Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 5. júní 2005 25 365 kúamyndir eftir Jón Eiríksson, bónda og listamann á Búrfelli í Húnaþingi vestra Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Opið alla virka daga í sumar frá kl. 13-17 og um helgar frá kl. 13-18. M IX A • fí t • 5 0 7 2 2 Ár og kýr! Ljósafossstöð opnar sunnudaginn 5. júní kl. 13.00 Samkór Selfoss syngur í Ljósafossstöð kl. 15.00 á opnunardaginn. Stjórnandi kórsins er Keith Reed. Heitt á könnunni. Tilvalinn sunnudagsbíltúr. Verið velkomin. „Það skiptir engu máli hvað ger- ist. Þegar allt kemur til alls er það rokkið sem bjargar heiminum,“ Þetta lét Pete Townsend, gítar- leikari Who, hafa eftir sér. Popp- arar og rokkarar hafa orðið æ meira áberandi í stjórnmálalífinu og liggja ekki á skoðunum sínum. Þeir eru hávær hópur sem nota listina til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sitt sýnist þó hverjum um áhrifamátt þeirra og telja margir að þótt aðdáendur þeirra flykkist á tónleika með þeim sé ekki víst að þeir fylgi þeim að skoðunum. Hungurpopparinn Bob Geldof tilkynnti á dögunum að hann hugðist endurtaka ævintýrið frá 1985 þegar tónlistarmenn komu saman undir nafninu „Haldið þið kjafti og komið með peningana“. Vakin var athygli á hungursneyð- inni í Afríku og milljónir söfnuð- ust í átakinu. Engum dylst hvílíkt átak þetta var en þetta voru þó bara styrktartónleikar. Diana prinsessa var meira að segja á tónleikunum. Geldof sagði sjálfur þá sögu að leikstjórinn Richard Curtis hefði fengið meiri pening fyrir Afríku úr teboði hjá Mitter- and en söfnuðust á LiveAid. Popparar mótmæla Live 8 tónleikarnir sem haldnir verða 2. júli eru af allt öðru meiði en LiveAid. Á tónleikunum safn- ast saman fólk með sömu stjórn- málaskoðun: Að átta ríkustu lönd heims eigi að frysta skuldir þró- unarríkjanna. Þetta verður engin fjársöfnun heldur mótmæli gagn- vart stefnu G8. Þrátt fyrir að framtak Bob Geldof sé hvað þekktast er hann síður en svo eini tónlistarmaður- inn sem hefur notað tónlistina til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Tónlistarmaðurinn Sting berst gegn eyðingu regn- skóganna og hefur bjargað svæð- um sem eru stærri en Belgía. Engu að síður hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vera full ein- strengislegur. Þegar Íraksstríðið braust út voru tónlistarmenn ekki á eitt sáttir við stefnu Bandaríkjanna og Breta. George Micheal samdi lagið Shoot the Dog til að mót- mæla afstöðu Breta í Íraksstríð- inu. Myndbandið við það sýndi Tony Blair sem litla hundinn hans Bush en Michael varð fyrir svo miklu aðkasti í Bandaríkjunum að hann neyddist til að flýja land. Bandaríkjamenn og Bretar eiga enn í stríði í Írak. Andstaðan gegn Bush Þegar George W. Bush sóttist eft- ir endurkjöri reyndu fjölmargir tónlistarmenn að fá óákveðna kjósendur til að kjósa Kerry. Bruce Springsteen sameinaðist Dixie Chick í andstöðu sinni við George Bush. Repúblikanar svör- uðu því með að kalla „Þegiði og syngið“. REM tók þátt í þessari baráttu en Micheal Stipe viður- kenndi síðar meir, að það væri ómöglegt fyrir poppara að fá óá- kveðna kjósendur í jafn stóru ríki og Bandaríkjunum til þess að snú- ast á sveif með þeim. Eminem gekk þó skrefinu lengra og taldi sigur Bush vera sér að kenna. Hann hefði með lagi sínu frekar styrkt stöðu forsetans en hitt. Söngvari U2, Bono, orðaði að- stöðu poppara ef til hvað best þeg- ar hann ávarpaði Verkamanna- flokkinn. „Ykkur finnst kannski fáranlegt að rokkstjarna standi hér og vilji að ákveðnir hlutir séu gerðir. Ég er hins vegar í þeirri aðstöðu að ég get sagt hvað sem er og ef einhverjum líkar það ekki flýg ég bara til Suður Frakklands. Við eigum að geta treyst ykkur því hver treystir rokkstjörnu?“ ■ Karl Bretaprins heiðrar fyrirsætur Popparar bjarga heiminum Hin gamla glysímynd rokkara og poppara, þar sem þeim virtist standa á sama um allt nema dóp og konur, er fallin. Nú eru rokkarar pólitískir, vilja heimsfrið, mat handa öllum og gagnrýna stjórn- málamenn við hvert tækifæri. Spurningin er bara: Hlustar einhver á þá? STIPE OG SPRINGSTEEN Snéru bökum saman og reyndu að koma í veg fyrir að Bush yrði endurkjörinn. Þeim varð ekki að ósk sinni. BONO OG BUSH Bono hefur verið öt- ull í margvíslegum baráttumálum og meðal annars hefur hann þrýst á kaþólsku kirkjuna að leyfa smokka. KARL OG CAMILLA Stolt af hugmyndaauðgi breskra kvenna. Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, héldu veislu til heiðurs ólíklegustu kynbombum Bretlands, Dagatalsstúlkunum. Dagatalsstúlkurnar eða The Calendar Girls eru allt konur, komnar af léttasta skeiði, sem gerðu garðinn frægan þegar þær ákváðu að sitja fyrir naktar á dagatali til styrktar krabbameins- sjúkum. Um þetta uppátæki þeirra var gerð mynd sem leik- konan Helen Mirren lék aðalhlut- verið í en dagatalið vakti heimsat- hygli og hefur selst í yfir 320 þús- und eintökum. Karl og Camilla heiðruðu þær fyrir vel unnin störf enda hafa fyrirsæturnar síungu nú safnað yfir einni milljón punda. „Þetta er alveg dásamleg- ur dagur. Hver myndi ekki vilja hitta prinsinn og hertogaynj- una?,“ sagði Angela Baker, en dauði eiginmanns hennar úr krabbameini var innblásturinn að dagatalinu. Prinsinn hló og gant- aðist með kjarnakonunum enda vert tilefni til þess að gleðjast. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.