sem stjórnarformaður. Ghosn er af brasilískum uppruna og er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Þessi óhefðbundni stjórn- unarstíll vakti neikvæð viðbrögð á upphafsárum hans hjá Nissan. Til dæmis varð hann frægur á einni nóttu fyrir að heilsa öllu starfsfólkinu hjá Nissan með handabandi. Það þótti ekki góðs viti í japönsku viðskiptalífi og hann vakti einnig mikla athygli fyrir að taka morgunverð með börnum sínum fjórum fram yfir háttskrifaða morgunverðar- fundi. ■ Óvenjulegur forstjóri hjá Renault Forstjóri Nissan sest í forstjórastól Renault. Carlos Ghosn og Louis Schweitzer. Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.