Fréttablaðið - 05.06.2005, Page 56
FÓTBOLTI Leikurinn fór mjög rólega
af stað og bæði lið fórnuðu fáum
mönnum í sóknina. Það var í raun
lítið sem ekkert að gerast þegar
Eiður Smári kom Íslandi yfir. Ör-
lítill heppnisstimpill var á markinu
en boltinn féll óvænt fyrir fætur
Eiðs í teignum sem gat vart annað
en skorað.
Markið virkaði eins og
vítamínssprauta á íslenska liðið
sem óx verulega ásmegin í kjölfar-
ið. Næstu 15 mínútur voru þær
bestu hjá íslenska liðinu í und-
ankeppninni. Þær spilaði liðið af
áður óséðu sjálfstrausti. Leikmenn
voru óragir við að taka andstæð-
inginn á og pressan að marki Ung-
verja þyngdist með hverri mínútu.
Þrátt fyrir það sáust engin færi.
Það var síðan eins og vænt
kjaftshögg þegar Ungverjar jöfn-
uðu rétt fyrir hlé og íslenska liðið
varð að sætta sig við jafna stöðu í
leikhléi þrátt fyrir að hafa verið
mun betri aðilinn í leiknum. Vendi-
punktur leiksins kom á 56. mínútu
þegar Ungverjar fengu aðra víta-
spyrnu. Haraldur Freyr virtist
brjóta á einum Ungverjanum en
portúgalski dómarinn skráði brot-
ið á Ólaf Örn sem fékk fyrir vikið
sitt annað gula spjald í leiknum og
þar með það rauða. Gera skoraði
úr vítinu og Ungverjar mjög
óverðskuldað komnir með öll tök á
leiknum.
Íslenska liðið neyddist til að
gera taktískar breytingar á leik
sínum. Stefán fór í stöðu Ólafs og
Eiður bakkaði inn á miðjuna til
Brynjars. Ísland hefði átt að fá víti
á 65. mínútu en dómarinn lét sér
nægja að dæma aukaspyrnu rétt
fyrir utan teig. Hana tók Eiður
Smári og skot hans endaði í stöng-
inni. Betur gekk fjórum mínútum
síðar þegar Kristján Örn Sigurðs-
son afgreiddi sendingu Eiðs Smára
á snilldarlegan hátt í netið. Ísland
búið að jafna manni færri og þar
að auki miklu betri aðilinn í leikn-
um.
Ungverjar skoruðu síðan enn
eina ferðina gegn gangi leiksins á
73. mínútu. Brynjar Björn tapaði
boltanum á slæmum stað, Ung-
verjar keyrðu hratt upp og Huszti
renndi boltanum í netið. Þetta var
þriðja skot Ungverja sem fór á
markið og það fyrsta í venjulegum
leik. Öll þessi skot enduðu því mið-
ur í íslenska markinu. Grátleg nið-
urstaða.
Það var algjör óþarfi að tapa
þessum leik enda eru Ungverjar
ekki með sérstakt lið og það bauð
upp á lítið sem ekkert í Dalnum í
gær. Samt gekk það af velli með öll
stigin. Það segir meira en mörg
orð um íslenska liðið sem var á
köflum klaufalegt í vörninni og
það vantaði oftar en ekki
herslumuninn og vel það í sóknar-
leiknum.
Það var frábært að sjá til ís-
lenska liðsins eftir að Eiður Smári
fór á miðjuna og það er með ólík-
indum að landsliðsþjálfararnir
hafi ekki látið hann byrja leikinn á
miðjunni. Þar hefur hann farið á
kostum með Chelsea og leikur ís-
lenska liðsins var bestur eftir að
hann kom á miðjuna, og það þrátt
fyrir að Ísland væri manni færri.
Það segir líka meira en mörg orð
um stöðu, og spilmennsku, ís-
lenska landsliðsins í dag að þrátt
fyrir tapið var þetta besti leikur
liðsins í háa herrans tíð. Það verð-
ur fróðlegt að sjá hvernig leik-
menn bregðast við þessu tapi gegn
Möltu á miðvikudag.
henry@frettabladid.is
Sorglegt tap gegn slökum Ungverjum
5. júní 2005 SUNNUDAGUR
Íslenska landsli›i› í knattspyrnu er enn án sigurs í undakeppni HM eftir grátlegt tap gegn Ungverjum á
Laugardalsvelli, 2-3. Ungverjar fengu tvö víti og Ísland missti flrjá menn meidda af velli.
> Við finnum til með ...
Pétri Marteinssyni sem er
væntanlega ökklabrotinn eftir
slæma byltu í landsleiknum
gegn Ungverjum. Pétur
hefur verið að spila lykil-
hlutverk með Hammarby í
sænsku úrvalsdeildinni en
missir nú líklega af tímabilinu.
Forföll gegn Möltu
... Íslenska landsliðið missir hugsanlega
fjóra byrjunarliðsmenn út úr leiknum
gegn Möltu á miðvikudaginn. Ólafur
Örn Bjarnason og Indriði Sigurðsson
verða í banni og Pétur Marteinsson og
Gylfi Einarsson eru meiddir.
60
SEKÚNDUR
Hvernig tilfinning er að vera kall-
aður The Herminator? Mér finnst það
frekar fyndið. Það er meira jákvætt en
neikvætt.
Hvernig er að falla? Ég man það
ekki. Það er svo langt síðan.
Tryggvi Guðmunds er... ... Kojak.
Eyjar eða London? Eyjar.
Eiður Smári er...
... næstbestur í backgammon.
Bakvörður eða miðvörður?
Alveg sama.
Hermann Hreiðarsson er?
Hinn hvíti Michael Jordan.
Stórmót með landsliði eða bikar
með Charlton? Stórmót með landsliði.
Fyrirmynd? Það var alltaf Bryan
Robson en hélt síðar upp á Cantona.
Erfiðasti andstæðingur?
Tryggvi Guðmundsson í handbolta.
Hvort er Henry eða Nistelrooy
auðveldari? Eigum við ekki að segja að
Nistelrooy sé auðveldari.
Besti samherjinn?
Davíð Pálsson í körfubolta.
MEÐ HERMANNI
HREIÐARSSYNI
sport@frettabladid.is
EIÐUR SMÁRI Á FULLRI FERÐ Eiður Smári Guðjohnsen var mörgum klössum fyrir ofan
aðra leikmenn á Laugardalsvellinum. Hér fer hann illa með Ungverja en Eiður Smári
skoraði í gær í fjórða leiknum í röð í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
32
> Við dáumst af ...
.... Eið Smára Guðjohnsen, sem
átti frábæran leik gegn
Ungverjum og sýndi af
hverju hann er að spila
stórt hlutverk í einu
besta liði heims. Eiður
Smári jafnaði föður sinn
í öðru sæti yfir
markahæstu
landsliðsmenn Íslands frá
upphafi. Aðeins óheppni
kom í veg fyrir að við
bættum fleiri mörkum
við.
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti stórleik í gær:
FÓTBOLTI „Það er alltaf sárt að
tapa, sérstaklega þegar maður
hefur vanist því að vinna. Spila-
mennska okkar var engu að síður
mjög góð og mun betri en í síð-
ustu leikjum.
Andinn í liðinu var mjög góð-
ur og oft var mjög góður fótbolti
á köflum. Mótlætið var þó mikið,
til dæmis hvað varðar dómarana.
Við misstum mann útaf en létum
ekki deigan síga og náðum að
jafna, svo kom smá einbeitingar-
leysi undir lokin þegar við feng-
um á okkur þriðja markið. Ég var
alls ekki sáttur við dómarann í
þessum leik og hef ekki meira um
það að segja.“ sagði Eiður Smári
fljótlega eftir leikinn en hann
fékk að líta gult spjald í síðari
hálfleik fyrir mótmæli.
Þrátt fyrir langt og strangt
tímabil með Chelsea var Eiður
mjög frískur í leiknum, skoraði
gott mark og hefði getað sett
fleiri með smá heppni. „Ég var
óheppinn að ná ekki að setja fleiri
mörk, átti þarna aukaspyrnu sem
hafnaði í samskeytunum og svo
fékk ég færi sem ég hefði kannski
átt að klára betur en boltinn
skoppaði svolítið asnalega
akkúrat í skrefinu hjá mér.“ sagði
Eiður og var skiljanlega fúll á
svip yfir því að ekkert stig hafi
skilað sér í hús í þessum leik.
„Nú þurfum við bara að ná
okkur strax eftir þetta svekkelsi
og koma vel stemmdir í næsta
leik, með þessari spilamennsku
ættum við ekki að verða í teljandi
erfiðleikum gegn Möltu en hugar-
farið þarf að vera rétt.“ sagði Eið-
ur Smári Guðjohnsen. -egm
fia› var miki› mótlæti í flessum leik
2-3
Laugardalsvöllur Batista, Portúgal (4)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–6 (6–3)
Varin skot Árni Gautur 0 – Kiraly 3
Horn 3–5
Aukaspyrnur fengnar 24–24
Rangstöður 1–2
1–0 Eiður Smári Guðjohnsen (18.)
1–1 Zoltan Gera, víti (45.)
1–2 Zoltan Gera, víti (56.)
2–2 Kristján Örn Sigurðsson (68.)
2–3 Huzsti Szaboics (73.)
Ísland Ungverjaland
FRAMMISTAÐAN
MARKIÐ:
ÁRNI GAUTUR ARASON 4
Reyndi ekkert á hann í leiknum. Einu
skotin sem komu á markið fóru inn.
VÖRNIN:
KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON 7
Skoraði fallegt mark og var skynsamur.
Vel meðvitaður um sín takmörk.
PÉTUR MARTEINSSON 5
Gerðist lítið þær mínútur sem hann lék.
(25., Haraldur Freyr Guðmundsson, 6):
Skilaði ágætu starfi í sínum fyrsta leik.
ÓLAFUR ÖRN BJARNASON 7
Spilaði eins og hann gerir best – skyn-
samlega og án allrar áhættu. Steig vart
feilspor og var óheppinn að fá rautt
spjald.
INDRIÐI SIGURÐSSON 6
Átti mjög góðan fyrri hálfleik. Kom með
mikinn kraft, sjálfstraust og fínar sending-
ar. Hvarf sjónum í síðari hálfleik.
MIÐJAN:
BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON 5
Barðist vel og skilaði sínu varnarlega.
Skilaði boltanum illa frá sér og tapaði
boltanum á slæmum stað í sigurmarkinu.
STEFÁN GÍSLASON 6
Lítill nýliðabragur á Stefáni sem virkaði
rólegur og yfirvegaður. Skilaði bolta ágæt-
lega en skilaði varnarskyldunum ekki vel.
GRÉTAR RAFN STEINSSON 7
Kom með fítonskraft í liðið og fór með
góðu fordæmi sem smitaði aðra. Skilaði
bolta vel og var verulegur missir af hon-
um í seinni hálfleik. (46., Kári Árnason,
6): Var alls óhræddur og gaf allt sem
hann átti. Var nálægt því að skora. Yfir
litlu að kvarta hjá honum.
GYLFI EINARSSON 3
Komst aldrei í neinn takt við leikinn og
var slakur. (50., Gunnar Heiðar Þor-
valdsson, 6): Kom með kraft í framlínu
Íslands. Var óþreytandi og lagði upp færi
fyrir Eið sem hann átti að nýta.
ARNAR ÞÓR VIÐARSSON 3
Mjög dapur. Var spyrnumaður liðsins í
leiknum en sást annars ekkert. Ógnaði
aldrei og var farþegi í 90 mínútur.
SÓKNIN:
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 9
Mörgum klössum fyrir ofan aðra leikmenn
á vellinum. Það sást best þegar hann kom
á miðjuna og Ísland var manni færri. Þá
tók hann leikinn í sínar hendur og mataði
félaga sína trekk í trekk. Hélt bolta vel og
fiskaði aukaspyrnur sem leyfðu Íslending-
um að komast upp völlinn.
DEILT VIÐ DÓMARANN Eiður Smári
Guðjohnsen fékk gult spjald fyrir að deila
við dómarann í gær. Ein af mörgum
furðulegum ákvörðum dómarans.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN