Fréttablaðið - 04.07.2005, Page 11

Fréttablaðið - 04.07.2005, Page 11
MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 11 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 87 46 06 /2 00 5 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 útsala afsláttur 30 70 til prósent íþróttaskór sundföt sportfatnaður barnafatnaður DÓMSTÓLAR Aðalmeðferð í máli 23 ára Keflvíkings sem ákærður er fyrir fjölda afbrota, flest tengd þjófnuðum, en einnig fyrir al- varlega líkamsárás, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Maðurinn stal farsímum, veskjum, misnotaði greiðslu- kort sem hann stal, braust inn í bíla, veitingastað og söluturn, auk þess að vera í nokkur skipti gripinn með amfetamín og e- töflur í neysluskömmtum. Alvarlegasta brotið er þó lík- amsárás á veitingastaðnum Traffic í Keflavík í ágústlok í fyrra, en þá braut hann glas á andliti manns. Sá hlaut af djúp- an skurð á gagnauga auk ann- arra meiðsla. Mál tveggja Hafnfirðinga, 23 og 27 ára, voru skilin frá og verður réttað í þeim sérstak- lega. Annar var með í innbroti á veitingastaðinn Cactus í Grinda- vík í maí í fyrra, en hinn var tekinn með hálft gramm af am- fetamíni þar sem hann skemmti sér með Keflvíkingnum á veit- ingastað. Ekki náðist í eitt vitni í málinu og verður aðalmeðferð því lokið í vikunni, en dóms væntir fljótlega eftir þann tíma. -óká Héraðsdómur fjallar um fjölda afbrota ungs manns: Braut glas á andliti manns á Traffic INNI Á TRAFFIC Í MAÍ Fyrir helgi var réttað í máli 23 ára gamals manns sem 30. ágúst í fyrra braut glas á andliti annars inni á veitingastaðnum Traffic í Keflavík. Maðurinn er einnig kærður fyrir fjölda annarra brota. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R- H IL M AR REYNT AÐ HEMJA VILLIHESTA Á hverju ári er hundruðum villtra hrossa safnað saman úr fjöllunum nærri San Lorenzo í Sabu- deco á Spáni. Heimamenn reyna svo vilja- styrk sinn gegn hestunum, og skera fax þeirra, áður en hestunum er sleppt aftur lausum út í náttúruna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P LÖGREGLUFRÉTTIR ERILL Á AKUREYRI Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri aðfaranótt sunnudags enda margt um manninn í bænum. Fimm gistu fangageymslur yfir nóttina vegna fíkniefnamáls sem nú telst upplýst. ÓHÖPP Í ÖXNADAL Um miðjan dag í gær urðu tvö bílslys í Öxnadal með stuttu millibili. Í bæði skiptin var um árekstra að ræða en ekki urðu slys á fólki. Umferð á Norðurlandi var mikil í gær og aðstæður til aksturs víða slæmar í rigningunni. AURSKRIÐUR Lögreglan á Eski- firði þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem urðu innlyksa þegar skriða lokaði veginum um Fagradal. Miklir vatnavextir á Austurlandi í gær ollu víða skemmdum og vand- ræðum en engin slys urðu á fólki. HÁSKÓLAÚTILEGA Á SKÓGUM Um 400 til 500 manns lögðu leið sína á Skóga um helgina og var lögreglan á Hvolsvelli með auk- ið eftirlit þar. Í gær voru allir ökumenn látnir blása áður en þeir lögðu í hann og var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur. Sá kom akandi til lög- reglunnar til að fá að blása. Annars gekk hátíðin vel fyrir sig og þurfti lögreglan ekki að hafa mikil afskipti af fólki. Deep Impact leiðangurinn: Flugeldas‡n- ing í geimnum BANDARÍKIN, AP Bandaríska geim- vísindastofnunin NASA stendur fyrir flugeldasýningu í geimnum í dag, þjóðhátíðardag Bandaríkj- anna, ef allt gengur eftir. Mörg- um finnst verkefnið minna meira á söguþráð í kvikmynd en alvöru rannsóknir en það snýst um að mannlaust skeyti á 431 milljón kílómetra hraða rekist á hala- stjörnu og brýtur á hana gat. Skeytið er sent frá geimfarinu Deep Impact sem lagði af stað frá jörðu í janúar til að safna upplýsingum um samsetningu halastjörnunnar Tempel 1. Von- ast er til að upplýsingarnar varpi einhverju ljósi á uppruna hala- stjarna og um leið uppruna heimsins. - at DEEP IMPACT GEIMSKIPIÐ Skeyti frá geim- skipinu mun rekast á halastjörnuna Tempel 1 á 431 milljón kílómetra hraða og brjóta á hana gat.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.