Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 6

Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 6
6 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Sumarlokanir SÁÁ segja til sín: 200 bí›a eftir a› komast í me›fer› HEILBRIGÐISMÁL Enn er vika í að eftirmeðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi opnar eftir sumar- lokun en þá verður skellt í lás að Staðarfelli í Dölum. Loka hefur þurft eftirmeðferðarstöðvunum í sex vikur undangengin sumur vegna peningaleysis. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir vissulega slæmt að þurfa að loka en við það sparist peningar. „Það er kostn- aðarsamt að ráða fólk til afleys- inga,“ segir hann og svíður vita- skuld að vísa fólki frá og segja því að koma seinna. Starfsfólki á Vogi hefur líka fækkað frá í fyrra af sömu or- sökum. Um 200 manns bíða nú eftir að hefja áfengismeðferð hjá SÁÁ. „Okkur tókst að tæma biðlistann fyrir nokkru en hann hefur vaxið aftur í ár,“ segir Þórarinn, sem myndi bæta bráðaþjónustu sjúkrahússins ef honum áskotn- uðust meiri peningar til rekstr- arins. Fólk af báðum kynjum og á öllum aldri bíður þess að komast í meðferð en þess er gætt að 19 og yngri séu lagðir inn í snatri. Unglingadeildin sem tekin var í gagnið fyrir nokkrum árum tryggir að það sé mögulegt. - bþs Mennirnir á bak við G-8 Mótmælin merkilegri en tónleikarnir SKOTLAND Helgin var undirlögð við- burðum sem hafa áttu áhrif á leið- toga átta helstu iðnríkja heims sem funda á miðvikudaginn. Í Edinborg í Skotlandi gengu yfir tvö hundruð þúsund manns hring í borginni til að hvetja leiðtogana til þess að grípa til aðgerða gegn hungri og fátækt í Afríku. Kristín Hannesdóttir, vara- konsúll í Edinborg var í göngunni. Hún segir að dagurinn hafi verið ógleymanlegur og alveg stórmerki- legur. „Þetta var alveg ótrúlegt og um mann fór fiðringur. Fólk fór til að styðja málefnið og var almennt ánægt og vonglatt. Þetta var miklu merkilegra en stóru tónleikarnir því til Edinborg- ar kom ekki bara ungt fólk að sjá stjörnurnar. Þarna var alls konar venjulegt fólk, fjölskyldufólk og gamalt fólk sem kom alls staðar að af öllu Bretlandi.“ Kristín furðar sig á því hversu mikill viðbúnaður var hjá lögregl- unni fyrir gönguna sem fór í alla staði mjög vel fram. „Það voru ör- ugglega fleiri þúsund lögreglumenn en það kom ekkert upp. Einn smá- hópur af fólki sem mótmælti á ein- um stað, en ekkert til að taka með. “ Þótt ýmsum hafi þótt nóg um löggæslu í Edinborg er hún smá í sniðum miðað við gæsluna sem er í kringum Gleneagles í Skotlandi þar sem fundurinn er haldinn. Þar er mikill öryggisviðbúnaður eins og vænta má þegar átta af valdamestu mönnum heimsins verða saman komnir á einum stað. Búið er að inn- sigla svæðið með átta kílómetra langri girðingu og tíu þúsund lög- reglumenn eru á vakt, auk þess sem varnarturnar hafa verið byggðir til að hafa útsýni yfir svæðið og loft- helgin yfir Gleneagles er bann- svæði fyrir flugvélar. Skipulagning öryggisgæslunnar hefur verið í full- um gangi í átján mánuði og miðar að því að verjast mögulegum hryðju- verkaárásum auk þess sem lögregla þarf að halda frá hundruðum and- stæðinga hnattvæðingar og anar- kista. Ljóst er að leiðtogarnir þurfa vinnufrið ef þeim á að takast það sem mótmælendurnir kalla eftir, að leysa vanda þróunarríkjanna. Fjár- málaráðherra Bretlands Gordon Brown varaði fólk við því í gær að gera of miklar kröfur til fundarins. „Það er ekki vinna sem stendur yfir á fundi átta helstu iðnríkja heims í eina viku, sem á eftir að ákvarða framtíð Afríku eða þróunarland- anna,“ sagði hann í viðtali við frétta- stofuna BBC. annat@frettabladid.is VLADIMÍR PÚTÍN RÚSSLANDSFORSETI Pútín vill snúa til baka þeirri slæmu þróun sem orðið hefur á rússneska áfengismark- aðinum með því að koma aftur á ríkisein- okun á framleiðslu sterkra drykkja. Vodkaframleiðsla í Rússlandi: Pútín vill ríkisvæ›a RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, for- seti Rússlands, vill að ríkið taki aukna ábyrgð á vodkaframleiðslu þar í landi. Hann segir að eftir að áfengisframleiðsla var gefin frjáls séu gæði vörunnar hreint ekki eins mikil. Léleg gæði á sterku áfengi er mikið vandamál í Rússlandi og talið að drykkja mengaðs áfengis dragi fjörutíu þúsund Rússa til dauða á hverju ári. „Að mínu mati verður þetta vandamál leyst á farsælan hátt með því að kalla eftir því að ríkis- stjórnin ákveði ríkiseinokun á áfengisframleiðslu,“ sagði Pútín. ÍTALÍA HEILBRIGÐISMÁL Mun Live 8 átakið breyta ein- hverju fyrir fátækt í heiminum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Skilur þú um hvað Baugsmálið snýst? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 66% 34% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN HERSKYLDAN AFLÖGÐ Síðustu Ítalirnir sem gegna herskyldu fengu á föstudag heimild varnar- málaráðuneytisins til að fara til síns heima. Þar með lauk sögu herskyldu á Ítalíu sem komið var á af herjum Napóleons Bónaparte árið 1800. Lög um afnám her- skyldu voru samþykkt árið 2000 og endanlega hrint í framkvæmd á föstudag. THORVALDSENSFÉLAGIÐ STYRKIR LSH Thorvaldsensfélagið afhenti á dögunum Fæðingardeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss sprautu- dælu að gjöf, en hún stýrir ná- kvæmri inndælingu á lyfjum. Dælan er nauðsynleg vegna til- komu nýrra lyfja. Thorvaldsensfé- lagið var stofnað 1875 og hafa börn alla tíð verið höfð í fyrirrúmi í söfnunum félagsins. ÞÓRARINN TYRFINGSSON Myndi bæta bráðaþjónustu Vogs ef SÁÁ áskotnuðust meiri pen- ingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Reykjavík: Ók próflaus á húsvegg LÖGREGLA Um klukkan hálf þrjú, að- faranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Austurborg- inni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að komast undan. Það tókst þó ekki betur en svo að bíllinn hafnaði inni í húsagarði á gatnamót- um Skeiðarvogs og Langholtsvegs og rakst þar á húsvegg. Fjögur ungmenni voru í bílnum og voru þau öll flutt á slysadeild. Eitt reyndist talsvert slasa, með samfallið lunga, en meiðsli hinna voru lítilsháttar. Bíllinn er ónýtur og talsvert tjón varð á húsinu. Ökumaðurinn er 17 ára og próf- laus. Hann er ekki grunaður um ölvun við akstur. - þo ÓK Á HÚS Í AUSTURBORGINNI.Í bílnum voru fjögur ungmenni. Þrjú þeirra sluppu með skrekkinn en eitt slasaðist töluvert. Tony Blair Forsætisráðherra Bretlands síðan 1997 Gerhard Schröder Kanslari Þýskalands síðan 1998 Silvio Berlusconi Forseti Ítalíu síðan 2001 Paul Martin Forsætisráðherra Kanada síðan 2003 José Manuel Barroso Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins síðan 2004 George W. Bush Forseti Bandaríkjanna síðan 2001 Junichiro Koizumi Forsætisráðherra Japans síðan 2001 Jaques Chirac Forseti Frakklands síðan 1995 Vladimír Pútín Forseti Rússlands síðan 1999 Augu heimsins eru nú á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims, eða G-8, sem hefst á miðvikudaginn. Milljónir jarðar- búa hafa sent þjóðarleiðtogunum átta mjög ákveðin skilaboð með mótmælagöngum og tónleikum í kring um Live 8 herferðina. Aðaláherslur fundarins að þessu sinni verða Afríka og veðurfarsbreytingar og ljóst að stórar ákvarðanir eru í höndum þessa valdamiklu manna. Fundur lei›toga átta helstu i›nríkja heims er á mi›vikudaginn. Kristín Hannes- dóttir gekk me› rúmlega tvö hundru› flúsund manns í Edinborg í von um a› hafa áhrif á lei›togana. Hún segir mótmælin merkilegri en Live 8 tónleikarnir. VARNARTURNAR KRINGUM GLENEAGLES Í SKOTLANDI Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í Gleneagles þar sem öryggisgæslan hefur verið skipulögð í átján mánuði. Svæðið þar sem fundurinn verður haldinn er girtur af með átta kílómetra langri girðingu og búið er að koma upp varnarturnum eins sést á myndinni. KRISTÍN HANNESDÓTTIR Varakonsúll í Ed- inborg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.