Fréttablaðið - 04.07.2005, Síða 73

Fréttablaðið - 04.07.2005, Síða 73
25MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 FRÉTTIR AF FÓLKI U2 vilja fá hlutina sína aftur Írska hljómsveitin U2 er ekki eingöngu önnum kafin við að koma Live 8 tónleikunum á kopp. Hún hefur einnig þurft að standa í málaferlum vegna fyrrum starfsmanns þeirra, Lola Cash- man. Forsagan er sú að Cashman var ráðin af Bono til þess að við- halda ímynd hljómsveitarinnar á níunda áratugnum. Lola hætti í fýlu og skrifaði meðal annars sögu sveitarinnar í óþökk henn- ar. Nú reynir Cashman að selja hluti sem voru í eigu sveitarinn- ar sem hún segist hafa fengið þá að gjöf. Bono, söngvari sveitarinnar, segir þetta vera bull og bendir á að sveitin gefi sjaldan frá sér hluti nema þá til góðgerðarmála. „Þetta geta verið ómerkilegir hlutir í augum almennings en þeir eru það ekki í augum hljóm- sveitarinnar, okkur finnst þeir vera merkilegir,“ sagði söng- varinn í réttarsalnum í Dublin. Cashman vísar öllum ásökunum hljómsveitarmeðlima á bug og segist hafa fengið hlutina gefins. Cashman segir meðal annars að Bono hafi verið í svo niðurdrep- andi ástandi eftir síðustu tón- leikana í Arizona að hann hafi viljað gefa allt frá sér. Þessu til stuðnings má benda á að á síð- ustu tónleikum sveitarinnar á Rattle & Hum efaðist Bono um endurkomu sveitarinnar. Meðal hluta sem Cashman ætlar að selja er Stetson-hattur sem Bono hafði á hausnum á Jos- hua Tree-túrnum, buxur og um 200 polaroid-myndir sem Cash- man tók fyrir sveitina. Fyrirsætan fagra Liz Hurley segirað ástæða þess að hún hannaði sundfatalínu sé að hún hafi oft verið í vandræðum með að líta vel út á strönd- inni. „Það er ekkert verra en að þamba pina colada, rauð og þrútin, með þurrt hár, í blautum sundfötum og með handklæði um mittið,“ sagði Liz. Hún segir sundfata- línu sína gera gott útlit auð- veldara, en hún lumar einnig á ráð- um. „Ég borða bara eitt ristað brauð og epli í kvöldmat viku áður en ég fer og þá er maginn á mér alveg flatur.“ Sorakjafturinn Liam Gallagher,hefur aldrei vílað fyrir sér að hreyta út úr sér blótsyrðunum. Samt sem áður segist hann banna börn- unum sínum að blóta og fer nú reglulega í kirkju.Liam er einnig hættur að fara út að skemmta sér og borðar einungis heilsufræði. „Mig langar að verða 120 ára og geta eytt góðum tíma með börnunum mínu,“ sagði popparinn. „Ég er ástríkur, fal- legur og ljúfur maður sem vill svo til að lemur einn og einn ljósmyndara af og til.“ Pink hefur beðið kærastann sinn,Carey Hart, um að giftast sér. Bónorðið bar hún upp á kappakstri í Kaliforníu en Car- ey er mótor- hjólastjarna og var að keppa. Þegar Corey var að nálagst á keppnisbraut- inni hélt Pink á risastóru skilti sem á stóð „Viltu giftast mér?“. Svo sneri hún skiltinu við og á því stóð „Mér er alvara!“. Vitni segja að Carey hafi snarheml- að, hlaupið til skvísunnar og kysst hana ástríðufullum kossi. Melissa Joan Hart, sem lék tán-inganornina Sabrínu, er nýgift og hefur nú tilkynnt að hún eigi von á sínu fyrsta barni. Melissa og Britney Spears eru góðar vin- konur og lék Melissa meðal annars í mynd- bandi við lag Britneyjar Crazy. Melissa á von á sér í janúar og því munu aðeins örfáir mánuðir vera á milli fæðinga frumburða þeirra. BONO Í DUBLIN Hljómsveitin U2 fór á heimaslóðir og hélt tónleika í Dublin nýverið. Hún gaf sér þó tíma til þess að fara í réttarsalinn vegna máls fyrrum stílista þeirra. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.