Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 46

Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 46
34 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Nostalgía er ákaf- lega merkilegt fyr- irbæri. Hún getur verið afturhvarf til þess tíma þegar okkur leið vel en jafnframt verið flótti til þess tíma- bils þegar við vor- um í öruggu um- hverfi. Nostalgía er þó fyrst og fremst persónubundið ástand. Á vinnustaðnum í gær skapaðist hins vegar mjög sérstök stemning. Varð einhver múgsefjun. Nostalg- íufílingur meðal ákveðins aldurs- hóps. Ástæðan var Duran Duran tónleikarnir um kvöldið. „Best of“ geisladisk var skellt á og einhverjir rauluðu með. Með útsýni til þess að drepa, Villtir Sveinar og Geymdu bæn ómuðu um allt. Einhverjir rauluðu með. Ég var á bleiutímabilinu þegar Duran urðu vinsælir og var rétt farinn að fíla eitthvað annað en Brúðubílinn þegar tímabil þeirra rann sitt skeið. Fann engu að síður til samkenndar með þessum sam- starfsmönnum mínum. Þegar ég heyri lög á borð við Step it up með Stereo Mc’s eru viðbrögð mín þau sömu. Undir sönglinu varð mér hugsað til Týndu kynslóðar Bjartmars Gunnlaugssonar. Í stað „Manstu eftir John, Manstu eftir Paul, réttu mér albúmið,“ kæmi. „Manstu eftir Simon, manstu eftir Roger, réttu mér I – Podinn.“ Nostalgíutrippið smitaði út frá sér og fljótlega var farið að ræða um allt aðra hluti sem verður þó að telja til þessa fyrirbæris. Einhver sagðist hafa verið að horfa á Miami Vice og minntist þess að Don John- son hefði verið svalur. Honum brá því heldur betur í brún þegar hon- um varð ljóst að svo hafði ekki ver- ið. Philip Michael Thomas hefði þar að auki verið leiðinlegur. Þegar deginum var loks að ljúka stefndi í óefni. Einhverjir voru farnir að dansa og spennan var orð- in rafmögnuð. Það styttist enda óðum í eina mestu nostalgíu trú- arathöfn sem farið hefur fram hér á landi. Tónleikana sem á morgun yrðu enn ein nostalgíuminningin fyrir þennan ágæta aldurshóp. STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR GÍGJA GUNNARSSON VELTIR FYRIR SÉR NOSTALGÍUNNI Villtir sveinar og geymd bæn M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Útsalan byrjar í dag, föstudaginn 1 júlí H Æ Ð A S M Á R A O G G R A F A R V O G I Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Jæja þá hefur Þorgeir kennari keypt miðann í síðustu förina. Það er erfitt að lýsa Þor- geiri kennara en þau orð sem koma upp í hugann... „Harður og ákveðinn, strangur og með sterka réttlætiskennd, hvass og þröngsýnn.... eehh.....“ Já! Miðað við öll stærð- fræðiprófin! Rólegur, rólegur.... Klukkan er fjögur! Ég verð að vakna! Ég svaf yfir mig! Bíddu, nei... það er júlí. Það er ekki hægt að sofa yfir sig í sumarfríinu. ....sagði illa upplýsti ung- lingurinn. Vélmennahundur??! Er ég þá orðinn ónauðsynlegur? Já, hann lítur út eins og hundur og hagar sér eins og einn slíkur... En hefur hann hjarta hundsins? Hefur hann sál hundsins? Býr hann yfir ást hundsins?? Á hann nokkuð snýtibréf? Ekki hreyfa þig pabbi! Það er kónguló á þér! Þú verður að passa þig, kóngulær geta meitt mann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.