Fréttablaðið - 10.07.2005, Qupperneq 42
Það er fallegur sumardagur ífótboltaborginni Manchest-er á Englandi. Ingi Þór Jóns-
son er í sólskinsskapi eins og aðr-
ir á breskri grundu vegna ný-
sagðra frétta um val Lundúna sem
Ólympíuborgar árið 2012, en
sjálfur stóð Ingi Þór á sundpöllum
Ólympíuleikanna fyrir Íslands
hönd í Borg englanna árið 1984.
„Ég hef löngum verið á eftir í
ýmsu og eins var með sundið; ég
var síðastur af öllum til að læra
sund,“ segir hann með kátínu í
röddinni. „Það situr enn þá í mér
þegar sundkennarinn tilkynnti að
loksins væri ég orðinn syndur.
Strax daginn eftir skráði ég mig á
sundæfingu og stefndi einbeittur
að því að verða sundmeistari, sem
ég varð fyrst 1973 sem Unglinga-
meistari Íslands í 50 metra
flugsundi,“ segir Ingi Þór, sem
setti sitt fyrsta Íslandsmet í 100
metra skriðsundi árið 1980 og átti
eftir það öll Íslandsmet í skrið-,
flug-, bak- og fjórsundi, eða allt til
ársins 1984 að hann lagði sund-
skýluna á hilluna.
„Ég vissi að ég væri hommi en
gat ekki komið úr skápnum því í
íþróttum er ríkjandi hommafóbía.
Þess vegna varð ég að velja ann-
aðhvort að hætta eða halda áfram,
seinni kosturinn var útilokaður
enda leið ég sálarkvalir,“ segir
Ingi Þór sem þá var 21 árs gamall.
„Ég hætti alltof snemma og var
í rauninni rétt að byrja. Mín biðu
skólastyrkir í Bandaríkjunum, en
ég afþakkaði þá alla. Ég hafði hins
vegar alltaf átt draum um keppni
á Ólympíuleikunum, um leið og ég
átti í ægilegri baráttu með sjálfan
mig og fann knýjandi þörf til að
komast burt frá sundinu, öllum og
öllu eftir að heim kom á ný,“ seg-
ir Ingi Þór, sem er einn af fyrstu
Ólympíuförum heims til að viður-
kenna samkynhneigð sína.
„Stundum kemur í mig eftirsjá,
en þetta ætluðu örlögin mér. Í dag
er ég 43 ára og syndi á tímum ekki
svo langt frá mínu allra besta um
tvítugt. Sennilega kæmist ég enn í
úrslitin heima,“ segir hann og
skellir upp úr.
Ástin, lífið og dauðinn
Frjáls eins og fuglinn réðst Ingi
Þór til starfa sem flugþjónn hjá
Flugleiðum, þar starfaði hann til
1988, þá hann flutti til Lundúna og
hóf nám í leiklist.
„Á ferðalögum mínum sem
flugþjónn fann ég smátt og smátt
hvað ég vildi gera. Ég vissi að
heima myndi ég ekki finna mig en
fann mér samastað í Lundúnum.
Eitt kvöldið fór ég á bar og hitti
Michael Moore, það var ást við
fyrstu sýn. Ég var 24 ára og kom
opinberlega út úr skápnum. Upp-
lifði mikinn skilning fjölskyld-
unnar en var í bjánaskap hræddur
við að bregðast almenningi sem
íþróttamaður, þótt ég viti nú að
kynhneigð manns kemur engum
við,“ segir Ingi Þór alvarlegur í
bragði.
„Um það leyti sem við Michael
kynntumst var eyðniumræðan
orðin áberandi í fjölmiðlum.
Michael var virtur lögfræðingur
og neitaði að horfast í augu við
vandamálið en ég lagði saman tvo
og tvo. Eftir fjögurra mánaða
hvatningu fékkst hann til að fara í
blóðprufu og þá kom í ljós að hann
var eyðnismitaður. Á þessum
árum þýddi það óumflýjanlegan
dauða. Michael var lengi mjög
veikur og alls tók hann þrjú og
hálft ár að deyja. Síðustu tvö árin
var hann kominn í hjólastól, orð-
inn blindur og aðeins 29 kíló. Ég
tók mér frí frá störfum síðustu
þrjú árin til að annast hann sem
neitaði alfarið að gefast upp.
Hann sleppti ekki takinu á lífinu
fyrr en ég bað hann að fara, því ég
gæti ekki meira,“ segir Ingi Þór
dapur í röddinni, en Michael lést
árið 1997.
„Við Michael værum enn sam-
an í dag, hefði lífið sigrað dauð-
ann, en ekkert er við því að gera.
Stundum er sagt að tíminn lækni
öll sár, en það er vitleysa. Tíminn
læknar engin sár. Maður lærir að
lifa með þeim líkamlegu og and-
legu kvölum sem lífið býður
manni; gerir það besta úr breytt-
um aðstæðum. Söknuðurinn getur
gert út af við mig, jafnvel eftir öll
þessi ár. Ég trúi á eina, sanna ást
og miða enn allt og alla við hann,
sem er vitaskuld óréttlátt. En ég
ber ekki síður sjálfan mig saman
við það hvernig mér leið með
Michael, því hver maður hefur
rétt á því að láta sér líða sem best,
þótt maður verði stundum að
breyta aðeins sjálfum sér til að
hleypa öðrum að,“ segir Ingi Þór
af visku þess sem átt hefur og
misst.
Í neti skúrksins
Eftir fráfall Michaels varð tóm-
leikinn hlutskipti Inga Þórs. Hann
ákvað að flýja á náðir annríkis og
keypti yfirgefinn veitingastað í
Sheperd Bush-hverfinu í Vestur-
Lundúnum, sem hann gerði upp
22 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR
Leynivopni› frá Íslandi
Skagama›urinn Ingi fiór Jónsson er me› fallegri Íslendingum. Ári› 1984 stó›
hann uppi sem mesti sundgarpur Íslands og flreytti sundkapp á Ólympíuleikunum
í Los Angeles. Um flær mundir vildu ófáar dætur lands fanga hjarta hans en
einmitt flá sté hann ni›ur af ver›launapöllunum til a› horfast í augu vi› hug
sinn til karla. Sí›an flá hafa örlögin spunni› sinn flókna flrá›, en aftur er Ingi
fiór or›inn sundstjarna og nú me› æ›ri tilgang en nokkru sinni.
fiórdís Lilja Gunnarsdóttir átti stund me› Inga fiór í Manchester.
SUNDGARPUR MEÐ KÖLLUN Ingi Þór Jónsson hefur átt flókið líf og í því hafa skipst á skin og skúrir. Um tvítugt var hann einn frækn-
asti sundkappi Íslands og nú tveimur áratugum síðar vinnur hann enn til gullverðlauna. Hann segir sundið hafa verið sinn háskóla og
beinir kröftum sínum víða, ekki síst í þágu ýmissa minnihlutahópa.
SEGULL Á GULLIÐ Ingi Þór stingur sér
varla til sunds nema að uppskera gullverð-
laun fyrir sprettinn, en hér er hann á Evr-
ópuleikum samkynhneigðra í München í
fyrra, þar sem hann vann til sex gullverð-
launa. Með honum á myndinni er Trevor
Burchick, formaður klúbbsins í Manchester.
Á hægri myndinni er Ingi Þór ásamt
verðlaunahöfum frá Manchester á opna
spænska meistaramótinu í Barcelona.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
R
EV
O
R
B
U
RC
H
IC
K
Ég vissi að ég væri
hommi en gat ekki komið úr
skápnum því í íþróttum er ríkj-
andi hommafóbía. Þess vegna
varð ég að velja annaðhvort að
hætta eða halda áfram, seinni
kosturinn var útilokaður enda
leið ég sálarkvalir.“
,,