Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 15
MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 15
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
28
81
6
0
6/
20
05
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Prius - 63% afsláttur af aðflutningsgjöldum
Verð: 2.490.000 kr.
Okkur er það sérstök ánægja að geta nú boðið umh-
verfisvæna tvinnbílinn Prius, bíl ársins í Evrópu árið
2005, á mun lægra verði en áður eða aðeins
2.490.000 kr. Prius er einstakur bíll sem tvinnar saman raforku og
bensíneldsneyti. Hann gefur frá sér lítinn sem engan útblástur í tafsamri
umferð eða í innanbæjarakstri og umhverfið hagnast. En þú hagnast
líka. Fyrir þig er það umtalsverður sparnaður að aka bíl með einstakri
eldsneytisnýtingu eða um 4,1 l á hverja 100 km. Settu í græna gírinn!
Aktu á Prius!
Þú sparar
og umhverfið hagnast
Hinn fyrsta júlí urðu miklar breytingar á
samkeppniseftirliti þegar ný lög tóku
gildi. Samkeppnisstofnun var lögð niður
og Samkeppniseftirlitið tók við flestum
hennar verkefnum.
Hvernig er nýja skipulagið?
Yfir Samkeppniseftirlitinu starfar for-
stjóri sem skal sjá um daglegan
rekstur og stjórnun stofnunarinnar ásamt
því að ráða starfsmenn hennar. Forstjórinn
ber síðan ábyrgð gagnvart þriggja manna
yfirstjórn sem er skipuð af ráðherra. Fyrir
gildistöku laganna sáu Samkeppnisstofnun,
samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála um daglega stjórnsýslu á því
sviði. Nú tekur Samkeppniseftirlitið við
verkefnum Samkeppnisstofnunar og flest-
um verkefnum samkeppnisráðs auk
þess sem yfirstjórnin tekur yfir verkefni
samkeppnisráðs að einhverju leyti.
Hvers konar breytingar verða á sam-
keppniseftirliti?
Breytingarnar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi fel-
ast þær í annars konar skipulagi og stjórn-
sýslu samkeppnisyfirvalda sem miðar að
því að einfalda eftirlitið. Skipulagið sem
fyrir er þótti óþarflega flókið þar sem of
margar stofnanir sáu um daglega stjórn-
sýslu. Í öðru lagi eru ákveðin verkefni sem
færast frá stofnuninni. Þannig á að koma til
móts við þá staðreynd að Samkeppnis-
stofnun réði engan veginn við öll verkefnin
sem henni var falið að leysa samkvæmt
lögum.
Af hverju er sérstök stjórn yfir Sam-
keppniseftirlitinu?
Hlutverk stjórnarinnar er að móta áherslur í
starfi og fylgjast með starfseminni, auk
þess sem allar meiriháttar ákvarðanir skal
bera undir hana til samþykktar eða synj-
unar. Stjórnin skal einnig skipa forstjóra
Samkeppniseftirlitsins en sú tilhögun er
höfð til þess að tryggja sjálfstæði stofnun-
arinnar gagnvart viðskiptaráðherra.
FBL-GREINING: SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ
70 til 80 prósent nemenda Há-
skólans á Akureyri muni setjast
að á Akureyri eða úti á landi að
loknu námi.
Samkvæmt sömu könnun
mun svipað hlutfall braut-
skráðra nemenda Háskóla Ís-
lands setjast að á höfuðborgar-
svæðinu. „Ein af niðurstöðum
könnunarinnar var að staðsetn-
ing háskóla er lykilatriði hvað
varðar framtíðarbúsetu nem-
enda og erlendar rannsóknir
staðfesta það,“ segir Ingi Rúnar.
Á meðal markmiða byggða-
áætlunar ríkisstjórnarinnar
fyrir árin 2002 til 2005 er að efla
Akureyri sem skólabæ og
byggðakjarna fyrir Norður- og
Austurland, til mótvægis við
höfuðborgarsvæðið.
Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, ber
sem iðnaðarráðherra ábyrgð á
framkvæmd byggðaáætlunar.
„Háskólinn á Akureyri hefur
fram til þessa notið sérstöðu
innan menntakerfisins og mun
áreiðanlega gera það áfram.
Rannsóknarhúsið á Akureyri er
eina þekkingarsetrið á landinu
sem stendur undir nafni,“ segir
Valgerður.
Fjárhagsvandinn leystur
Menntamálaráðuneytið og Há-
skólinn á Akureyri hafa gert
drög að samkomulagi sem
leysir fjárhagsvanda háskól-
ans. Samkvæmt samkomulag-
inu fær háskólinn söluandvirði
eignarhluta ríkins í Glerárgötu
36 á Akureyri, um 100 milljónir
króna, og verður fjárhæðin nýtt
til að greiða leigu skólans fyrir
afnot að Borgum, nýja rann-
sóknarhúsinu á Akureyri. Ríkið
seldi nýverið eignarhlut sinn í
Glerárgötu 36 en auðlindadeild
Háskólans á Akureyri hafði af-
not af húsnæðinu þar til Borgir
voru teknar í notkun í fyrra.
Þá mun menntamálaráðu-
neytið einnig beita sér fyrir því
að skólinn fái aukafjárveitingu
á þessu ári, um 40 milljónir
króna. Á móti koma ýmsar að-
gerðir af háskólans hálfu til að
ná tökum á rekstrinum svo sem
að innrita ekki nemendur á
fyrsta ár í upplýsingatækni-
deild.
Það sem eftir stendur af upp-
söfnuðum fjárhagsvanda, tæp-
lega 100 milljónir króna, verð-
ur greitt með sérstökum fjár-
veitingum til skólans á næstu
árum auk þess sem háskólinn
grípur til margvíslegra sparn-
aðaraðgerða, án þess að dregið
verði umtalsvert úr þjónustu
skólans.
Í samkomulaginu er kveðið á
um að fjárveitingar skólans til
næstu fjögurra ári, frá árinu í
ár að telja, miðist við sex til
átta prósenta fjölgun nemenda.
„Það mun hægja á vexti skólans
en er þó vel viðunandi,“ segir
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri. ■
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðuneytið leggur Háskólanum
á Akureyri til auknar fjárveitingar vegna fjárhagsvanda skólans.
Reynt a› tryggja sjálfstæ›i gagnvart rá›herra.
KEISARINN ER NAKINN Í tilefni af 200
ára ártíð Hans Christians Andersen tóku
listamenn frá 15 löndum þátt í sandkast-
alakeppni í Kaupmannahöfn í gær. Allir
byggðu þeir á sögum Andersens. Lítill
drengur gengur hér fram hjá Nýju fötum
keisarans eftir Ítalann Gianni Schiumarini.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P