Fréttablaðið - 04.07.2005, Page 16
Allt er þá þrennt er
Afsögn allra stjórnarmanna FL Group
að undanskildum Hannesi Smárasyni
stjórnarformanni, vakti athygli á dögun-
um. Einkum vakti athygli úrsögn Hregg-
viðs Jónssonar, varaformanns stjórnar-
innar, en vinskapur hefur verið
milli hans og Hannesar.
Ekki er vitað hvort vináttu-
slit hafi orðið milli félag-
anna með ákvörðuninni
en Hreggviður hefur áður
haft sína eigin sannfær-
ingu að leiðarljósi en
eins og minnistætt
er, rauk hann út úr
höfuðstöðvum
Norðurljósa um
árið.
Slegið á sáttarhönd
Um það hefur verið rætt að líkur séu á
því að Þorsteinn Pálsson sé að flytja
sig úr sendiherrastólnum í útvarps-
stjórastólinn, enda ekki hægt að láta
manninn ganga um götur bæjarins at-
vinnulausan. Á þessa sögu er kom-
inn nokkur snúningur, því sam-
kvæmt nýjustu útgáfu hennar
hefur Þorsteinn enn ekki fyrirgefið
Davíð fyrir rýtinginn á
flokksþinginu forðum.
Davíð sé alltaf að reyna að
rétta út sáttarhönd, nú síð-
ast með því að bjóða Efsta-
leitið. Þá sé bara spurning
hvort Þorsteinn vilji þiggja
þessa sáttarhönd, en það
eigi ekki að bóka.
LH Group
Gárungar gera nú grín að því að ef sex-
menningarnir í Baugsmálinu verði
dæmdir fyrir þessa 40 ákæruliði og
þurfi að sitja dóminn af sér, verði búið
að einkavæða Hraunið innan viku og
muni Litla Hraun breytast í LH
Group. LH Group muni byrja á að
selja girðingaefni og stál til
niðurbræðslu til að eiga fyrir út-
rásinni. Áður en langt um líður
verður lagt í óvinveitta yfirtöku á
fangelsum erlendis með það
að markmiði að samnýta
krafta og auka hagnað.
Munu Íslendingar sýna að
þeir geti náð langt í þess-
um geira, eins og öðrum.
Um nokkurt skeið hafa birst í
Fréttablaðinu auglýsingar frá
DV þar sem birt er mynd af ein-
staklingi og hann sakfelldur.
Gjörvallt líf þessa einstaklings
safnast saman í einn punkt, eina
staðhæfingu, eina fyrirsögn.
Eftir það hefst afplánunin, að
lifa brennimerktur.
Blaðið lítur á sig sem alþýðu-
dómstól. Einhver fremur glæp
að mati blaðsins, reynist óþokki
og verðskuldar opinbera hýð-
ingu á aðaltorginu eins og tíðk-
aðist fyrr á öldum í Evrópu.
Grimmilegt framferði sérstakr-
ar viðhafnarútgáfu DV, Hér og
nú, gagnvart fyrrum eiginkonu
Bubba Morthens má skoða í
þessu ljósi: það leiðir hugann að
þeim sið sem Jesús Kristur
stöðvaði reyndar eftirminnilega
á sinni tíð: að grýta konur opin-
berlega fyrir ætluð siðferðis-
brot.
Þannig hefur blaðið smám
saman fengið á sig þungbúna
ásýnd hins refsiglaða vand-
lætara, hins réttláta dómara,
hins syndlausa snuðrara...
Sakborningarnir eiga sjaldan
aðrar málsbætur en nagandi
efasemdir lesandans um rétt-
sýni Mikaels Torfasonar og fé-
laga; þetta eru misindismenn
eða fólk sem blaðið telur af hafi
hreykt sér að ósekju og verðs-
kuldi fall. Á betri stundum lítur
DV á sig sem málgagn smæ-
lingjanna: Blaðið telur sig taka
svari þeirra gagnvart „kerfinu“
sem í sagnaheimi blaðsins er
ævinlega óvinurinn og ævinlega
óréttlátur. Blaðið birtir okkur
veröld smælingjanna, skráir ör-
lög þeirra, sinnir áhugamálum
þeirra. En mitt í þessum smæ-
lingjasögum er tvískinnungur.
Það er dansað á mörkum – og
langt handan marka – þess að
verið sé að gera gys að þeim
sem fjallað er um. Þannig virka
frásagnirnar að minnsta kosti
þegar um er að ræða annála
Eiríks Jónssonar.
Í allri þeirri sjálfskipuðu sið-
ferðisdýrð sem umlykur DV er
Eiríkur Jónsson kynlegur
kvistur: gamansemi hans
myndar þar mishljóm, allt verð-
ur tvírætt og með glotti út í ann-
að. Hann er brautryðjandi í því
að innleiða útlenska götu-
blaðasiði milljónaþjóðfélaga þar
sem ljósár eru á milli stétta og
návígið ekkert en um leið er
hann óumræðilega íslenskur: til
dæmis uppnefnaáráttan sem
birtist sífellt í fyrirsögnum og
frásögnum og er mjög þorpsleg.
Í fréttum sínum er Eiríkur alltaf
að skrá þætti af einkennilegum
mönnum, færa í stílinn einhvern
afkáraskap. Hann býr til kómed-
íur úr lífi viðmælandans, finnur
hinn kynlega kvist í hverjum og
einum – og klifar svo á því. Ei-
ríkur skilur ekki alvöru lífsins:
hann er sambland af stríðnis-
púka og skáldsagnahöfundi.
Hann býr til skáldsagnapersón-
ur úr fólki sínu, ýkir og yddar,
og leikur sér með efni sitt eins
og póstmódernisti; hann skop-
stælir æsifréttablaðamann og
æsifréttir hans eru skopstæl-
ingar á æsifréttum: þetta var
bara „absúrd húmor“, sagði
hann grandalaus þegar amast
var við fyrirsögn um „fall“
Bubba Morthens sem virkaði á
fólk eins og dylgjur um eitur-
lyfjaneyslu. Hann hefði eins
getað sagt: Ég ætlaði bara að
stríða honum aðeins... Eins og
stríðnisplágur allra tíma skilur
hann ekki hvað hann hefur gert.
Einn góðan veðurdag mun
jafnvel hann skilja að við erum
ekki tilbúin fyrir National
Enquirer – Bubbi er einn af
okkur en ekki bara einhver
„kóngur“ langt í burtu.
Það var ónotalegt að sjá
myndina sem fylgdi falsfrétt-
inni. Hún er tekin inn um bíl-
rúðu – úr launsátri. Hann er
einn með sjálfum sér, eða svo
heldur hann. Hann er að tala í
síma og er með sígarettu í
munnvikinu. Hvort tveggja er
nauðaómerkilegt og hversdags-
legt athæfi á venjulegum mið-
vikudegi sem er nákvæmlega
það sem gerir myndina svo
óhugnanlega. Skilaboðin til
söngvarans eru að fylgst sé með
honum úr launsátri, hvergi sé
hann óhultur, ekki einn í bílnum
sem hann hefur svo mikið talað
um að sé griðarstaður sinn.
Skilaboðin eru: þú átt þér ekki
einkalíf – þú átt þér ekki líf.
Málið snýst nefnilega ekki
um upplýsingagjöf um hagi
söngvarans – við vitum allt um
það – þetta snýst um vald, hver
stjórnar upplýsingagjöfinni,
þetta er tilraun til að taka sér
stöðu inni í hans lífi og verða
gerandi þar. Þetta er tilraun til
að refsa honum fyrir að vilja
sjálfur annast upplýsingagjöf
um eigin mál.
Þegar ráðist er á Bubba og
Brynju þá er ráðist á okkur öll.
Kannski að DV ætti að láta af
fjandskap sínum í garð þjóðar-
innar? ■
N ú þegar sumarleyfi og ferðalög standa sem hæst hér álandi opnast nýr heimur fyrir marga þegar þeir leggjaland undir fót. Ekki aðeins að náttúran opni mörgum
nýja sýn, heldur leggja margir nú orðið leið sína á margs konar
sýningar og söfn sem eru á landsbyggðinni. Segja má að í
hverjum landshluta séu komin upp áhugaverð söfn, sem sum
hver hafa sérhæft sig og veita góða innsýn í gamla tíma. Oft er
uppistaðan í þessum söfnum afrakstur af dugnaði og eljusemi
einstaklinga sem lagt hafa á sig ómælt erfiði, og varið miklum
tíma í söfnun og umhirðu gamalla muna. Þeir hafa þannig kom-
ið í veg fyrir að hlutir, sem mörgum hefur þótt lítil verðmæti
vera í, fari forgörðum. Oft er erfitt fyrir samtímann að meta
hvað er þess virði að varðveita og verja fyrir komandi kyn-
slóðir, og mörg eru dæmin um hluti sem farið hafa forgörðum,
en menn vildu gjarnan geta farið höndum um í dag.
Í afskekktum dal vestur á fjörðum, Selárdal í Arnarfirði, er
nú unnið að því að gera við verk naívistans Samúels Jónsonar,
sem mörg hver eru illa farin. Ekki eru mörg ár síðan augu manna
opnuðust almennt fyrir þeim verðmætum sem þarna eru bæði í
listaverkum og húsum. Það er með ólíkindum að aldraður einfari
í afskekktum dal á Íslandi skuli hafa látið sér detta í hug að gera
það sem hann gerði. Hann var kominn á efri ár, þegar hann fór að
sinna listþörf og sköpunargleði sinni og sótti hugmyndir sínar til
heimsþekktra listaverka og mannvirkja út um allan heim. Því
miður hafa mörg þessara verka farið forgörðum, en upplýsingar
um þau liggja fyrir. Öðrum verkum Samúels tekst vonandi að
bjarga og gera þannig að þau verði staðarprýði í Selárdal.
Á dögunum var sagt frá því hér í Fréttablaðinu hvað gert
verður í Selárdal í sumar og áformum félags sem stofnað hefur
verið um endurreisn listasafns Samúels. Unnið verður að við-
gerð á listaverkunum í Selárdal, en um framtíðina segir Ólafur
J. Engilbertsson sem situr í stjórninni: „Félagið hefur áhuga á
að gera húsið íbúðarhæft svo fræði- og listamenn geti haft þar
aðsetur og haldið þar sýningar“. Þetta er talið kosta um tíu
milljónir króna. Landbúnaðarráðuneytið kom að viðgerð á hús-
inu, en það hefur yfirráð yfir jörðinni.
Þarna er á ferðinni metnaðarfullt verk sem vert er að veita
athygli. Það er fyrst og fremst fyrir atbeina áhugasamra ein-
staklinga sem hafist var handa um að varðveita listaverk og hús
í Selárdal, en yfirvöld sem hafa verkefni sem þessi á sinni
könnu hafa lítið sem ekkert komið þar nærri, ef undan er skil-
inn Þjóðhátíðarsjóður. Má það heita undarlegt, því hér er vissu-
lega um sérstæð listaverk og hús að ræða. Kallað er á fjárfram-
lög og styrki úr mörgum áttum og veitt tugum ef ekki hund-
ruðum milljóna til margs konar hluta, en lítið hefur heyrst um
veglega styrki til Selárdalssafnsins nema frá einkaaðilum.
4. júlí 2005 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Unnið verður að viðgerð og endurbótum á lista-
verkum Samúels í Selárdal í sumar.
Hlú› a› menningar-
ver›mætum
FRÁ DEGI TIL DAGS
fia› er me› ólíkindum a› aldra›ur einfari í afskekktum dal á Ís-
landi skuli hafa láti› sér detta í hug a› gera fla› sem hann
ger›i. Hann var kominn á efri ár, flegar hann fór a› sinna list-
flörf og sköpunargle›i sinni og sótti hugmyndir sínar til heims-
flekktra listaverka og mannvirkja út um allan heim.
Í DAG
DV OG BUBBI
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Í allri fleirri sjálfskipu›u si›-
fer›isd‡r› sem umlykur DV er
Eiríkur Jónsson kynlegur kvist-
ur: gamansemi hans myndar
flar mishljóm, allt ver›ur tví-
rætt og me› glotti út í anna›.
Bubbi er einn af okkur
svanborg@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA