Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 50
38 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Hljómsveitin Æla leikur í
Gallerí Humar eða frægð, Kjörgarði.
20.00 Karlakórinn Os frá Noregi
með tónleika í Norræna húsinu
21.00 Tónleikar Guðrúnar Gunn-
arsdóttir ásamt þeim Friðriki Ómari
Hjörleifssyni og Valgeiri Skagfjörð á
hinu nýja ferðaþjónustusvæði á
Fossatúni í Borgarfirði.
21.30 Brasilíukvintett Ife Tolentino
og Óskars Guðjónssonar leikur í
Iðnó.
22.00 Hljómsveitirnar Shadow
Parade, Ókind og Kalli Tenderfoot
spilar á Grandrokk.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
FUGLAR Gestum sýningar Aðalheiðar gefst kostur á að bæta fuglum og fiskum við þá
sem hún hefur smíðað. Þorsteinn Gylfason, Joris Rademaker og fjölþjóðabandið Mimoun
eru meðal þeirra sem troða upp með sköpun sína klukkan 12 alla dagana á meðan sýn-
ingin stendur yfir.
Hafsjór af fuglum og fiskum
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir verð-
ur með opið verkstæði í porti
Hafnarhússins dagana 1. til 6. júlí.
„Verkefnið verður í gangi allan
tímann sem ég verð með sýning-
una þarna, alltaf verður eitthvað
að bætast við því fólk getur kom-
ið með eigin fiska og fugla og
bætt þeim við þá skúlptúra af
fiskum og fuglum sem ég hef gert
úr tré og ég sýni á sýningunni. Í
hádeginu koma svo ýmsir gestir
með sköpun sína og deila henni
með sýningargestum. Þorsteinn
Gylfason kemur meðal annars og
les ljóð sem hann hefur þýtt sem
fjalla um fugla og Guðbrandur
Siglaugsson les frumsamin ljóð
sín sem fjalla um skilin á milli
náttúruaflanna,“ segir Aðalheiður
og bætir við að fólk þurfi ekki að
svelta því hægt verði að kaupa
súpu á staðnum.
„Ég vona að sem flestir komi
og leggi sýningunni lið með sköp-
un sinni, að þarna verði hafsjór af
fuglum og fiskum sem skapa
muni skemmtilega stemmningu,“
segir Aðalheiður, sem sett hefur
upp 90 svipaða listviðburði á síð-
ustu 10 árum.
Dagskrá sýningarinnar er að
finna á vef Listasafns Reykjavík-
ur www.listasafnreykjavikur.is. ■
Sumarsýning Listasafnsins á
Akureyri verður opnuð laugar-
daginn 2. júlí klukkan 15. Sýn-
ingin fjallar um ófreskjur og
kynjaverur af öllum gerðum í
íslenskri myndlist allt frá frá
verkum Ásgríms Jónssonar og
fram á okkar daga.
„Það hefur verið siðvenja
okkar hér á Listasafni Akureyr-
ar að hafa íslenska list til sýn-
ingar á sumrin, þegar mikið er
af útlendingum hér á landi og Ís-
lendingar eru að ferðast innan-
lands,“ segir Hannes Sigurðs-
son, forstöðumaður listasafns-
ins á Akureyri. Hannes segir
sýninguna ekki síst fjalla um
skrímslin í okkur sjálfum því án
óttans sem við berum í brjósti
eru ekki til nein skrímsli.
Úlfhildur Dagsdóttir bók-
menntafræðingur er sýningar-
stjóri sumarsýningarinnar að
þessu sinni. „Mér er ómögulegt
að átta mig á hrifningu minni á
skrímslum, en ég hugsa stund-
um með sjálfri mér að nafn mitt
Úlfhildur, hafi ekki beint gefið
mér mikið val. Skrímsli eru al-
mennt tengd ótta og skelfingu,
árásargirni og illsku. Skrímslið
er andstæða mennskunnar, það
þrífst á manninum, bókstaflega,
því flest skrímsli eru mannætur,
myndgerving á ótta mannsins,“
segir Úlfhildur.
Sýningin mótast annars vegar
af hugmyndum Úlfhildar og hins
vegar af úrvali verka í eigu
Listasafns Reykjavíkur og Lista-
safns Íslands auk þess sem leitað
var til fjölmargra listamanna um
lán á verkum. Á sýningunni
verða sýnd verk eftir 23 lista-
menn, m.a. Ásgrím Jónsson, Ás-
mund Sveinsson, Erró, Dunga-
non, Alfreð, Gabríelu Friðriks-
dóttur, Huldu Hákon, Ólöfu Nor-
dal og Þorra Hringsson.
Sýningin stendur til 21. ágúst. ■
Íslensk skrímsli í heila öld
Trío Trix á Akureyri
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 1 2 3 4
Föstudagur
JÚLÍ
TRÍÓ TRIX Tríóið er skipað þeim Sigríði Bjarneyju Baldvinsdóttur fiðluleikara, Vigdísi Más-
dóttur víóluleikara og Helgu Björg Ágústsdóttur sellóleikara. Þær stöllur munu halda tón-
leika í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 1. júlí klukkan 12.
F31300605 TríóTrix
ÚTI VIÐ HAFSAUGA... Verk eftir
Huldu Hákon sem unnið var sérstak-
lega fyrir sýninguna og sýnt verður á
árlegri sumarsýningu Listasafnsins á
Akureyri. Að þessu sinni fjallar sýn-
ingin um ófreskjur og skrímsli og 23
listamenn sýna verk sín.
Tríóið Trio Trix heldur tónleika
klukkan 12 í dag í Ketilhúsinu á
Akureyri á vegum Listasumars á
Akureyri 2005.
Tríóið er skipað hljómlistar-
konunum Sigríði Bjarneyju Bald-
vinsdóttur fiðluleikara, Vigdísi
Másdóttur víóluleikara og Helgu
Björg Ágústdóttur sellóleikara og
mun það vera eina starfandi
strengjatríóið á Íslandi en það
hefur starfað óslitið síðan 2003.
Á efnisskránni eru Serenada
op. 10 eftir Ernst von Dohnányi,
strengjatríó í B-dúr eftir Franz
Schubert og strengjatríó í a-moll
eftir Max Reger.
Á þriðjudagskvöldið klukkan
20.30 mun tríóið svo leika í Lista-
safni Sigurjóns í Reykjavík. ■