Fréttablaðið - 04.07.2005, Síða 78

Fréttablaðið - 04.07.2005, Síða 78
30 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Lárétt: 2 látið af hendi, 6 ármynni, 8 málmur, 9 fæðu, 11 lít, 12 álögu, 14 pen- ingar, 16 varðandi, 17 fínt regn, 18 andi, 20 gangþófi, 21 lengdarmálseining. Lóðrétt: 1 fugls, 3 enn fremur, 4 skráði, 5 viður, 7 lögreglumál, 10 lín, 13 trygg, 15 útstáelsi, 16 stórveldi, 19 fimmtíu og einn. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Stór Humar Heimildarmynd um tónlistarhá- tíðina Reykjavík Rocks, sem nú er haldin í fyrsta sinn, er í bí- gerð. Í myndinni er sjónum beint að þeim sem koma að hátíðinni en ekki endilega að lista- mönnunum sjálfum. „Við erum að tala við þá sem koma að hátíð- inni, gæslumenn, veitingafólk, ljósamenn, sviðsmenn auk þess sem við tölum við tónleikagesti og förum jafnvel í fyrirpartí. Núna fyrir Duran Duran fórum við á blaðamannafund, hittum forfallna Duran-aðdáendur og spjölluðum við þá og að sjálf- sögðu tókum við upp á tónleikun- um líka,“ segir Hjördís Unnur Másdóttir dagskrárgerðarkona sem gerir myndina ásamt félaga sínum Helga Jóhannessyni. „Myndin á ekki beinlínis að snúast um hljómsveitirnar sjálf- ar heldur þá sem eru á bak við tjöldin. Markmiðið er því bæði að fanga stemninguna á tónleik- unum auk þess sem við sýnum hversu margir koma að svona tónleikum og hversu langt ferli þetta er. Við Helgi höfum unnið mikið saman í sjónvarpi og vinnum þessa mynd algjörlega í sameiningu. Við fengum svo Villa Naglbít til þess að vera um- sjónarmaður myndarinnar en honum kynntumst við þegar við unnum að Atinu. Þegar kemur að Foo Fighters og Queens of The Stone Age tónleikunum munum við líklega vinna þá öðruvísi því aðdáendur þeirra eru í yngri kantinum. Þá förum við jafnvel og spjöllum við krakka í ung- lingavinnunni og stemningin verður allt önnur.“ Hjördís hefur áður unnið að þáttum eins og Atinu, Hvernig sem viðrar og Á Bak Við Tjöldin og leikstýrt nokkur tónlistar- myndböndum. „Ég hef ekki gert heimildarmynd áður en ég hef unnið mikið í sjónvarpi og lít eiginlega á þetta verkefni sem heimildarþátt frekar en mynd. Hún verður ekki sýnd í kvik- myndahúsum en líklega í sjón- varpi þó ekkert sé komið á hreint með það.“ hilda@frettabladid.is HEIMILDARMYND: SPJALLAÐ VIÐ FÓLKIÐ Á BAK VIÐ TJÖLDIN Reykjavíkurrokk fest á filmu Hljómsveitin Foo Fighters er mætt til landsins og spilar öðru sinni fyrir íslenska áheyrendur í Egilshöll 5. júlí, ásamt rokkbandinu Queens of the Stone Age. Mörgum er í fersku minni þegar Foo Fighters brá sér í humar á Stokkseyri og rann á hljóð ungra pilta í hljómsveitinni Nilfisk í nærstöddum bílskúr, en Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, bauð þeim drengjum að hita upp fyrir hljómveitina á tónleikum daginn eftir. „Það sem einkennir Foo Fighters er einmitt Dave Grohl, en hann er svolítið sér á báti,“ segir Matthías Már Magnússon, dagskrárstjóri á útvarpsstöðinni XFM. „Dave Grohl hefur haft gríðarleg áhrif á rokkið, eins og dæmin sýna með Queens of the Stone Age sem er band sem hefði aldrei komist inn í A-rokkgeirann hefði Dave ekki tekið sig til og trommað inn á plötu með þeim. Hann er svona góði gaurinn í rokkinu, laus við stjörnustæla og auð- mjúkur mannvinur. Ég veit ekki um margar hljómsveitir sem myndu leyfa ungum strákum frá Stokkseyri að spila með sér á hljómleik- um með engum fyrirvara. Dave er vinnualki, alltaf með augun opin fyrir nýjum böndum og kemur þeim á kortið með því að spila á trommur með þeim,“ segir Matthías, en á dögunum var Grohl val- inn annar besti trommuleikari heims í tímaritinu Classic Rock. „Að mínu mati er Dave betri hljóðfæra- leikari en söngvari, en hann syngur með Foo Fighters því það er hans eigið band og virðist fá útrás fyrir trommu- sláttinn með öðrum hljómsveitum. Hann er þekktur fyrir að setjast við trommusettið hjá öðrum og þykir mikil upphefð, því Dave er lifandi goðsögn og einkar virtur í sínu fagi. Og þótt hann hafi verið trommuleikari Nirvana er hann löngu búinn að sanna að þess þurfti hann ekki til að verða góður tón- listarmaður, þar sem hann fékk greinilega lítið að sýna sitt rétta andlit. Hann er allt öðruvísi tónlistar- maður í dag, sem vinnur af hugsjón og skiptir allri innkomu jafnt á milli hljómsveitarmeðlima, þótt hann sé aðalsprautan og semji velflest lögin sjálfur.“ MATTHÍAS MÁR MAGNÚSSON DAGSKRÁSTJÓRI XFM 91.9 SEGIR DAVE GROHL AUÐMJÚKAN MANNVIN MEÐ OPIN AUGU. SÉRFRÆÐINGURINN MATTHÍAS MÁR MAGNÚSSON Lifandi go›sögn laus vi› stjörnustæla fær Mugison fyrir að heilla hátíð- argesti á Hróaskeldu upp úr skónum með einlægum flutningi. HRÓSIÐ Nú styttist í síðasta uppklapp hér á hátíðinni enda tæp vika síðan fyrsta hljómsveitin steig á svið. Enn eiga þó stór nöfn eftir að troða upp og fólk virðist jafn áhugasamt um tón- listina nú eins og fyrsta daginn. Fólk dansar salsa og drekkur kok- teila í heimstónlistartjaldinu og fer úr að ofan í danstjaldinu af jafn miklum móð í dag og það gerði fyr- ir þremur dögum. Sólin hefur greinilega hlaðið fólk af orku. Svæðið er farið að láta á sjá, eink- um tjaldstæðið. Rusl liggur á víð og dreif og daunn berst frá kömrun- um, svo sterkur að best er að halda niðri í sér andanum þegar gengið er framhjá. Þótt starfsfólk sé í stöðugri vinnu við sorphirðu tekur eflaust töluverðan tíma að hreinsa upp allt ruslið. Gestirnir þurfa svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Það eina sem þeir þurfa að gera nú er að njóta síðustu tónanna, sopana og sólargeislanna. HRÓARSKELDA Mannhafið á Hróarskeldu er gríðarlegt. KRISTJÁN SIGURJÓNSSON BLOGGAR FRÁ HRÓARSKELDU Sí›ustu metrarnir HJÖRDÍS UNNUR MÁSDÓTTIR OG HELGI JÓHANNESSON Þau hafa unnið saman að fjölda sjónvarpsþátta og gera nú saman heimildarmynd um tónlistarhátíðina Reykjavík Rocks. DURAN DURAN Þeir gömlu félagar hafa væntanlega verið hið fínasta myndefni fyrir heimildarmyndina en gömlu goðin fóru á kostum í Egilshöll á fimmtudaginn. Lárétt: 2selt,6ós,8eir, 9mat,11sé,12 skatt,14aurar, 16um,17úða,18sál,20 il,21alin, Lóðrétt: 1lóms,3og,4listaði,5tré,7 sakamál,10tau,13trú,15rall,16usa, 19li. G O T T F Ó LK M cC A N N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.