Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 48
Samstarfshópur ungra ís- lenskra listamanna sem kallar sig Nyhil ætlar að standa fyrir umfangsmik- illi ljóðaútgáfu í haust. Nyhil gefur þá út 8 ljóða- bækur 8 ungra, íslenskra ljóðskálda á fjórum mán- uðum í lok ársins og í byrjun næsta árs. „Ég þori að fullyrða að álíka fram- rás hefur ekki átt sér stað í ís- lenskri ljóðaútgáfu síðan módern- isminn kom til sögunnar fyrir ein- hverjum fimmtíu árum, aldrei hef- ur verið lögð viðlíka rækt við unga kynslóð ljóðskálda,“ segir Þór Steinarsson rit- og útgáfustjóri nýrrar ljóðaseríu sem Nyhil, sem er samstarfshópur ungra íslenskra listamanna, mun standa fyrir á fjögurra mánaða tímabili í haust og vetur. Nyhil ætlar að gefa út 8 ljóða- bækur 8 höfunda á tímabilinu október-febrúar og mun koma út ný bók á tveggja vikna fresti á tímabilinu. Ljóðabækurnar verða seldar í pakkaáskrift sem mun kosta 8 þúsund krónur eða þúsund krónur bókin. Nyhil er fjöldahreyfing eða gras- rótarfélag sem byrjaði að verða til fyrir fjórum árum í Berlín og voru helstu hvatamenn hreyfingarinnar þeir Haukur Már Helgason og Ei- ríkur Örn Norðdahl. Síðan þá hafa komið út nokkrar bækur á vegum Nyhil auk þess margir upplestar og uppákomur hafa verið haldnir á vegum hreyfingarinnar. Nú hrækja meðlimir Nyhil heldur betur í lóf- ana og gerast stórhuga með nýju út- gáfunni. „Þetta er háskalegt skref hjá Nyhil sem segir nú skilið við öld sakleysisins og verður að manni, er ekki lengur unglingsstúlka í stutt- um kjól,“ segir Haukur Már Helga- son einn af upphafsmönnum Nyhils. „Við vonum að 500 manns verði áskrifendur að ljóðaseríunni, og að bækurnar fari allar í aðra prentun. Ætlunin er að með þessu muni eiga ser stað nýtt upphaf í ljóðalestri þjóðarinnar því við ætlum að sýna fram á það að það er ekkert mál að selja Íslendingum ljóðabækur,“ seg- ir Már. Ljóðskáldin sem gefa munu út bók í seríunni eru Eiríkur Örn Norð- dahl, Kristín Eiríksdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Steinar Bragi Guð- mundsson, Valur Brynjar Antons- son, Örvar Þóreyjarson Smárason, Óttar Martin Norðfjörð og Haukur Már Helgason. Áhugasamir geta fylgst með framvindu útgáfunnar á heimasíða Nyhil, www.nyhil.org, eða haft sam- band við Þór Steinarsson í síma 6920979 og tryggt sér áskrift. ■ NR. 25 - 2005 • Verð kr. 499 Simmi úr Idol og Bryndís í það h eilaga: SUMARBLAÐIÐ BARA 499 KR. 30.jún-6.júl 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 LJÓMUÐU AF ÁST! Sjáið myndi rnar í Ragnheiður Guðfinna og Guðmundur Th. HEIT SAMAN! Guðni Ágústsson í heilsuátak:Katrín Jakobsdóttir: Á VON Á BARNI! Hætt meðkærastanum! Gunnhildur í Djúpu Lauginni: AFTUR Á LAUSU! Í MEGRUN FYRIR MANNLÍF! GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA ! Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí. KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 36 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… „Þetta er hópur af listamönnum sem kemur hérna saman sem vinir, við vinnum verkin mjög hratt því við viljum hafa ákveðið flæði í þeim. Við vinnum mikið með spennu, kaótík og vináttuna og við viljum að áhorfandinn komi hingað og upplifi sýningarrýmið sem heild,“ segir Berglind Ágústdóttir sýningarstjóri WELOVEICELAND sem hefst í Nýlistasafninu 2. júlí klukkan 16. Innan hópsins er franskur gjörningahópur sem kallar sig The Dream Machine og flytur hann gjörninginn Chanel fuck the cats klukkan 17 á laugardaginn. Hópurinn sem stendur fyrir sýningunni kallar sig Welove og er samansafn erlendra og ís- lenskra listamanna sem kemur saman á Ís- landi í nafni vináttunar til að lifa, skapa og elska. Á sýningunni verður myndlist og gjörn- ingar. „Við vinnum með, hraða, greddu og glimrandi fjör. Í hópnum eru villtir náttúruunnendur og tryllt partídýr. Þetta er myndlist unnin af ástríðu og vináttu, við viljum leyfa listinni að ráða og að áhorfendunum líði sem best,“ seg- ir Berglind. Sýning WELOVE í Nýlistasafninu stendur yfir til 24. júlí. Á morgun laugardag opna margar sýningar í söfnum og galleríum víðs vegar um landið. Á Akureyri hefst sumarsýning Listasafnsins á Akureyri klukkan 15, á Stykkishólmi hefst sýning í Norska húsinu klukkan 14, sem til- einkuð er samfelldum veðurathugunum hér á landi og á Hótel Djúpuvík opnar myndlist- armaðurinn Þórdís Alda Sigurðardóttir sýn- inguna Söguþráður. Í Reykjavík opnar Sandra María Sigurðardóttir sína fyrstu einkasýningu á Sólon og Marie-Anne Bacquet og Marie Greffrath opna sýningu í nemendagalleríinu Gyllinhæð á Laugavegi. menning@frettabladid.is WELOVEICELAND Söguflrá›ur fiórdísar Háskalegt skref Nyhil ! Sumartónleikar í Skálholti hefja 31. starfsár sitt laugardaginn 2. júlí og mun dagskrá þeirra standa yfir til 7. ágúst 2005. Dagskráin hefst á laugardag- inn klukkan 14 þegar Árni Heimir Ingólfsson mun fjalla um efnis- skrá kammerhópsins Carminu sem heldur svo tónleika í Skál- holtskirkju klukkan 15. Klukkan 17 mun blokkflautukvintettin Fontanella frá Englandi stíga á stokk í Skálholtskirkju. Fontanella mun svo endurtaka leikinn daginn eftir klukkan 15. Síðar á sunnudaginn mun kamm- erhópurinn Carmina frumflytja nýtt verk eftir Huga Guðmunds- son. Aðgangur er ókeypis að öllum tónleikum og fyrirlestrum á sum- artónleikum í Skálholti. Frekari upplýsingar um Sum- artónleika í Skálholtskirkju 2005 er að finnaá heimasíðu Sumartón- leika, www.sumartonleikar.is ■ FONTANELLA Blokkflautukvintettinn Fontanella frá Englandi mun leika á Sumar- tónleikum í Skálholtskirkju á laugardaginn klukkan 14 og á sunnudaginn klukkan 15. Sumartónleikar í Skálholti HESTAR Verk eftir Frakkan Joseph Marzolla sem tekur þátt í sýningunni WELOVEICELAND í Nýlistasafninu sem opnar á laugardaginn. Marzolla vinnur mikið með hesta sem ferðast víða um heiminn. ...sýningu Steinunnar Bjarkar Sigurðardóttur á Mokka dagana 10. júní – 5. ágúst. Á sýningunni eru málverk unnin með olíu-og akrýllitum. ...sýningu Hafsteins Austmann á vatnslitamyndum (akvarellum) í Listasafni Ófeigs. Sýningin stendur yfir til 8. júlí og er opin á verslunartíma. ...tvennum tónleikum sænska organistans Mattias Wager í Hallgrímskirkju um helgina. Hinir fyrri verða á laugardaginn klukkan 12 og þeir síðari á sunnudaginn klukkan 20. Á efnis- skránni verða meðal annars verk eftir Bach, Olivier Messiaen og Mozart. Laugardaginn 2. júlí opnar myndlistarmaðurinn Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistar- sýninguna Söguþráður á Hótel Djúpuvík á Ströndum . Á sýn- ingunni sýnir Þórdís nýjar lág- myndir sem unnar eru í ull, járn, tré og vax . Þórdís hefur oft fengist við samskeytingar á mjög viðkvæmum efnum svo sem flaueli og silki og grófum, oft ryðguðum gömlum nytja- hlutum eða úr sér gengnum prjónuðum og saumuðum flík- um.Verkin eru gerð í framhaldi af ferð hennar á Standir sumar- ið 2004 og ýmsir hlutir er urðu á vegi hennar birtast í verkunum. Þetta er níunda einkasýning Þórdísar og stendur hún fram á haust. ■ ÞÓRDÍS A. SIGURÐARDÓTTIR Mynd- listarmaðurinn opnar sýningu á Hótel Djúpuvík á Ströndum á laugardaginn en í ár fagnar hótelið 20 ára afmæli sínu. LJÓÐAÚTGÁFA Nyhil-lið- arnir Þór Steinarsson og Örvar Laufeyjarson Smára- son eru tveir þeirra sem standa að útgáfu nýrrar 8 bóka ljóðaseríu sem kem- ur út á vegum Nyhil frá október og fram í febrúar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.