Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 18

Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 18
El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Á sumrin þykir okkur gaman að planta sumarblómum í fallega blómapotta úr leir. Slíkir blóma- pottar eiga það til að verða fórn- arlömb íslenskr- ar veðráttu. Ef sprungur eru komnar í leirinn en potturinn er ekki brotinn má vefja ryðfríum vír utan um hann svo hann hangi saman. Þetta getur meira að segja verið dálítið flott. Sérstak- lega ef maður er hrifinn af hlut- um sem líta út fyrir að vera gamlir og vel not- aðir. Sé potturinn brotinn má líma hann saman og gefa honum nýtt líf. Þá er best að byrja á að þur- rka alla mold af brotunum og tryggið að brúnirnar séu hrein- ar og þurrar. Notið vatnshelt lím og fylgið leiðbeiningunum á umbúðunum. Athugið að límið verður að henta fyrir leir. Berið lím á brúnirnar og þrýstið brot- unum vel saman. Vefjið svo garni utan um pottinn til að halda hon- um saman með- an límið er að þorna. Best er að láta tuskur eða dagblöð milli blómapottsins og garnsins til að jafna þrýstinginn. Leyfið líminu síðan að þorna vel áður en mold og blóm eru sett í pottinn. ■ ] Hjónin Helga og Erlingur hafa skapað skemmtilegan ævintýraheim í garðinum. Málning Erfitt getur verið að raða myndum og skrauti á langa og stóra veggi án þess að það verði eins og krækiber á veggnum. Þá getur verið sniðugt að mála fleti í mismunandi litum á veginn og skipta þannig upp rýminu.[ Blómapottur sem hefur brotnað og ver- ið límdur saman getur verið skemmti- legt skraut í garðinn. Brotnir blómapottar fá uppreisn æru Það þarf ekki að henda brotnum blómapottum. Pottar sem hafa brotnað og verið límdir saman geta verið mikil garða prýði. Blómstrandi skrauteplatré er gott myndefni. Fegursta garðmyndin GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS HVETUR FÓLK TIL AÐ BEINA MYNDAVÉLUM AÐ GRÓÐRI OG GARÐAMENNINGU. Þema ljósmyndakeppni Garðyrkju- félagsins er „gróður til gagns og gleði“ og félagið efnir til hennar í tilefni af 120 ára afmæli sínu í ár. Keppnin hófst nú um mánaða- mótin og stendur til 15. septem- ber. Þátttaka er öllum opin og veittar verða þrjár viðurkenningar fyrir bestu myndirnar að mati dómnefndar sem skipuð er tveim- ur fulltrúum félagsins og einum atvinnuljósmyndara. Á heimasíðu félagsins www.gardurinn.is er að finna upplýsingar um keppnina og ljósmyndir sem berast verða birtar þar reglulega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Í garði einum í Kópavoginum er heilt samfélag af skemmti- legum tréfígúrum og kirkja í miðju þess. Ef ekið er niður Vogatunguna í Kópavoginum mætir manni óvenjulegur garður. Þar er enginn heitur pottur og pallur hvergi sjá- anlegur. Aftur á móti er grasflötin full af tréfígúrum og lítilli kirkju sem er upplýst þegar rökkva tek- ur. Eigendur garðsins eru hjónin Helga Ísleifsdóttir og Erlingur Ólafsson, sem jafnframt smíða og hanna allt í garðinum sjálf. „Maðurinn minn sagar þetta allt niður fyrir mig og ég mála þetta,“ segir Helga, sem hefur mikla ánægju af verkinu. „Mikil hreyfing er á hlutunum í garðin- um þar sem við erum sífellt að bæta við og taka annað út,“ segir Helga. Fígúrurnar sem eru í garð- inum núna unnu þau hjón allar í fyrra. „Þarna völdum við að hafa fólk sem er að slá og raka, en mað- urinn minn er fæddur og uppalinn í sveit,“ segir Helga. Ævintýrið byrjaði þegar þau hjón fluttu í Kópavoginn fyrir sextán árum, en áður bjuggu þau á Hvolsvelli. „Garðurinn var í mikilli órækt þegar við tókum við honum og höfum við verið að betrumbæta hann síðan. Okkur langaði að gera eitthvað sniðugt og byrjuðum fyrst á bæ og kirkju,“ segir Helga. „Nú er bóndabær í smíðum, en við höfum selt alla þá sem hafa verið þar fyrir,“ segir Helga. Hún segir gesti og gangandi sýna garðinum mikinn áhuga og hópur leikskóla- barna koma á hverju ári að skoða hann. „Mesta furða er bara hvað þetta er látið í friði,“ segir Helga. Hún segist enga fígúru vera í sér- stöku uppáhaldi nema kannski fýlupúkann. „Þegar ekki rignir fer fýlupúkinn út líka, en hann má ekki blotna,“ segir Helga. ■ Fýlupúkinn settur út í sólina Myndarlegur burstabær sem Erlingur smíðaði og Helga málaði. Golfáhugamenn athugið Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima Tilboð 1 1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900 Tilboð 2 1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900 Leigjum út holuskera 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.