Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 70

Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 70
4. júlí 2005 MÁNUDAGUR22 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Sunnudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 Víkingur tekur á móti KR í VISA-bikarkeppni karla á Víkingsvelli.  19.15 Valur tekur á móti Haukum í VISA-bikarkeppni karla að Hlíðarenda.  19.15 ÍA mætir Breiðablik í VISA bikarkeppni karla.  20.00 FH tekur á móti Keflavík í Landsbankadeild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Gillette sportpakkinn á Sýn.  18.15 PGA mótið í golfi á Sýn.  22.00 Ensku bikarmörkin á Sýn.  22.55 Kraftasport á Sýn.  23.25 Álfukeppnin 2005 á Sýn. Allra veðra von Viðarvörn er ekki það sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar Náðu þér í nýja Kjörvara litakortið Tryggðu viðnum bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfirði Litabúðin Ólafsvík Núpur byggingavöruverslun Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • Byko Reyðarfirði • Verslunin Vík, Neskaupstað • Byko Selfossi Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík VIERI Hefur átt köflóttu gengi að fagna á undanförnum árum. Framherjinn Christian Vieri: Ákve›ur sig senn FÓTBOLTI Í lok vikunnar ætlar sókn- armaðurinn Christian Vieri að vera búinn að taka ákvörðun um það hvar hann leikur á næstu leik- tíð. Þetta sagði umboðsmaður hans, Sergio Berti, við enska fjöl- miðla. Vieri er að verða 32 ára en samningi hans við Inter Milan var rift í síðustu viku, hann hefur átt frekar brösótta tíma síðan Ro- berto Mancini tók við liðinu. Vieri hefur verið orðaður við nokkur ensk lið, Tottenham, Bolton, Liverpool og Newcastle. Fyrsta tungumál Vieri er enska en hann ólst upp í Ástralíu. Graeme Souness, framkvæmd- astjóri Newcastle, segir að það sé efst á óskalista hans að fara í spænska boltann. „Ég fékk mann sem ég þekki til að ræða við Vieri og Vieri sagði honum að það væri hans ósk að fara til Spánar.“ sagði Souness. -egm Graeme Souness: Fær hann a› fjúka fyrstur? FÓTBOLTI Samkvæmt veðbönkum er líklegast að Graeme Souness hjá Newcastle verði fyrsti fram- kvæmdastjóri ensku úrvalsdeild- arinnar til að verða rekinn á næsta tímabili. Hann er alveg harðákveðinn í að sigrast á þessum líkum. „Ef ég endist í 12 mánuði til viðbótar þá telst það gott. Ég verð að sýna styrk og mun örugglega ekki gefast upp á þessari áskorun. Það er aðeins ein leið sem ég fer, það er mín leið.“ sagði Souness. Laurent Robert, sem er farinn frá Newcastle til Portsmouth, fékk sekt í síðustu viku fyrir að gagnrýna þjálfunaraðferðir Sou- ness harðlega. „Hann er bara að reyna að skemma fyrir okkur og á ekki skilið að fá þá athygli í fjöl- miðlum sem hann er að fá.“ sagði Souness sem telur að það sem hafi skemmt síðasta tímabil hafi verið slagsmál Lees Bowyer og Kierons Dyer í apríl. „Möguleiki okkar á velgengni hvarf þá skyndilega.“ sagði Souness. -egm FORMÚLA 1 Spánverjinn Fernando Alonso styrkti stöðu sína í For- múlu-1 í gær þegar hann vann ör- uggan sigur á Magny Cours braut- inni. Hann var á ráspól og lét for- ystuna aldrei af hendi, var í fyrsta sæti frá upphafi til enda keppn- innar. Hann jók þó forskot sitt ekki mikið í heildarkeppni öku- þóra þar sem hans helsti keppi- nautur, Kimi Räikkönen, varð annar í kappakstrinum þrátt fyrir að hafa þurft að byrja þrettándi á ráslínu. Heimsmeistarinn Mich- ael Schumacher var þriðji en hann var tæplega hring á eftir Alonso. Þetta var fimmti sigur Alonso á þessu ári en það gerði dagsverk hans auðveldara að Kimi Räikkönen þurfti að hefja leik svona aftarlega. Ástæðan fyrir því er sú að vél hans bilaði á föstu- dag og þurfti að setja nýja. Sam- kvæmt reglum eiga menn að fær- ast tíu sætum aftar á ráslínu en hann hefði byrjað þriðji ef þetta hefði ekki komið fyrir. „Atvikið sem varð á föstudag- inn skemmdi þessa keppni algjör- lega fyrir mér. Mikil vonbrigði að lenda í því. En það þýðir annars ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar, þetta hefði getað reynst mér enn dýrkeyptara.“ sagði Räikkönen. Hann og Alonso voru algjörlega í sérflokki í Frakklandi í gær. „Tíu síðustu hringirnir voru rosalega lengi að líða, ég var bara að bíða eftir því að komast yfir línuna og fagna sigrinum með liðsfélögum mínum.“ sagði Alonso eftir að hann kom í mark. Williams-liðið var vonbrigði mótsins þar sem Mark Webber endaði tólfti og Nick Heidfeld fjórtándi. Renault-liðið vann þarna sigur á heimavelli í fyrsta sinn í 22 ár og hefur nú 18 stiga forystu í keppni bílasmiða. Formúlu 1 kappaksturinn í Frakklandi í gær: Alonso fær›i Renault sigur STAÐA ÖKUMANNA Fernando Alonso, Renault 69 Kimi Räikkönen, McLaren 45 Michael Schumacher, Ferrari 40 Jarno Trulli, Toyota 31 Rubens Barrichello, Ferrari 29 STAÐA BÍLASMIÐA Renault 89 McLaren 71 Ferrari 69 Toyota 53 BMV Williams 47 FIMMTI SIGURINN Fernando Alonso var kátur á verðlaunapallinum í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.