Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 2
2 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Löggildingarnám fasteignasala hjá Endurmenntun Háskóla Íslands: Tveir af hverjum flremur féllu á prófinu MENNTAMÁL Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Með gildistöku nýrra fasteiga- laga eru gerðar ríkari menntunar- kröfur til þeirra sem vilja öðlast löggildingarréttindi, að sögn Odd- nýjar Halldórsdóttur verkefna- stjóra hjá Endurmenntun. Þetta er fyrsti áfangi löggildingarnáms sem boðið er upp á eftir að nýju lögin tóku gildi og á vegum Endurmennt- unar. Að sögn Oddnýjar er náminu nú skipt í þrjár annir, sem gefur 10 ein- ingar hver. Námsefni fyrstu annar skiptist í stórum dráttum í inngang að lögfræði, eignarrétt og samn- ingarétt. Þátttakendur verða að fá 5 í lágmarkseinkunn til þess að stand- ast próf í hverju fagi fyrir sig, en 7 í meðaleinkunn til að ná áfanganum. Oddný segir þær kröfur gerðar til þeirra sem vilja hefja löggilding- arnám að þeir hafi stúdentspróf, hafi starfað í eitt ár hjá löggildum fasteignasala og menn geti ekki far- ið í prófin nema hafa sótt námið. -jss Tveir erlendir farþegar handteknir við komu Norrænu til Seyðisfjarðar: Me› fjögur kíló af fíkniefnum FÍKNIEFNAMÁL Tveir erlendir far- þegar voru handteknir í gær eft- ir að fjögur kíló af hvítu efni sem annað hvort mun vera am- fetamín eða kókaín fundust í bif- reið í Norrænu í gærmorgun. Það voru fíkniefnahundar lög- reglunnar sem þefuðu efnin uppi en þau fundust í hólfi aftarlega í bifreiðinni skömmu eftir að hundarnir komu lögreglumönn- um á sporið. Tvímenningarnir gistu fanga- geymslur lögreglunnar á Egils- stöðum í nótt en málið er í rann- sókn að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Lögreglan á Seyðisfirði segir ennfremur að þetta sé mesti fíkniefnafundur í Norrænu frá upphafi þótt þeir hafi áður fund- ið meira magn en árið 1992 urðu farþegar skipsins uppvísir að smygli á fimm kílóum af kanna- bisefnum og þrjúhundruð grömmum af amfetamíni. Tollverðir frá Reykjavík eru oft á svæðinu við komu Norrænu og reyndist svo einnig vera í gær og naut lögreglan því lið- sinnis þeirra. -jse Lífeyrir gæti skerst um næstu áramót Lífeyrissjó›ur bankamanna er óstarfhæfur og dau›adæmdur fáist bakábyrg› Landsbankans ekki vi›urkennd. A› óbreyttu flarf a› grípa til sker›ingar lífeyr- isréttinda flegar um næstu áramót ver›i ekkert a› gert. LÍFEYRIR „Samkomulag við Lands- bankann var gert í góðri trú á sín- um tíma,“ segir Friðbert Trausta- son stjórnar- f o r m a ð u r L í f f e y r i s - sjóðs banka- manna. Hann bætir við að að óbreyttu geti sjóður- inn ekki stað- ið við lífeyr- isskuldbind- ingar sínar. „Það er hins vegar svo að samkomulagið um að setja á fót nýtt kerfi sem tryggir afkomu líf- eyrissjóðsins er hvergi til skjal- fest.“ Eigendur Landsbankans líta svo á að engar bakábyrgðir gagn- vart lífeyrissjóðnum séu í gildi og svo hafi ekki verið frá því gert var upp við Lífeyrissjóð banka- manna árið 1997 í aðdraganda þess að ríkisbönkunum var breytt í hlutafélög og þeir síðan einkavæddir. Svo sem g r e i n t var frá í Fréttablaðinu í gær hef- ur Lífeyrissjóðurinn nú höfðað mál gegn Landsbankanum og rík- inu. Meginkrafa sjóðsins er að Landsbankinn viðurkenni bak- ábyrgðir vegna vaxandi skuld- bindinga sjóðsins með sama hætti og var fyrir árslok 1997. Til vara krefst lífeyrissjóðurinn liðlega 2,6 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem sjóðurinn telur sig hafa orðið fyrir vegna rangra útreikninga. Friðbert Traustason segir að launaskriðið í Landsbankanum frá árinu 1999 hafi verið allt ann- að og meira en búist var við eftir að bankinn var seldur. Gert hafi verið ráð fyrir 27 prósenta meðal- hækkun til ársins 2002. Raunin hafi hins vegar orðið 48 prósenta hækkun. L í f - eyrir sjóðsfélaga miðast við laun sem þeir hafa við starfslok. Hafi laun starfsmanns með langan starfs- aldur hækkað verulega síðustu þrjú árin sem hann starfaði þarf sjóðurinn að standa skil á hækk- uðum greiðslum til hans í takt við lokalaunin. „Sjóðurinn er yfir hættumörkum nú með 11,8 pró- senta neikvæða afkomu. Okkur ber að grípa til aðgerða strax og við skríðum yfir 10 prósenta markið. Takist ekki að rétta við fjárhag sjóðsins, til dæmis með málaferlum sem við reynum nú, fáum við vafalaust tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu um að skerða lífeyrisgreiðslur. Það verðum við að gera í síðasta lagi um næstu áramót. Aðildarfélög eins og Landbankinn verða að bera bak- ábyrgð. Annars er sjóðurinn dauðadæmdur,“ segir Friðbert Traustason. johannh@frettabladid.is MILLJARÐAR Í BARÁTTUNA VIÐ MALARÍU George W. Bush: Rá›ist gegn m‡rarköldu WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að ríkisstjórn sín myndi á næstu árum verja jafngildi 78 milljarða íslenskra króna til þess að berjast gegn malaríu. Yfir ein milljón íbúa jarðar deyr árlega úr veik- inni og er stór hluti þeirra börn. Vonast er til að með fénu megi fækka dauðsföllum um helming árið 2010. Auk þess verður 26 milljörðum króna varið til menntunar afrískra stúlkna og jafnframt er áformað að leggja ríflega 300 milljónir í að bæta stöðu kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Yfirlýsingin kemur í aðdrag- anda fundar átta helstu iðnríkja heims en hann verður haldinn í næstu viku í Skotlandi. ■ SPURNING DAGSINS Jojo, misstir›u af Bruce? „Neinei, við erum alltaf í sambandi.“ Götutónlistarmaðurinn Jojo lék eitt sinn með Bruce Springsteen á Strikinu í Kaupmannahöfn. Springsteen tók lagið í Leifsstöð þegar hann milli- lenti í fyrradag. ENDURMENNTUN Endurmenntun Háskóla Íslands hefur nú tekið við námi til löggild- ingar fasteignasala. Myndin er frá útskrift Endurmenntunar. FRIÐBERT TRAUSTASON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P NORRÆNA Í HÖFN Á SEYÐISFIRÐI Tveir voru handteknir við komu Norrænu í gærmorgun eftir að fjögur kíló af amfetamíni eða kókaíni fundust í bíl tvímenninganna. Aldrei áður hefur svo mikið af sterkum fíkniefnum fundist í Norrænu. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR REKTOR HÍ Krist- ín Ingólfsdóttir tók við embætti rektors Há- skóla Íslands í gær úr hendi Páls Skúlason- ar sem gegnt hefur embættinu undanfarin átta ár. Hún er fyrsta konan sem kjörin er rektor við skólann. Bæjarráð Siglufjarðar: Brá›abirg›a- kvóti á lo›nu LOÐNUVEIÐAR Í ályktun sem bæjar- ráð Siglufjarðar samþykkti í gær, og send var sjávarútvegsráðherra samdægurs, er lagt til að kannaður verði möguleiki á bráðabirgðakvóta vegna loðnuveiða í sumar. Leggur bæjarráð áherslu á að rannsóknir og veiðar í sumar verði ekki afskrif- aðar strax þar sem um mikið hags- munamál sé að ræða. - kk DANMÖRK LÖGREGLUMAÐUR Í STEININN Eystri-Landsréttur dæmdi í gær 54 ára gamlan lögreglumann í tveggja ára fangelsi fyrir pen- ingaþvætti. Hann hafði hjálpað stjúpsyni sínum að koma pening- um í umferð sem aflað hafði ver- ið með fíkniefnasölu. Dómstóll í Tåstrup hafði áður dæmt mann- inn í þriggja ára fangelsi en sá dómur hefur nú verið mildaður. BRIXTOFTE ENN AÐ Peter Brixtofte, sem þekktastur er fyr- ir að hafa steypt bænum Farum í skuldafen í bæjarstjóratíð sinni, fær ekki að kenna nýstofnaðan flokk sinn við frjálslynda sósí- alista. Venstre-flokkurinn, sem Brixtofte var áður í, kennir sig einnig við frjálslyndisstefnu og stefndi því Brixtofte. Innanríkis- ráðuneytið tók undir sjónarmið Venstre og féllst ekki á að skrá flokk Brixtofte undir þessu nafni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. LÖGREGLUFRÉTTIR KVEIKTU Í VINNUSKÚR Í REYKJA- VÍK Einhverjir tóku sig til og báru eld að vinnuskúr við Lang- holtsskóla um kvöldmatarleytið í gær. Aðstæður reyndust brennu- vörgunum hinsvegar ekki hlið- hollar í votviðrinu og náði slökkviliðið að ráða niðurlögum eldsins þegar hurð skúrsins hafði brunnið til hálfs. Það var vökull vegfarandi sem gerði slökkvilið- inu viðvart.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.