Fréttablaðið - 01.07.2005, Síða 8
1Hvað heitir hinn umdeildi sóknar-prestur í Garðasókn?
2Hvar á Frelsisturninn að rísa?
3Hvaða þjóð sigraði í Álfukeppninni íknattspyrnu?
SVÖRIN ERU Á BLS. 50
VEISTU SVARIÐ?
8 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Þarfasti þjónninn hefur numið land í Ástralíu:
Íslenskir hestar í félagsskap kengúra
DÝRALÍF Hryssa af íslenskum ætt-
um, Dana, eyðir nú dögunum í fé-
lagsskap kengúruhóps í Ástralíu.
Í haganum hjá henni eru líka tvö
önnur hross, einnig af íslenskum
uppruna.
Eigandi hrossanna heitir
Estelle Hobbins en hún kynntist
íslenska hestinum fyrst 1997,
þegar hún fór í ferð yfir Kjöl
með Íshestum. Í bréfi sem hún
sendir Einari Bollasyni for-
stjóra, ásamt kengúrumyndinni,
kveðst hún telja að hún hafi ver-
ið fyrsti Ástralíubúinn til að fara
slíka ferð.
Eftir ferðina segist Estella
hafa fengið hestabakteríuna og
verið harðákveðin í að kaupa sér
íslenskan hest. Þeir eru nú
reyndar orðnir þrír, sem hún
keypti með talsverðri fyrirhöfn
og fyrir mikla peninga, segir
hún. Þar sem enga slíka var að
finna í Ástralíu, þurfi hún að
leita til annarra landa. Hún
keypti tvö íslensk hross frá Nýja
Sjálandi, tólf vetra hryssuna
Gránu og fimm vetra hest sem
heitir Silfri. Dana er hins vegar
fjögurra vetra og fædd í Ástral-
íu.
Estella ætlar að skella sér í
hrossaræktun og segist vera far-
in að leggja drög að annarri ferð
með Íshestum. -jss
Ísland fær um 300 milljónir
Nor›ursló›aáætlun Evrópusambandsins hefur úthluta› 272 milljónum króna í fjögur verkefni sem
Íslendingar taka flátt í. N‡veri› fengu fimm verkefni vilyr›i um styrk. Alls tekur Ísland flátt í
27 verkefnum sem í gangi eru á vegum Nor›ursló›aáætlunarinnar.
EVRÓPUSAMSTARF Ísland er þátttak-
andi í fjórum af fimm verkefnum
sem stjórn Norðurslóðaáætlunar
Evrópusambandsins samþykkti
að styrkja á fundi sínum fyrir
skömmu. Heildarúthlutun til
verkefnanna fimm er 381 milljón
króna, en verkefnin fjögur sem
Ísland tekur þátt í fá rúmar 272
milljónir króna. Að meðtöldum
verkefnunum sem samþykkt voru
nú tekur Ísland þátt í 27 verkefn-
um á vegum áætlunarinnar.
Ísland leiðir eitt verkefnanna
fjögurra, en það snýst um sjúkra-
flutninga og -þjónustu í dreifðum
byggðum, en þátttakendur hér
eru FSA Háskólasjúkrahús á Ak-
ureyri og Sjúkraflutningaskólinn.
Verkefnið fær 54,5 milljónir
króna frá Norðurslóðaáætluninni
fram til ársins 2007. „ Verkefnið
tengir saman fólk með sérhæfða
þekkingu og reynslu í sjúkraflutn-
ingum og skipulagi þeirra í fá-
mennum og dreifbýlum svæðum,
með það að markmiði að greina
skipulagið, þekkingu og hæfni
þeirra sem stunda sjúkraflutn-
inga á þessum svæðum,“ segir í
lýsingu verkefnisins. Hildigunnur
Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkra-
flutningaskólans, segir enn unnið
að lokafjármögnun verkefnisins,
því Norðurslóðaáætlunin styrkir
ekki verk nema að hámarki 60
prósent. „Verkefnið er stórt og
mikið og ákjósanlegt fyrir landið
og sjúkraflutninga hér að vera
með,“ segir hún og kveðst mjög
ánægð með þá viðurkenningu sem
verkefnið hafi fengið með úthlut-
uninni. Auk Íslands, taka nyrðri
byggðir í Svíþjóð þátt og svo suð-
ureyjar Skotlands, auk þess sem
fleiri gætu bæst við. „Þetta er
tveggja og hálfs árs verkefni og
við sjáum fram á að þetta skili
okkur töluverðu um skipulag á
sjúkraflutningum og hvernig nýta
má mannskap betur.“
Hin verkefnin þrjú sem fengu
vilyrði um styrk eru af ýmsum
toga. Eitt snýst um öryggi á sjó,
en að því kemur Landhelgisgæsl-
an og Háskóli Íslands, annað er
framhaldsverkefni um atvinnu-
ráðgjöf, sem Atvinnuþróunarsjóð-
ur Suðurlands kemur að og svo er
verkefnið Spatial North sem
snýst um áætlanagerð og að kem-
ur bæði Skipulags- og Byggða-
stofnun.
olikr@frettabladid.is
Forstjóri Neytendastofu:
Tryggvi rá›inn
í stö›una
NEYTENDUR Tryggvi Axelsson lög-
fræðingur hefur verið skipaður í
stöðu forstjóra Neytendastofu.
Tryggvi var forstjóri Löggildingar-
stofu frá árinu 2003 en sú stofnun
var lögð niður vegna gildistöku
nýrra laga um Neytendastofu og
talsmann neytenda. Hann starfaði í
viðskiptaráðuneytinu 1986-2003 að
viðskipta- og neytendamálum. Auk
embættisprófs í lögfræði og mál-
flutningsréttinda hefur Tryggvi
MBA gráðu í viðskiptafræðum og
stjórnun frá Háskólanum í Reykja-
vík. Hann tekur við störfum í dag. ■
Barnið kemur í næsta mánuði
KEYPTI 20 MILLJÓN KRÓNA PARHÚS Í
HVERAGERÐI MEÐ HEITUM POTTI OG SÓLPALLI:
Linda flytur í
heilsubæinn
BANDARÍKIN
MÁLIÐ ÞINGFEST Við þingfestingu máls
Kers hf. á hendur ríkinu og samkeppnisyf-
irvöldum lagði fyrirtækið fram fjölda
gagna, en meðal annars var endurskoðun-
arfyrirtæki fengið til að fara yfir hugsanleg-
an ávinning af samráði olíufyrirtækjanna.
Mál Kers þingfest:
Vill fá sektir
felldar ni›ur
DÓMSTÓLAR Þingfest var í Héraðs-
dómi Reyjavíkur í gær kæra eign-
arhaldsfélagsins Kers, sem á Ol-
íufélagið Essó, á hendur ríkinu og
samkeppnisyfirvöldum til að fá
ógiltan fyrri úrskurð áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála frá því í
janúar um samráð olíufélaganna.
Varakrafa Kers felur í sér niður-
fellingu eða lækkun 495 milljóna
króna sektar samkeppnisyfir-
valda. Olís og Skeljungur, sem
einnig hlutu sektir, undirbúa eigin
stefnur á hendur ríkinu.
Þá var einnig þingfest í gær
skaðabótamál Neytendasamtak-
anna á hendur Keri vegna ólög-
legs samráðs olíufélaganna.
- óká
ÓFRESKJA DÆMD TIL DAUÐA
Dómstóll í Kaliforníu hefur
dæmt Marcus Wesson til dauða
fyrir að myrða níu börn sín. Lík
barnanna fundust í fyrravor, en
þau hafði Wesson eignast með
mörgum konum, þar á meðal
nokkrum dætrum sínum. Wesson
hefur einnig verið sakfelldur
fyrir sifjaspell og nauðganir.
DANA OG KENGÚRURNAR Líklega er þetta fyrsta myndin á heimsvísu sem tekin er af ís-
lenskum hesti í félagsskap kengúra, en hana tók Estelle Hobbins eigandi íslensku
hryssunnar Dönu.
SJÚKRABÍLL FASTUR Í SNJÓ Sjúkraflutningum í dreifðari byggðum geta fylgt vandamál sem ekki þarf að takast á við í þéttbýli, en Norður-
slóðaáætlun ESB hefur veitt vilyrði fyrir styrk til rannsókna á þeim málum. Norðurslóðaáætlunin nær til norðursvæða Finnlands, Svíþjóð-
ar, Noregs og Skotlands, ásamt Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
NOREGUR
ÓK BÍL INN Í MÖTUNEYTI Eftir
þrjár tilraunir tókst konu nokk-
urri að aka bifreið sinni inn í
mötuneyti sjúkrahússins í Asker,
nærri Osló, á þriðjudagskvöldið.
Lögreglan handsamaði ökuníðing-
inn skömmu síðar en ekki er vit-
að hvað henni gekk til.
Breiðband Símans:
Loka› á Sirkus
FJÖLMIÐLAR Síðdegis á mánudag,
þremur dögum eftir að hafið
var að senda sjónvarpsstöðina
Sirkus út á merki PoppTíví, var
lokað á útsendingar Sirkus á
breiðbandi Símans. Eva Magn-
úsdóttir, upplýsingafulltrúi
Símans, segir ástæðuna þá að
enginn samningur sé til á milli
356 ljósvakamiðla og Símans um
að dreifa Sirkus á breiðbandinu
eða um ADSL kerfi Símans; „En
við höfum boðist til að dreifa
öllu efni fyrir 365.“
Samningur var fyrir hendi
um að PoppTíví yrði dreift á
breiðbandinu og segir Gunnar
Smári Egilsson, framkvæmda-
stjóri 365 að Sirkus sé nú alls
staðar dreift á sama dreifikerfi
og þar sem áður var Popp Tíví.
„Okkar breyting er ekki ólík
nafnabreytingu, og það er sér-
kennileg túlkun hjá Símanum að
ekki þurfi að efna samninginn,
þó við breytum nafni sjónvarps-
stöðvarinnar. Að loka fyrir út-
sendingu á breiðbandinu gagn-
ast Símanum ekki en er skaði
fyrir 365 og þó sérstaklega fyr-
ir þau heimili sem hafa breið-
bandið.“ ■
EITT ANDLITA SIRKUS Guðmundur Steingrímsson sér um kvöldþáttinn á Sirkus, sem er
ekki dreift á breiðbandi Símans, þar sem sjónvarpsstöðin heitir ekki PoppTíví.