Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 48

Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 48
Samstarfshópur ungra ís- lenskra listamanna sem kallar sig Nyhil ætlar að standa fyrir umfangsmik- illi ljóðaútgáfu í haust. Nyhil gefur þá út 8 ljóða- bækur 8 ungra, íslenskra ljóðskálda á fjórum mán- uðum í lok ársins og í byrjun næsta árs. „Ég þori að fullyrða að álíka fram- rás hefur ekki átt sér stað í ís- lenskri ljóðaútgáfu síðan módern- isminn kom til sögunnar fyrir ein- hverjum fimmtíu árum, aldrei hef- ur verið lögð viðlíka rækt við unga kynslóð ljóðskálda,“ segir Þór Steinarsson rit- og útgáfustjóri nýrrar ljóðaseríu sem Nyhil, sem er samstarfshópur ungra íslenskra listamanna, mun standa fyrir á fjögurra mánaða tímabili í haust og vetur. Nyhil ætlar að gefa út 8 ljóða- bækur 8 höfunda á tímabilinu október-febrúar og mun koma út ný bók á tveggja vikna fresti á tímabilinu. Ljóðabækurnar verða seldar í pakkaáskrift sem mun kosta 8 þúsund krónur eða þúsund krónur bókin. Nyhil er fjöldahreyfing eða gras- rótarfélag sem byrjaði að verða til fyrir fjórum árum í Berlín og voru helstu hvatamenn hreyfingarinnar þeir Haukur Már Helgason og Ei- ríkur Örn Norðdahl. Síðan þá hafa komið út nokkrar bækur á vegum Nyhil auk þess margir upplestar og uppákomur hafa verið haldnir á vegum hreyfingarinnar. Nú hrækja meðlimir Nyhil heldur betur í lóf- ana og gerast stórhuga með nýju út- gáfunni. „Þetta er háskalegt skref hjá Nyhil sem segir nú skilið við öld sakleysisins og verður að manni, er ekki lengur unglingsstúlka í stutt- um kjól,“ segir Haukur Már Helga- son einn af upphafsmönnum Nyhils. „Við vonum að 500 manns verði áskrifendur að ljóðaseríunni, og að bækurnar fari allar í aðra prentun. Ætlunin er að með þessu muni eiga ser stað nýtt upphaf í ljóðalestri þjóðarinnar því við ætlum að sýna fram á það að það er ekkert mál að selja Íslendingum ljóðabækur,“ seg- ir Már. Ljóðskáldin sem gefa munu út bók í seríunni eru Eiríkur Örn Norð- dahl, Kristín Eiríksdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Steinar Bragi Guð- mundsson, Valur Brynjar Antons- son, Örvar Þóreyjarson Smárason, Óttar Martin Norðfjörð og Haukur Már Helgason. Áhugasamir geta fylgst með framvindu útgáfunnar á heimasíða Nyhil, www.nyhil.org, eða haft sam- band við Þór Steinarsson í síma 6920979 og tryggt sér áskrift. ■ NR. 25 - 2005 • Verð kr. 499 Simmi úr Idol og Bryndís í það h eilaga: SUMARBLAÐIÐ BARA 499 KR. 30.jún-6.júl 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 LJÓMUÐU AF ÁST! Sjáið myndi rnar í Ragnheiður Guðfinna og Guðmundur Th. HEIT SAMAN! Guðni Ágústsson í heilsuátak:Katrín Jakobsdóttir: Á VON Á BARNI! Hætt meðkærastanum! Gunnhildur í Djúpu Lauginni: AFTUR Á LAUSU! Í MEGRUN FYRIR MANNLÍF! GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA ! Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí. KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 36 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… „Þetta er hópur af listamönnum sem kemur hérna saman sem vinir, við vinnum verkin mjög hratt því við viljum hafa ákveðið flæði í þeim. Við vinnum mikið með spennu, kaótík og vináttuna og við viljum að áhorfandinn komi hingað og upplifi sýningarrýmið sem heild,“ segir Berglind Ágústdóttir sýningarstjóri WELOVEICELAND sem hefst í Nýlistasafninu 2. júlí klukkan 16. Innan hópsins er franskur gjörningahópur sem kallar sig The Dream Machine og flytur hann gjörninginn Chanel fuck the cats klukkan 17 á laugardaginn. Hópurinn sem stendur fyrir sýningunni kallar sig Welove og er samansafn erlendra og ís- lenskra listamanna sem kemur saman á Ís- landi í nafni vináttunar til að lifa, skapa og elska. Á sýningunni verður myndlist og gjörn- ingar. „Við vinnum með, hraða, greddu og glimrandi fjör. Í hópnum eru villtir náttúruunnendur og tryllt partídýr. Þetta er myndlist unnin af ástríðu og vináttu, við viljum leyfa listinni að ráða og að áhorfendunum líði sem best,“ seg- ir Berglind. Sýning WELOVE í Nýlistasafninu stendur yfir til 24. júlí. Á morgun laugardag opna margar sýningar í söfnum og galleríum víðs vegar um landið. Á Akureyri hefst sumarsýning Listasafnsins á Akureyri klukkan 15, á Stykkishólmi hefst sýning í Norska húsinu klukkan 14, sem til- einkuð er samfelldum veðurathugunum hér á landi og á Hótel Djúpuvík opnar myndlist- armaðurinn Þórdís Alda Sigurðardóttir sýn- inguna Söguþráður. Í Reykjavík opnar Sandra María Sigurðardóttir sína fyrstu einkasýningu á Sólon og Marie-Anne Bacquet og Marie Greffrath opna sýningu í nemendagalleríinu Gyllinhæð á Laugavegi. menning@frettabladid.is WELOVEICELAND Söguflrá›ur fiórdísar Háskalegt skref Nyhil ! Sumartónleikar í Skálholti hefja 31. starfsár sitt laugardaginn 2. júlí og mun dagskrá þeirra standa yfir til 7. ágúst 2005. Dagskráin hefst á laugardag- inn klukkan 14 þegar Árni Heimir Ingólfsson mun fjalla um efnis- skrá kammerhópsins Carminu sem heldur svo tónleika í Skál- holtskirkju klukkan 15. Klukkan 17 mun blokkflautukvintettin Fontanella frá Englandi stíga á stokk í Skálholtskirkju. Fontanella mun svo endurtaka leikinn daginn eftir klukkan 15. Síðar á sunnudaginn mun kamm- erhópurinn Carmina frumflytja nýtt verk eftir Huga Guðmunds- son. Aðgangur er ókeypis að öllum tónleikum og fyrirlestrum á sum- artónleikum í Skálholti. Frekari upplýsingar um Sum- artónleika í Skálholtskirkju 2005 er að finnaá heimasíðu Sumartón- leika, www.sumartonleikar.is ■ FONTANELLA Blokkflautukvintettinn Fontanella frá Englandi mun leika á Sumar- tónleikum í Skálholtskirkju á laugardaginn klukkan 14 og á sunnudaginn klukkan 15. Sumartónleikar í Skálholti HESTAR Verk eftir Frakkan Joseph Marzolla sem tekur þátt í sýningunni WELOVEICELAND í Nýlistasafninu sem opnar á laugardaginn. Marzolla vinnur mikið með hesta sem ferðast víða um heiminn. ...sýningu Steinunnar Bjarkar Sigurðardóttur á Mokka dagana 10. júní – 5. ágúst. Á sýningunni eru málverk unnin með olíu-og akrýllitum. ...sýningu Hafsteins Austmann á vatnslitamyndum (akvarellum) í Listasafni Ófeigs. Sýningin stendur yfir til 8. júlí og er opin á verslunartíma. ...tvennum tónleikum sænska organistans Mattias Wager í Hallgrímskirkju um helgina. Hinir fyrri verða á laugardaginn klukkan 12 og þeir síðari á sunnudaginn klukkan 20. Á efnis- skránni verða meðal annars verk eftir Bach, Olivier Messiaen og Mozart. Laugardaginn 2. júlí opnar myndlistarmaðurinn Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistar- sýninguna Söguþráður á Hótel Djúpuvík á Ströndum . Á sýn- ingunni sýnir Þórdís nýjar lág- myndir sem unnar eru í ull, járn, tré og vax . Þórdís hefur oft fengist við samskeytingar á mjög viðkvæmum efnum svo sem flaueli og silki og grófum, oft ryðguðum gömlum nytja- hlutum eða úr sér gengnum prjónuðum og saumuðum flík- um.Verkin eru gerð í framhaldi af ferð hennar á Standir sumar- ið 2004 og ýmsir hlutir er urðu á vegi hennar birtast í verkunum. Þetta er níunda einkasýning Þórdísar og stendur hún fram á haust. ■ ÞÓRDÍS A. SIGURÐARDÓTTIR Mynd- listarmaðurinn opnar sýningu á Hótel Djúpuvík á Ströndum á laugardaginn en í ár fagnar hótelið 20 ára afmæli sínu. LJÓÐAÚTGÁFA Nyhil-lið- arnir Þór Steinarsson og Örvar Laufeyjarson Smára- son eru tveir þeirra sem standa að útgáfu nýrrar 8 bóka ljóðaseríu sem kem- ur út á vegum Nyhil frá október og fram í febrúar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.