Fréttablaðið - 01.07.2005, Síða 28
Gamlir tímar og nýir mætast í
veitingastaðnum Fjalakettin-
um sem tilheyrir Hótel
Reykjavík Centrum í Aðal-
stræti. Á matseðlinum eru
hefðbundnir íslenskir réttir og
íslenskt hráefni er notað á ný-
stárlegan máta í alþjóðlegum
réttum.
Fjalakötturinn er nútímalegur
veitingastaður sem minnir á
gamla tíma. Framhlið staðarins er
nákvæm eftirlíking af framhlið
gamla Fjalakattarins sem stóð í
Aðalstræti 8 og var fyrsta leikhús
landsins. Leiklistin hefur vikið
fyrir matargerðarlistinni er
minningin um húsið er sterk og
við innganginn mætir gestunum
risastór ljósmynd af gamla hús-
inu. Tvær elstu myndir sem tekn-
ar voru af Reykjavík eru á einum
vegg staðarins og á öðrum veggj-
um getur að líta gamlar myndir af
borginni.
„Við vildum hafa staðinn hlý-
legan og halda í söguna en hafa
hann nútímalegan á sama tíma,“
segir Ómar Sigurðsson, hótel-
stjóri Hótel Reykjavík Centrum,
þar sem veitingastaðinn er að
finna. Matseðillinn endurspeglar
vissulega þetta viðhorf þar sem
íslenskt hráefni í nútímalegum
réttum spilar stórt hlutverk.
„Rík áhersla er lögð á að nota
íslenskt hráefni og við erum við
jafnframt með mikið af þjóðleg-
um réttum eins og plokkfisk, salt-
kjöt og baunir og hangikjöt sem
færðir hafa verið í nýjan búning,“
segir Ómar. Hann segir erlenda
ferðamenn vera forvitna um
þessa rétti og Íslendingar taki
þeim vel. „Hangikjöts-carpaccio
er afar vinsælt hjá okkur, auk
þess sem fiskurinn er mjög vin-
sæll og lambið,“ segir Ómar.
Í næsta húsi, en þó sama húsi,
er kaffihús hótelsins sem heitir
Uppsalir og þar gefst gestum veit-
ingastaðarins kostur á að blanda
geði við kaffihúsagesti og drekka
þar kaffið eftir matinn, eða sitja í
róleguheitunum við heita kamínu.
Viss götustemning ríkir á hótelinu
og er tilfinningin sú að maður hafi
gengið yfir götuna inn á næsta
stað og Fjalakötturinn sé eitt
húsið í lítilli þyrpingu þar sem
huggulegheit og gömul saga svíf-
ur yfir vötnum.
kristineva@frettabladid.is
Gulrætur
Gulrætur voru fyrst ræktaðar í Afganistan á sjöundu öld og voru þá
gular að innan, en fjólubláar að utan. Það voru Hollendingar sem
þróuðu appelsínugula gulrót.[ ]
S í m i : 5 6 8 6 4 4 0 | b u s a h o l d @ b u s a h o l d . i s
Stá lpottasett á góðu verði
Brúðhjónal istar og gjafakort
Kaffihús:
Laugavegi 24
Smáralind
Verslanir:
Kringlunni
Smáralind
Laugavegi 27
Suðurveri
Galapagos er ein af fegurstu
náttúruparadísum jarðar.
Þessar baunir eru mjög
sjaldgæfar og er þetta í fyrsta
sinn sem baunir frá Galapagos
fást á Íslandi. Það er bannað
með lögum að koma með
kemísk efni á eyjuna og er
kaffið því 100 % lífrænt.
Kaffiáhugafólk ætti ekki að
láta þetta kaffi fram hjá sér
fara. Kaffið er í frábæru
jafnvægi, með meðal fyllingu
og einstöku eftirbragði.
Njótið vel !
Galapagos
Nú á frábæru kynningarverði
í öllum verslunum Te og kaffi
250 gr. - kr 795
Kaffi mánaðarins
Júlí - 2005
is
ak
w
in
th
er
.c
om
Fjalakötturinn mjálmar að nýju
Ómar Sigurðsson, hótelstjóri Hótel Reykja-
vík Centrum, fyrir framan elstu myndina.
Flestir þekkja Montecillo-vínin hennar Maríu Martinez, víngerðarkon-
unnar heimsþekktu. Nú er María komin með nýtt vín sem heitir Solaz
og er framleitt í hjarta Spánar, í Kastillíu-héraði. Vínið er blanda af
þrúgunum cabernet sauvignon og hinni spænsku tempranillo.
Vínið þykir einkar hagstætt í kaupum, vínrýnir-
inn frægi Robert Parker gefur því 87 í
einkunn, segir það ein bestu kaup á
markaðnum og undir það tekur tíma-
ritið Wine Enthusiast sem gefur því 85
í einkunn. Vínið fékk einstaklega góða
dóma í Morgunblaðinu fyrir eigi alls
löngu og Þorri Hringsson, vínrýnir
Gestgjafans, taldi þetta eitt albesta
kassavínið í úttekt sem hann gerði á
kassavínum sl. sumar.
Osborne Solaz er kjörið með grill-
uðu kjöti, kjúklingi, ostum, pastarétt-
um og vert er að benda á að fá rauðvín
eiga betur við lax. Það er auðdrekkan-
legt með miklum ávexti og kryddtón-
um.
Kynningarverð á sumardögum
í Vínbúðum 3.390 kr.
SOLAZ: Ein bestu kaupin
FAXE RED:
Nýr rauður 5% bjór
Til áratuga var hefð fyrir rauðum lager-
bjórum í Danmörku en yfirvöld stöðvuðu
framleiðsluna vegna notkunar aukaefna
sem þóttu skaðleg. Hefðin lá niðri um
nokkurt skeið en engu að síður dreymdi
danska bruggmeistara áfram um að gera
rauðan lagerbjór með heilbrigðum hætti
og loks duttu bruggmeistarar Faxe niður
á réttu formúluna.
Bjórinn er venjulegur lagerbjór,
bruggaður úr vatni, malti og humlum. Í
hann er bætt lit úr kirsuberjum og jarðar-
berjum til að fá þann rauða lit sem ein-
kennir bjórinn; með öðrum orðum er eng-
um aukaefnum bætt í bjórinn og fólki því
óhætt að drekka heilu baðkerin af miðin-
um þess vegna! Enda Faxe með alveg
hreina stefnu í þeim málum, engin e-efni
eða aukaefni eru í bjórnum. Við þetta
verður bjórinn svolítið ávaxtakenndur og
mjög auðdrukkinn.
Bjórinn höfðar jafnt til karla og kvenna
og er tilvalin tilbreyting í garðveislur og á
sólpallinn í sumar.
Verð í Vínbúðum 189 kr. í 500 ml dós.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
EFST: Séð inn í veitingasalinn.
TIL VINSTRI: Framhlið hússins er nákvæm eftirlíking
af gamla Fjalakettinum sem stóð í Aðalstræti.
FYRIR OFAN: Matargerðarlist í Fjalakettinum.
HÚSRÁÐ:
KRYDDAÐAR KARTÖFLUR
Köldu kartöflurnar frá gærdegin-
um eru ágætismatur. Afhýðið
þær og skerið í báta eða skífur
en nýjar kartöflur er óþarfi að
flysja. Steikið bátana upp úr
smjöri á pönnu og kryddið með
salti og örlitlu timjan eða dilli.
Snúið kartöflunum þar til þær
hafa fengið lit. Ef notaðar eru
ósoðnar kartöflur þarf að steikja
þær lengur en flýta má fyrir mat-
reiðslunni með því að setja þær
stutta stund í örbylgjuofn.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI