Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 4
4 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR
Spurningum um
hæfi enn ósvara›
STJÓRNMÁL „Við vildum fá nánari
skoðun á forsendum þessa máls
en kom fram í minnisblaði Rík-
isendurskoðunar. Í álitsgerðinni
kemur fram að í minnisblaði
Ríkisendurskoðunar hafi stofn-
unin verið of þröng í áliti sínu
því hún hafi einblínt um of á
fjölskyldutengsl en ekki hin
pólitísku tengsl hlutaðeigandi að
málinu. Margir helstu gerendur
í því voru innstu koppar í Fram-
sóknarflokknum, til dæmis
Finnur Ingólfsson og Valgerður
Sverrisdóttir,“ segir Ögmundur
Jónasson þingmaður Vinstri
grænna um lögfræðiálit sem
stjórnarandstaðan lét vinna um
hæfi Halldórs Ásgrímssonar við
sölu ríkisbankanna.
„Ég tel álitið vera mjög var-
færnislegt og eftir að hafa lesið
álitið situr maður eftir með þá
vissu um að Halldór hafi verið
bullandi vanhæfur. Mér finnst
einkennilegt að jafn reynslumik-
ill maður og Halldór skuli ekki
hafa áttað sig á því að hann átti
að segja sig frá málinu og mér
finnst barnalegt þegar menn
reyna að neita því,“ segir Magn-
ús Þór Hafsteinsson, varafor-
maður Frjálslynda flokksins, og
bætir því við að sér finnist skrít-
ið af Halldóri að kasta endalaust
ábyrgðinni yfir á Ríkisendur-
skoðun; „Umboðsmaður Alþingis
á skera úr um hæfi Halldórs og
við skulum vona að hann geri það
fljótt og örugglega.“
„Það væri algerlega fráleitt
að spyrja lögfræðinga beint um
hæfi forsætisráðherra því þeir
hafa ekki fullan aðgang að öllum
upplýsingum málsins og geta
því ekkert fullyrt um hæfi for-
sætisráðherra,“ segir Lúðvík
Bergvinsson um ummæli
Davíðs Oddssonar utanríkisráð-
herra; „Sú spurning sem stend-
ur eftir er sú hvort eðlilegt geti
talist að Halldór hafi verið
beggja vegna borðsins þegar
ríkisbankarnir voru seldir, bæði
seljandi og kaupandi. Spurning
er hvort sé eðlilegt að þeir sem
standa að sölu ríkiseigna skuli
selja þær vinum sínum, ætt-
ingjum og flokksbræðrum.“
ingi@frettabladid.is
Sérsveitarhópur í Afganistan:
Einn komst
undan
AFGANISTAN, AP Bandarískum njó-
snara tókst að komast undan óvin-
um sínum í austurhluta Afganist-
an. Maðurinn er hluti sérsveitar-
hóps sem hefur verið týndur síðan
á þriðjudaginn, samkvæmt frétta-
stofu CNN.
Engar sértækar upplýsingar
hafa komið fram hvernig her-
manninum tókst að komast undan
en talið er að félagar hans séu
látnir. Þyrla var skotin niður fyrr
í vikunni þegar hún reyndi að
koma liðsauka til hópsins og sext-
án manna áhöfn hennar lést, en
það var mesta mannfall á einum
degi sem gengið hefur yfir banda-
ríska herinn síðan hann kom inn í
Afganistan. ■
MONSÚNRIGNINGIN Í INDLANDI Þessi
hestvagn var notaður til að flytja nauðsynj-
ar fólks sem neyddist til að yfirgefa heimili
sín eftir mikil flóð í Indlandi. Yfir sjö þús-
und þorp hafa verið rýmd og yfir hundrað
manns eru látnir í flóðunum.
Flóð í Indlandi:
Asíuljón
drukkna›i
INDLAND, AP Yfir sjö þúsund þorp
hafa verið rýmd og 176 þúsund
eru heimilislausir í Indlandi eftir
flóð vegna monsúnvindsins í Suð-
ur-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í
gær auk þess sem sem eitt asíu-
ljón fannst dautt eftir að hafa
drukknað, en einungis 358 slík
ljón eru þá eftir í heiminum.
Rigningin hefur líka mikil
áhrif á líf fólks í Pakistan en þar
eru hermenn á bátum sem bjarga
fólki sem hefur innilokast í flóð-
um. Í Afganistan eru mörg þús-
und heimili eyðilögð vegna fljóða
og rigninga. ■
VEÐRIÐ Í DAG
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,94 65,24
115,62 116,18
78,42 78,86
10,52 10,582
9,96 10,018
8,27 8,318
0,585 0,5884
95,5 95,06
GENGI GJALDMIÐLA 01.07.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
110,18 -0,13%
LÖFGREGLUFRÉTTIR
ÖLVUNARAKSTUR Lögreglan á
Selfossi stöðvaði í gærmorgun
fjóra ökumenn sem allir eru
grunaðir um ölvun við akstur.
Annars var helgin fremur róleg á
Suðurlandinu þótt umferð væri
mikil og margt fólk á ferli.
GOSLOKAHÁTÍÐ Goslokahátíð var
haldin í Vestmannaeyjum um
helgina og af því tilefni margt
um manninn í bænum. Að sögn
lögreglu var talsverð ölvun í
bænum en allt fór þó vel fram.
DANMÖRK
HAMINGJUSÖMUSTU FJÖLSKYLD-
URNAR Engar fjölskyldur eru
hamingjusamari í ríkjum Evrópu-
sambandsins en þær dönsku sam-
kvæmt nýrri rannsókn ESB. Talið
er að hin stutta vinnuvika sem
Danir almennt vinna sé höfuðá-
stæða þess hversu ánægðir þeir
eru. Starfsmenn verslana kvört-
uðu hins vegar undan erfiðleik-
um við að samræma vinnuna fjöl-
skyldulífinu.
Sádi-Arabía:
Tveir menn
hálshöggnir
JANBU, AP Tveir Pakistanar voru
hálshöggnir í síðustu viku fyrir
að hafa drepið frænku sína í
Sádi-Arabíu. Þeir voru dæmdir
fyrir að hafa kyrkt konuna og
rænt af henni peningum í borg-
inni Janbu.
Að minnsta kosti 49 hafa ver-
ið hálshöggnir í Sádi-Arabíu það
sem af er þessu ári. Afhausun
getur verið refsing við ýmsum
glæpum, svo sem fíkniefnaum-
sýslu, morðum, nauðgunum og
vopnuðum ránum.
Refsingunni er framfylgt
með sverði og fer hún fram fyr-
ir almannaaugum. ■
Stjórnarandstaðan um Davíð Oddsson:
Daví› flyrlar upp ryki
STJÓRNMÁL „Ég verð að segja að, og
á það við bæði um Davíð og Stein-
grím, að menn verða að rökstyðja
sitt mál með einhverjum hætti, en
ekki að reyna að blása þeim út af
borðinu með orðhengilshætti. Auk
þess sem Davíð er nátengdur mál-
inu því hann var einn af verkstjór-
unum í einkavæðingunni,“ segir Ög-
mundur Jónasson þingmaður
Vinstri grænna en Davíð Oddson ut-
anríkisráðherra kom fram með þá
kenningu í Fréttablaðinu á sunnu-
daginn að þingmenn stjórnarand-
stöðunnar þyrðu ekki að spyrja lög-
fræðinga beint út um hæfi Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra
þegar ríkisbankarnir voru seldir
því þeir óttuðist svarið. Þá sagðist
Davíð ekki hafa lesið þessa langloku
stjórnarandstöðunnar en þar væru
gefin svör við leiðandi spurningum.
Steingrímur Ólafsson, blaðafulltrúi
forsætisráðherra, sagði meginefni
álitsins beinast að Ríkisendurskoð-
un en ekki forsætisráðherra.
Magnús Þór Hafsteinsson, vara-
formaður Frjálslynda flokksins,
segir ekki rétta túlkun hjá Davíð
Oddssyni að þingmenn stjórnarand-
stöðunnar óttist svar lögfræðinga
um meint vanhæfi Halldórs því
hann myndi fagna úrskurði um hæfi
sama hver úrskurðurinn væri.
„Þessi orð Davíðs þjóna þeim til-
gangi að þyrla upp ryki og halda
tryggð við forsætisráðherra,“ segir
Lúðvík Bergvinsson þingmaður
Samfylkingarinnar. -ifv
AFGANAR Bandarískur njósnari komst
undan Afgönum sem náðu sérsveitar-
hópnum sem hann var hluti af.
DAVÍÐ ODDSSON Var ekki búinn að lesa
álitsgerð stjórnarandstöðunnar en sagði að
þar fengi stjórnarandstaðan svör við leið-
andi spurningum.
fiingmenn stjórnarandstö›unnar segja Halldór Ásgrímsson hafa veri› vanhæf-
an flegar gengi› var frá sölu ríkisbankanna og vísa til lögfræ›ilegrar álitsger›-
ar sem me›limir ríkisstjórnarinnar gera líti› me›.
LÚÐVÍK BERGVINSSON Alþingismaður
Samfylkingarinnar segir ómögulegt að leita
álits lögfræðinga úti í bæ vegna hæfis for-
sætisráðherra því þeir hafi ekki aðgang að
öllum upplýsingum málsins.
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Varaformað-
ur Frjálslynda flokksins segir einkennilegt
af Halldóri að segja að álitsgerð lögfræð-
inganna snúi frekar að Ríkisendurskoðun
en sér.
ÖGMUNDUR JÓNASSON Alþingismaður
Vinstri grænna segir álit Ríkisendurskoðun-
ar hafa verið of þröngt og því hafi verið
nauðsynlegt að leita annars álits því of lítið
hafi verið gert úr pólitískum tengslum.